RE/MAX Senter Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík 4144700 - remax.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir

Vindakór 14, 203 Kópavogur 58.900.000 kr.

174,7 m², fjölbýlishús, 4 herbergi

RE/MAX Senter kynnir huggulega fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð að Vindakór 14 í Kópavogi. Bílskúr fylgir og er eignin samtals 174,7 m2. Íbúðin býður upp á þann möguleika að leigja hluta af henni út, eða skipta stúdíósvæðinu upp í tvö herbergi. Út frá stofu er gengið út í afgirtan garð til suðurs. Þaðan er horft yfir að hesthúsahverfinu, Guðmundarlundi og Heiðmörk. Því er afar stutt út í náttúruna og Elliðaárvatn með allri sinni fegurð. Einnig er stutt í Kórinn-íþróttasvæði, leik- og grunnskóla og í matvöruverslun.

Eignin skiptist í forstofur, stofu, eldhús, tvö baðherbergi, tvö svefnherbergi, stúdíóherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. Íbúðareignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 142,7 m2 og bílskúrinn 32 m2, samtals 174,7 m2.

Nánari lýsing:

Forstofa er með dökkum flísum á gólfi og er önnur forstofa á vinstri hönd inn af þeirri forstofu. Komið er inn í íbúð úr sameign um eldvarnarhurð og inn í rýmin tvö eru tvær hurðar. Ljósir viðarskápar eru í forstofum, beggja megin þilja.
Stofa er inn af forstofu. Parket á gólfi sem flæðir um alla íbúðina, utan forstofu og votrýma. Útgengi er frá stofu út í afgirtan suðurgarð sem er sérafnotaréttur íbúðarinnar. Stofa og eldhús eru í opnu rými.
Eldhús er með fallegri ljósri viðarinnréttingu. Stærri einingin er "L" laga með efri og neðir skápum. Gegnt henni er eyja með háfi ofna úr lofti og kemur yfir helluborðið. Dökkar flísar á gólfum, eins og er í fleiri rýmum íbúðarinnar.
Baðherbergin eru tvö, bæði flísalögð í hólf og gólf, dökkar flísar á gólfi og upp baðkar (á stærra baðherberginu) og sturtubotna, en hvítar flísar upp veggi. Ljósar viðarinnréttingar með speglum. Hvítir handklæðaofnar, handlaugar og upphengd salerni.
Hjónaherbergi er rúmgott með ljóstum innfelldum fataskápum milli veggja og upp í loft. Parket á gólfi.
Barnaherbergi er með ljósum fataskápum sem ná upp í loft. Horngluggi. Parket á gólfi.
Stúdíóherbergi er inn af sér forstofu. Á teikningum er þetta herbergi og sjónvarpshol og er með tveimur opnanlegum gluggum og því möguleiki að skipta þessu rými í tvö herbergi. Parket á gólfi sem sér aðeins á.
Geymsla er inn af svefnherbergisgangi.
Þvottahús er inn af innri forstofunni. Þar er vaskur, borð, stæði fyrir þvottavél og þurrkara og veggfestir skápar og frístandandi skápur. Dökkar flísar á gólfi.
Garður sunnanmegin við hús er að hluta til hellulagður og að hluta til með túnþökum. Hann er afgirtur með timburvegg og áfast er læstur geymsluskúr. Bílastæði eru norðanmegin við hús.
Bílskúr er einn af fjórum í lengju og standa þeir úti á bílaplani. Fjarstýring á hurð.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún í síma 864-0061 / sigrun@remax.is  eða Vigdís í síma  414-4700

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta aðstoðarmaður fasteignasala í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.

 
 

Reikna lán
 • Brunabótamat42.050.000 kr.
 • Fasteignamat46.150.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð17. maí. 2017
 • Flettingar866
 • Skoðendur716
 • 174,7 m²
 • Byggt 2007
 • 4 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Sameiginl. inngangur
 • Bílskúr
 • Lyfta


Senda fyrirspurn vegna Vindakór, 203 Kópavogur

Verð:58.900.000 kr. Stærð: 142.7 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

RE/MAX Senter

Sími: 4144700
senter@remax.is
remax.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir

Eignin var skráð 17 maí 2017
Síðast breytt 23 maí 2017

Senda á vin eignina Vindakór, 203 Kópavogur

Verð:0 kr. Stærð: 142.7 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

RE/MAX Senter

Sími: 4144700
senter@remax.is
http://remax.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir

Eignin var skráð 17 maí 2017
Síðast breytt 23 maí 2017

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha