450 fasteignasala ehf Engjateigi 9, 105 Reykjavík 4500000 - 450.is/
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Elías Haraldsson
Erlendur Davíðsson
Guðmundur H. Valtýsson

Birkigrund 55, 200 Kópavogur 118.900.000 kr.

298 m², einbýlishús, 7 herbergi

450 FASTEIGNASALA kynnir einbýlishús með rúmgóðri samþykktri auka íbúð.
 
Um er að ræða tveggja íbúða 298 fm einbýli, pallabyggt, í rólegum botnlanga neðst í Fossvogsdalnum, Kópavogsmegin. Tvær samþykktar íbúðir með sérinngangi eru sitt hvoru megin í húsinu sem gefur frábæra möguleika fyrir foreldra og uppkomin börn að kaupa saman (möguleiki á tveimur lánum/veði) – eða fyrir þá sem vilja hafa góðar tekjur af leigu. Auðveldlega er hægt  að hafa innangengt á milli íbúða. Í dag er einangraður timburveggur sem skilur íbúðirnar að sem auðvelt er að fjarlægja. Rafmagn er aðskilið en hiti sameiginlegur. Ljósleiðari er í báðum íbúðum. Sér bílastæði, garður og verönd fylgja hvorri íbúð.
 
Stærri íbúðin  (fastanr. 205-8940 01 0201) er 6 herbergja 174,8 fm auk 37,6 fm innbyggðs bílskúrs. Á fyrstu hæð er forstofa og hol með skápum. Á hægri hönd er rúmgott herbergi og á vinstri hönd er bílskúr með flísalagðri gestasnyrtingu og sturtu.  Í bílskúr er ágæt þvottaaðstaða með snúrum, vaski, vinnuborðum og skápum. Á miðjupalli tekur við sjónvarpshol, rúmgott baðherbergi og þrjú samliggjandi svefnherbergi á sér gangi.  Hinumegin við sjónvarpshol er svo rúmgott hjónaherbergi með skápum. Á efsta palli er stór stofa með kamínu og eldhús með rúmgóðum borðkróki. Stofa og eldhús eru mjög björt með mikla lofthæð. Eikarparket er á stofu, sjónvarpsholi, stigum, gangi og tveimur svefnherbergjum. Á þremur svefnherbergjum er parketdúkur. Flísar eru á eldhúsi, baðherbergjum, holi og forstofu . Hægt er að ganga bæði úr eldhúsi og  stofu út á stórar sólarsvalir, með nýlegu handriði úr ryðfríu stáli og skjólveggjum úr öryggisgleri. Stigi er frá svölum niður í garð þar sem er skjólsæl hellulögð verönd með 6 fm gróðurhúsi úr álramma klætt þolplasti. Rúmgóð geymsla er á jarðhæð.


Íbúð á jarðhæð (fastanr. 205-8939 01 0102) er 85,6 fm  tveggja herbergja með sérinngangi, lítið niðurgrafin. Anddyri með flísum. Við tekur gangur og á hægri hönd er rúmgott hjónaherbergi með skápum og dúk á gólfi. Næst tekur við flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtu. Síðan er þvottahús með ágætri geymslu. Við endann á ganginum er rúmgóð samliggjandi  stofa og eldhús með eyju og góðu skápaplássi. Nýlegt harðparket er á stofu, eldhúsi og gangi. Sér sólríkur garður og hellulögð verönd, upphitað bílastæði og stétt.
 
Stéttir og bílaplan eru upphituð með frostþolnu forhitakerfi sem nýtir affall af húskyndingu, samtals fyrir 5 bíla.  Garðar eru vel grónir með ýmsum gerðum af berjarunnum og uppbyggðum matjurtabeðum.


Búið er að gera allt húsið upp að utan og klæða gafla hússins með múreinangrun. Húsið og gluggar voru málaðir að utan síðasta sumar auk þess sem skipt var um þakjárn, pappa, þakrennur og niðurföll.  Settir voru nýir gluggar úr pvc plasti með hita- og sólvarnar gleri í hluta af stofu og eldhúsi. Búið er að endurnýja talsverðan hluta glerja (öll gler í íbúð á jarðhæð) og setja plastlista. Nýlegur þakkantur  úr brasilísku tékk harðviði (Red Cumaru) er á húsinu sem gefur því mikinn svip.


Eignin frábærlega staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu en um leið á mjög rólegum og afar veðursælum stað í náttúruperlu Fossvogsdalsins. Stutt er í verslanir, apótek, veitingarstaði og aðra þjónustu. Skóli og leikskóli eru í göngufjarlægð.

Nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason   S: 773-3532    adalsteinn@450.is - Aðstoðarmaður fasteignasala 
Elías Haraldsson          S: 450-0000    elias@450.is - Löggildur fasteignasali

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 450 fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
 

Reikna lán
 • Brunabótamat75.910.000 kr.
 • Fasteignamat82.400.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð18. ágú. 2017
 • Flettingar818
 • Skoðendur445
 • 298 m²
 • Byggt 1976
 • 7 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 6 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Suðvestur Svalir
 • Garður
 • Þvottahús
Elías Haraldsson löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala


Senda fyrirspurn vegna Birkigrund, 200 Kópavogur

Verð:118.900.000 kr. Stærð: 174.8 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

450 fasteignasala ehf

Sími: 4500000
450@450.is
450.is/

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Elías Haraldsson
Erlendur Davíðsson
Guðmundur H. Valtýsson

Eignin var skráð 18 ágúst 2017
Síðast breytt 18 september 2017

Senda á vin eignina Birkigrund, 200 Kópavogur

Verð:0 kr. Stærð: 174.8 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

450 fasteignasala ehf

Sími: 4500000
450@450.is
http://450.is/

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Elías Haraldsson
Erlendur Davíðsson
Guðmundur H. Valtýsson

Eignin var skráð 18 ágúst 2017
Síðast breytt 18 september 2017

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha