Fasteignasala Reykjavíkur Skeifan 17, 108 Reykjavík 4777777 - www.fr.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sylvía G Walthersdóttir
Leifur Runólfsson
Margrét Hjálmarsdóttir

Úlfarsbraut 52, 113 Reykjavík 74.900.000 kr.

182,4 m², raðhús, 6 herbergi

Fasteignasala Reykjavíkur kynnir:  5 svefnherbergi - stofa - borðstofa
Sérlega fallegt og vandað 6-7 herb. raðhús á tveimur hæðum með miklu útsýni á einum besta stað í Úlfarsárdal.
Stutt er í skóla og leikskóla og er útsýnið alveg einstakt. Mikil fjallasýn og falleg náttúra. Fimm svefnherbergi, 36 fm sólpallur og hellulögð innkeyrsla, nýúttekin lokaúttekt á húsið án athugasemda.
Samkvæmt FMR þá er húsið skráð 182,4 fm og er þar af bílskúrinn 26 fm.

Smelltu HÉR og skoðaðu eignina í 3D SÝN – Nýtt á Íslandi


Bókið skoðun hjá Þórdísi í síma 862-1914 eða á netfangi thordis@fr.is

Fáðu sent söluyfirlitið STRAX með því að smella HÉR

Húsið er í heild sína 182,4 fm og er skipulagið einstaklega praktískt þar sem fermetrarnir nýtast vel.
Húsið skiptist í tvær hæðir og á neðri hæðinni er innangengur bílskúr, anddyri, baðherbergi, eldhús, borðstofa og stofa með útgengt á 36 fm pall til suðurs.
Á efri hæðinni eru fjögur barnaherbergi, hjónaherbergi, fataherbergi/geymsla, baðherbergi, þvottahús og sjónvarpshol á palli. 5,8 fm svalir eru á efri hæðinni sem vísa einnig til suðurs.

Komið er inn í bjart flísalagt anddyri. Baðherbergi neðri hæðar er innangengt úr anddyri og er flísalagt í hólf og gólf, góð sturta, upphengt salerni, innrétting undir handlaug og handklæðaofn. Úr anddyri er komið inn í opið rými neðri hæðar þar sem eldhús, borðstofa og stofa eru. Eldhúsið er með hvítri innréttingu sérsmíðaðri frá Fríform. Skápapláss er mikið bæði í veggfastri innréttingu og eyju. Öll heimilistæki eru úr Ormsson, span helluborð, innbyggður örbylgjuofn fyrir ofan bakaraofn í innréttingu, gert er ráð fyrir kæliskáp og frystiskáp í innréttingu. Borðstofan er við hlið eldhúss og er í björtu rými. Stofan er einnig í björtu rými, stórir gluggar til suðurs og er útgengt á 36 fm skjólsælan útsýnis-sólpall og búið er að  leggja fyrir heitum potti. Meiri lofthæð er í húsinu en almennt er. Harðparket er á stofu, eldhúsi og borðstofu. Stiginn upp er steyptur og parketlagður. Næturlýsing er við stigann og smekklegt sérsmíðað járnhandriði.

Á efri hæðinni eru fimm svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og fataherbergi. Stigapallur er nýttur sem sjónvarpshol og kemur snyrtilega út.
Þrjú svefnherbergjanna eru í mjög góðri stærð og það fjórða aðeins minna, en þó í góðri stærð. Útgengt er á góðar svalir til suðurs úr einu herberginu.
Hjónaherbergi er einnig rúmgott. Fataherbergið er rúmgott en það er enn án innréttinga og geta því nýjir eigendur skipulagt það eftir ínum þörfum.
Harðparket er á allri efri hæðinni fyrir utan baðherbergi og þvottahús. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og er með baðkari, upphengdu salerni, góðri innréttingu við handlaug og handklæðaofni. Þvottahúsið er parketlagt og með samliggjandi sökklum fyrir þvottavél og þurrkara.

Húsið fékk lokaúttekt 6.mars 2017 og það án athugasemda. Eignin er sérlega skemmtileg, björt og vel skipulögð í alla staði.
Bílskúrinn er 26 fm, hurð á sleðum, ekki kominn mótor og eftir er að flota gólf. Geymslurými er aftast í bílskúr og er búið að festa sjúkrakassa og slökkvitæki á vegg í bílskúrnum.
Bílaplan fyrir framan hús er hellulagt og búið að leggja fyrir hita í plani en ekki búið að tengja. 
Húsið er steinað að utan, með einhalla þaki og allir opnanlegir gluggar eru úr áli.

Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir s: 862-1914 eða á thordis@fr.is og Leifur Runólfsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali leifur@fr.is 477-7777.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vs
Bjóðum þér upp á frítt sölumat án skuldbindingar og veitum góða þjónustu.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Reikna lán
 • Brunabótamat54.470.000 kr.
 • Fasteignamat51.050.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 7. mar. 2017
 • Flettingar3808
 • Skoðendur3032
 • 182,4 m²
 • Byggt 2015
 • 6 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 5 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr


Senda fyrirspurn vegna Úlfarsbraut, 113 Reykjavík

Verð:74.900.000 kr. Stærð: 156.4 m² Tegund:Raðhús Herbergi: 6
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignasala Reykjavíkur

Sími: 4777777
info@fr.is
www.fr.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sylvía G Walthersdóttir
Leifur Runólfsson
Margrét Hjálmarsdóttir

Eignin var skráð 7 mars 2017
Síðast breytt 15 mars 2017

Senda á vin eignina Úlfarsbraut, 113 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 156.4 m² Tegund:Raðhús Herbergi: 6
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignasala Reykjavíkur

Sími: 4777777
info@fr.is
http://www.fr.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sylvía G Walthersdóttir
Leifur Runólfsson
Margrét Hjálmarsdóttir

Eignin var skráð 7 mars 2017
Síðast breytt 15 mars 2017

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha