VB Eignir Kvíslartungu 118, Mosfellsbær 8228183 - www.vbeignir.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Vilhjálmur Bjarnason

Brekkuás 9, 221 Hafnarfjörður 42.600.000 kr.

93,6 m², fjölbýlishús, 3 herbergi

VB Eignir. Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali 822-8183 kynnir: 

Brekkuás 9 í Hafnarfirði. Mjög falleg og heimilisleg 96.3 fm, 3ja herbergja björt og rúmgóð íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í lyftuhúsi.
Húsið er steinað og fallegt fjölbýli á frábærum útsýnisstað í nýja Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Húsið var byggt af byggingarfélaginu Fjarðamót 2012.
Þvottahús innan íbúðarinnar. Lyfta og sérinngangur. Stórar svalir sem mögulegt er að setja svalalokun fyrir. Eigendur eru að leita að stærri eign í hverfin, jafnvel á Völlunum eða annars staðar í nýlegu húsi í Hafnarfirði. Fallegur sameiginlegur garður með hleðslugrjóti, grasi og leiktækjum.
Aðkoma: Gengið er inn á jarðhæðina í sameiginlega forstofu og farið annað hvort upp stigann eða með lyftunni upp eina hæð en þar er sérinngangur á fyrstu hæðinni frá garðinum inn í þessa íbúð en hægt er einnig að komast að sérinnganginum í gegnum garðinn án þess að fara í gegnum sameignina. . 
Íbúðin skiptist í: Forstofu sem er með sérinngangi, flottur skápur og flísar á gólfi. Hol með eikar plankaparketi. Hjónaherbergi gott með eikar plankaparketi og fallegum og stórum skápum yfir heilan vegg. Barnaherbergi með eikar plankaparketi á gólfi, fallegur skápur. Baðherbergi með flísum á gólfi upp í um 2ja metra hæð, baðkar og flísalagður sturtuklefi, upphengt wc, handklæðaofn, vaskaskápur og spegill. Inn af baðherbergi er sérþvottahús með flísum á gólfi, vinnuborð, vaskur og skápar. Gullfallegt og bjart eldhús með eikar plankaparketi á gólfi, hvít og flott innrétting og eldavélaeyja, stálháfur og stáltæki. Opið yfir í stóra stofu með eikar plankaparketi á gólfi, flott útsýni og útgangur á stórar norður svalir með flottu útsýni.
Íbúðin er mjög heimilisleg, björt og stór og nýtist vel. Leyfilegt hefur verið að byggja svalalokun fyrir svalirnar á öllum íbúðum hússins. Gardínur sem eru í íbúðinni fylgja.  
Sameign. Á jarðhæðinni er bílastæðahús fyrir þá sem eiga þar stæði ásamt mjög snyrtilegri og stórri sameiginlegri hjólageymslu og sérgeymslu fyrir íbúðina. Einnig er sameiginlegt raflagnaherbergi og hitalagnaherbergi.

Ef þið viljið skoða þessa eign þá er ykkur velkomið að hringja í mig í síma 822-8183 og við finnum tíma. Ég mun upplýsa og aðstoða ykkur við greiðslumat, tilboðsgerð og allt sem snýr að kaupum á íbúðinni eða annað sem snýr að fasteignaviðskiptum almennt. Hægt er að senda mér fyrirspurnir á villi@vbeignir.is  
Ég hef starfað undanfarin 25 ára við sölu fasteigna á Húsinu fasteignasölu en starfa núna sjálfstætt undir VB Eignir. 
Ef þið eruð í söluhugleiðingum en finnið ekkert sem ykkur hugnast, vegna þess að það setja of fáir eignina sína á sölu ef lítið úrval eigna er til sölu og fólk hræðist að finna sér ekki aðra eign til kaups ef það selur sína eign, þá er ekki úr vegi að skrá ykkar eign á sölu með þeim formerkjum að þið viljið eingöngu selja með skiptum á eign af tiltekinni stærð og á tilteknum stað. Þannig var gert með góðum árangri seinast þegar fasteignamarkaðurinn var í svipaðri stöðu.
VB Eignir heilshugar um þinn hag.   

Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. 
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag.
Sími 822-8183

Reikna lán
 • Brunabótamat29.750.000 kr.
 • Fasteignamat32.000.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 5. maí. 2017
 • Flettingar4327
 • Skoðendur3516
 • 93,6 m²
 • Byggt 2012
 • 3 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 2 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Lyfta
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Brekkuás, 221 Hafnarfjörður

Verð:42.600.000 kr. Stærð: 93.6 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

VB Eignir

Sími: 8228183
villi@vbeignir.is
www.vbeignir.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Vilhjálmur Bjarnason

Eignin var skráð 5 maí 2017
Síðast breytt 4 desember 2017

Senda á vin eignina Brekkuás, 221 Hafnarfjörður

Verð:0 kr. Stærð: 93.6 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

VB Eignir

Sími: 8228183
villi@vbeignir.is
http://www.vbeignir.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Vilhjálmur Bjarnason

Eignin var skráð 5 maí 2017
Síðast breytt 4 desember 2017

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha