Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík 5889090 - www.eignamidlun.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Kristinsson
Guðmundur Sigurjónsson
Kjartan Hallgeirsson
Þórarinn M. Friðgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason

Fjárhústunga 17, 311 Borgarnes Tilboð

81,8 m², sumarhús, 4 herbergi

Eignamiðlun kynnir: 

Húsið er í Fjárhústungu í landi Stóra-Áss (Hálsasveit) alls 81,8 fm. Landið er um einn hektari, leigulóð. Landið er mjög gróið aðallega birki, lerki og furu. Heitt og kalt vatn. Leiksvæði með fótboltamarki og rólum. Alls eru 5 inngangar inn í bústaðinn, aðalinngang, tveir eru á stofu/eldhúsi, einn út af baðherbergi og einn út af svefngangi. Pallar við aðalinngang og við útgang úr baði og stofu. Grasflöt við annan pallinn með sandkassa. Stígar sem tengja svæðin saman. Gott bílastæði og skemmtilegur stígur heim að húsinu.
Landið liggur að á (gili) sem er mjög vatnslítil á sumrin, tilvalin til að busla í og vaða.

Leiðarlýsing:

Ekið er upp Borgarfjarðarbraut til norðurs, framhjá Kleppjárnsreykjum, yfir Reykjadalsá en þar er beygt til hægri upp Hálsasveitarveg (518) og ekið tæpa 22 km en þar er beygt inn til hægri (suðurs) merkt Fjárhústunga. Sjá leiðarlýsingu hér.
Sumarhúsið er byggt á árunum 1998-2003 og samanstendur af tveimur húsum bárujárnsklædd að mestu með dúk á þaki. Húsið er timburhús á steyptum grunni. Hitað með heitu vatni (lokað kerfi). Húsin tengjast með stuttum glergangi. Sumarhúsið er teiknað af Ólafi Tr. Mathiesen arkitekt á Glámu Kím.
Húsið er klætt að innan með krossvið, á gólfum er korkur nema á baðherbergi. Í stærra húsinu er geymsla sem gengið er í utanfrá, forstofa, gangur með skápum og bókahillum, baðherbergi og eldhús, borðstofu og stofu sem er eitt rými í öðru húsinu. Hægt er að ganga út á pall úr eldhúsi þar sem er fallegt útsýni og blasir Strútur og Eiríksjökull við. Einnig er fallegt útsýni að Húsafelli og Ok úr bústaðnum. Innréttingar og hurðir eru sérsmíðaðar. Tvær gashellur í eldhúsi með opnu rými undir þar sem auðvelt er að koma fyrir ofni. Í stofu er kamína.
Góðir skápar og hillur í skenk undir glugga í stofu og borðstofu. Baðherbergið er flísalagt með mosaikflísum, sturta flísalögð með samskonar flísum, baðskápur og hillur. Hægt er að ganga beint út úr baðherbergi á lítinn pall.
Í hinu húsinu eru þrjú svefnherbergi, skápur er í einu herberginu. Í tveimur herbergjum er auðvelt að koma fyrir hjónarúmi eða tveimur rúmum og möguleiki að koma fyrir koju í minnsta herberginu. Auðvelt að vera með svefnpláss fyrir átta. Rennihurð við glerinngang sem skilur húsin að og gefur góða hljóðeinangrun á milli húsa.

Upplýsingar utan opnunartíma gefur Kjartan Hallgeirsson lögg.fasteignasali upplýsingar í síma 824-9093 eða kjartan@eignamidlun.is 

Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Reikna lán
 • Brunabótamat29.600.000 kr.
 • Fasteignamat25.700.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 2. jún. 2014
 • Flettingar7704
 • Skoðendur6938
 • 81,8 m²
 • Byggt 1998
 • 4 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Sérinngangur


Senda fyrirspurn vegna Fjárhústunga, 311 Borgarnes

Verð:Tilboð Stærð: 81.8 m² Tegund:Sumarhús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Eignamiðlun

Sími: 5889090
eignamidlun@eignamidlun.is
www.eignamidlun.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sverrir Kristinsson
Guðmundur Sigurjónsson
Kjartan Hallgeirsson
Þórarinn M. Friðgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason

Eignin var skráð 2 júní 2014
Síðast breytt 4 maí 2018

Senda á vin eignina Fjárhústunga, 311 Borgarnes

Verð:Tilboð Stærð: 81.8 m² Tegund:Sumarhús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Eignamiðlun

Sími: 5889090
eignamidlun@eignamidlun.is
http://www.eignamidlun.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sverrir Kristinsson
Guðmundur Sigurjónsson
Kjartan Hallgeirsson
Þórarinn M. Friðgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason

Eignin var skráð 2 júní 2014
Síðast breytt 4 maí 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha