Vandaðar íbúðir við útivistarperlu Reykjavíkur

Orkureiturinn er nýtt og glæsilegt íbúðahverfi við Laugardalinn, hina vinsælu útivistarparadís borgarbúa. Falleg hönnun og vandaðar lausnir gera Orkureitinn að einstökum stað að búa á.

Fyrsti áfangi af fjórum

Hið svokallaða A hús fer í sölu í fyrsta áfanga en á næstu misserum bætast við þrír aðrir húsnæðiskjarnar sem saman munu mynda fallega umgjörð um þennan einstaka reit.

Nú er A hús komið í sölu

Rut Káradóttir innanhússarkitekt stýrir efnisvali, litum og lýsingu á Orkureitnum

Rut Kára leggur línurnar

Rut Kára stýrir fágaðri hönnun innréttinga íbúða ásamt því að leggja línuna fyrir öll sameiginleg rými svo úr verður heildarmynd byggingar sem er engu lík. Rut Kára hefur lag á því að skapa heim sem við viljum búa í.

Fáguð hönnun

Þrjár innréttingaleiðir

Rut Kára hefur sett saman þrjá fallegar innréttingaleiðir fyrir íbúðirnar. Við köllum samsetningarnar Fönn, Sand og Jörð.

R1 Fönn – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
R1 Fönn
R2 Sandur – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
R2 Sandur
R3 Jörð – litasamsetning frá Rut Kára innanhússarkitekt á Orkureitnum
R3 Jörð

Ein fremsta arkitektastofa Norðurlanda

Nordic Office of Architecture sér um hönnun Orkureitsins en stofan er ein af leiðandi stofum Norðurlanda þegar kemur að hönnun vandaðra fjölbýla og hefur verið í fararbroddi við uppbyggingu stórra verkefna á Íslandi undanfarin ár.

Helgi Mar Hallgrímsson leiðir verkefnið fyrir hönd Nordic.

Helgi Mar Hallgrímsson leiðir hönnun á Orkureitnum fyrir hönd Nordic Office of Arcitechture

Inngarðar að evrópskri fyrirmynd

Fallegir inngarðar flæða saman í Orkutorgið sem verður vettvangur iðandi mannlífs.

BREEAM-umhverfisvottun

Orkureiturinn er fyrsta íbúðaskipulag í Reykjavík sem hlýtur hina eftirsóttu BREAAM-umhverfisvottun. Vistvæn sjónarmið eru höfð að leiðarljósi sem skipta íbúa máli og hafa jákvæð áhrif á daglegt líf. Þess vegna er Orkureiturinn vistvæn framkvæmd til framtíðar.

Öndum léttar – í húsum sem anda

Á Orkureitnum verða kynntar nýjar lausnir í loftræstingu íbúða sem tryggja betra loft innandyra en áður hefur þekkst. Hver íbúð stýrir sínu loftstreymi sem tryggir jákvæða orku alla daga.

Betri heilsa með Svansvottun

Markmið okkar er að allar íbúðir á Orkureitnum verði Svansvottaðar. Það tryggir það að engin skaðleg efni eru notuð við byggingu þeirra sem hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan íbúa.

Stutt í alla verslun og þjónustu

Map
5 min
10 min
15 min
  • Skólar
  • Veitingar
  • Verslun
  • Heilsa
  • Þjónusta
  • Álftamýrarskóli
  • Menntaskólinn við Sund
  • Langholtsskóli
  • Fjölbraut í Ármúla
  • Jói Fel Felino
  • Culiacan
  • Múlakaffi
  • Vox
  • Nings
  • Askurinn
  • Kaffi Milanó
  • Lemon
  • Gló
  • Olifa
  • Krúska
  • Vietnam Restaurant
  • Te & Kaffi
  • Saffran
  • KFC
  • Subway
  • Haninn
  • Tokyo Sushi
  • Bombay Baazar
  • Le Kock
  • Flóran
  • Bakarameistarinn
  • Ölver
  • Grill66
  • Austurlandahraðlestin
  • Pylsumeistarinn
  • Frú Lauga
  • Hagkaup
  • Krónan
  • Partíbúðin
  • Elko
  • Kría
  • Vodafone
  • Guðsteinn
  • Herrahúsið
  • 66°norður
  • Penninn
  • Snúran
  • Rúmfatalagerinn
  • EPAL
  • Bónus
  • Vínbúðin
  • Tri hjólreiðar
  • Ormsson
  • Tölvutækni
  • Nexus
  • Iceland
  • Ólavía og Oliver
  • Sjón Retro
  • Snyrtivöruverslunin
  • Casa
  • World Class Laugar
  • Laugardalslaug
  • Reebook Fitness
  • Primal
  • Íþróttasvæði Þróttar
  • Tennisvellir
  • Jógastöðvar
  • Heilsugæsla
  • Læknastöðin
  • Tannlæknar
  • Augnlæknar
  • Lyfjaval
  • Hreyfing
  • Landsleikir
  • Bifreiðaverkstæði
  • Fegurð og Spa
  • Dekurhornið
  • Laugardalur - gönguleiðir

Orkureiturinn er einstaklega vel staðsettur hvað varðar nálægð við daglega verslun og þjónustu, sem er öll í aðeins 5 til 15 mínútna göngufjarlægð, í Skeifu, Múlum og Glæsibæ. Þá er einnig stutt í leikskóla, grunnskóla og íþróttir, sem hentar vel fyrir fjölskyldufólk.

Skýrt og gott skipulag bílastæða

Stórt og rúmgott bílastæðahús verður neðanjarðar með beinni tengingu við alla íbúðahluta á Orkureitnum, þar sem þörf íbúa, gesta og fyrirtækjaeigenda fyrir geymslu bifreiða verður fullnægt.

Laugardalurinn – góður granni

Eitt mesta aðdráttarafl Orkureitsins er nálægðin við Laugardalinn, sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga, enda bæði skjólgott og gróðursælt með vel skipulögðum göngu- og hjólastígum. Þar býðst jafnframt fjölbreytt afþreying og margir spennandi möguleikar til heilsuræktar og íþróttaiðkunar.

Af alúð skal land byggja

SAFÍR byggingar sjá um framkvæmdir á Orkureitnum. Starfsfólk SAFÍR bygginga hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á íslenskum byggingamarkaði og hefur stýrt umfangsmiklum og fjölbreyttum byggingarverkefnum innan lands sem utan.

Nánari upplýsingar er að finna á safir.is

Fasteignasölur