Fasteignasala Reykjavíkur Skeifan 17, 108 Reykjavík 4777777 - www.fr.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sylvía G Walthersdóttir
Jóhanna Gústavsdóttir
Þórunn S. Eiðsdóttir

Fífuvellir 12, 221 Hafnarfjörður 72.900.000 kr.

204,7 m², einbýlishús, 4 herbergi

*** EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI ***

MIKILL ÁHUGI VAR Á EIGNINNI OG VANTAR OKKUR ÞVÍ FLEIRI EIGNIR / SÉRBÝLI Í HVERFINU Á SÖLU.

Fasteignasala Reykjavíkur kynnir í einkasölu:

Fallegt 204,7 fm einbýlishús á Fífuvöllum - þar sem lofthæð er ca 3,70 m og er fallegur garður.
Húsið er sérlega vel staðsett í hverfinu og samkvæmt skrám FMR er íbúðarhúsið 155 fm, geymsla 8,8 fm og bílskúrinn 40,9 fm.
Mikið er um fallegar gönguleiðir um hverfið og fallegt útsýni yfir hraunið úr borðstofunni.


Fáðu sent söluyfirlitið SAMSTUNDIS með því að smella HÉR

Húsið samanstendur af þremur svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi, eldhúsi, stofu, borðstofu, anddyri, gestasalerni, bílskúr og geymslu.
Húsið stendur í halla og er því komið inn í anddyri hússins á palli og er horft yfir stofu og borðstofu þaðan. Góðir fataskápar eru í anddyrinu og eru flísar á gólfi. Gestasalerni er nokkuð rúmgott með innréttingu undir handlaug, upphengdu salerni, flísar á gólfi og veggjum og er gert ráð fyrir sturtu. Innaf anddyri er gengið inn í bílskúrinn sem er 40,9 fm, flísalagður og með gluggum bæði á norður og suður hliðinni og innaf honum er 8,8 fm geymsla sem er einnig flísalögð, með opnanlegum glugga og veggföstum hillum. 
Af palli anddyris er gengið niður sex flísalagðar tröppur og er smekklegt eikar handriði með gleri við tröppurnar.
Svefnherbergisgangur er við stigann sem og opið rými inn í stofu og borðstofu.
Herbergin eru þrjú og eru öll rúmgóð með góðum fataskápum frá AXIS, mikilli lofthæð og parketi á gólfi.
Á baðherbergi er upphengt salerni, ágætis innrétting í kringlum handlaug, handklæðaofn, opnanlegur gluggi, hornbaðkar og einig sturta. Flísar eru á gólfi og upp á vegg.
Þvottahúsið er einnig á herbergisgangi og er það nokkuð rúmgott, flísalagt, með góðri eikar innréttingu á einum veggnum í kringum þvottavélina og þurrkarann, en hvít innrétting er á öðrum veggnum í kringum vaskinn.
Sömu gólfflísar eru á stofunni, borðstofunni, eldhúsinu, herbergisgangi í anddyri hússins.
Komið er í bjarta opið rými en þar er stofan samliggjandi eldhúsi og borðstofu og er lofthæðin ca 3,70 stórir gluggir, sumir gólfsíðir.
Eldhúsið er opið með vönduðum ALNO innréttingum og eru öll tæki frá AEG og eru flísar á milli skápa. Uppþvottavél og ísskápur eru innbyggð og fylgja eigninni.
Stofunni og borðstofu er hægt að snúa að vild, en í rýminu er fallegur arinn, gluggar í þrjár áttir og eru flestir gólfsíðir og er útgengt á fallega og skjólgóða verönd sem er bæði til suðurs og vesturs. 
Garðurinn er að mestu leiti að framanverðu húsinu og prýðir hann einstaklega falleg klöpp, ásamt grasfleti og gróðri.
Þvottasnúrur eru í garðinum sunnan megin.
Gólfhiti er í öllu húsinu nema hjónaherbergi. Stýrikerfi gólfhita er í bílskúr og í þvottahúsi.
Eignin er í grónu hverfi þar sem góður grunnaskóli, leikskóli og öflugt íþróttastarf er fyrir börn á öllum aldri.

Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 eða á thordis@fr.is 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Ertu í fasteignahugleiðingum?
Þú færð frítt sölumat hjá mér og án skuldbindingar. Ég legg áherslu á vönduð vinnubrögð og góða samskipti við bæði seljendur og kaupendur.
Hafðu samband í dag í síma: 862-1914 eða á netfangið thordis@fr.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna við kaupsamning: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vs
Bjóðum þér upp á frítt sölumat án skuldbindingar og veitum góða þjónustu.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Fasteignasala Reykjavíkur skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
 

Reikna lán
 • Brunabótamat67.210.000 kr.
 • Fasteignamat67.900.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð13. jún. 2019
 • Flettingar5410
 • Skoðendur4433
 • 204,7 m²
 • Byggt 2004
 • 4 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Fífuvellir, 221 Hafnarfjörður

Verð:72.900.000 kr. Stærð: 163.8 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignasala Reykjavíkur

Sími: 4777777
info@fr.is
www.fr.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sylvía G Walthersdóttir
Jóhanna Gústavsdóttir
Þórunn S. Eiðsdóttir

Eignin var skráð 13 júní 2019
Síðast breytt 15 júlí 2019

Senda á vin eignina Fífuvellir, 221 Hafnarfjörður

Verð:0 kr. Stærð: 163.8 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignasala Reykjavíkur

Sími: 4777777
info@fr.is
http://www.fr.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sylvía G Walthersdóttir
Jóhanna Gústavsdóttir
Þórunn S. Eiðsdóttir

Eignin var skráð 13 júní 2019
Síðast breytt 15 júlí 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store