RE/MAX Senter Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík 4144700 - remax.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir

Laugavegur 46B, 101 Reykjavík 149.000.000 kr.

155,4 m², einbýlishús, 7 herbergi

RE/MAX Senter kynnir einstakt einbýli í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er bárujárnsklætt timburhús og er á algjörum sælureit sem jafnframt er eignarlóð að Laugavegi 46b. Árið 2010 var húsið gert upp. Húsið er nýtt í dag sem tvær íbúðir en býður upp á möguleika á þriðju einingunni, þar sem þrír inngangar eru í húsið og hver eining er með sér baðherbergi. Heildareignin er svo má segja á fjórum pöllum, þ.e. jarðhæð, viðbygging, aðalhæð og ris.

Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 155,4 m2 og sjö herbergja. Í dag er heildareignin nýtt sem átta herbergja, tveggja íbúða húsnæði, en á teikningum er herbergi í einni stofunni sem hægt væri að bæta við með einföldum hætti.

Nánari lýsing:
Jarðhæð

Forstofa er um viðarhurð og eru upphitaðar dökkar flísar á gólfi. Hengi er fyrir fatnað á vinstri hönd þegar komið er inn í íbúðina.
Eldhús er með einum hlöðnum vegg. Innrétting er L-laga og er úr hvítum við með grárri borðplötu sem tónar við hlaðna vegginn. Parket á gólfi.
Stofa er með glugga á tvo vegu. Parket á gólfi.
Svefnherbergi er með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með dökkum flísum á gólfi. Ljósar flísaplötur á veggjum. Sturtuklefi, upphengt salerni og handklæðaofn. Innrétting er við vask og upphengdur skápur með spegli og ljósum. 
1. hæð
Forstofa er inn um viðarhurð af palli. Grádrapplitaðar flísar á gólfi. Úr forstofu er gengið inn í stofu, inn á salerni um hvíta hurð eða upp á rishæð um fallegan stiga úr við.
Stofa er tvískipt með fallegum viðarstólpum upp í loft, parketi á gólfum og hlöðnum skorsteini sem ekki er nýttur sem slíkur í dag. Gengið er úr stofu inn í borðstofu. Einnig er gengið úr stofu niður í aðra byggingu sem nýst gæti sem sér eining.
Borðstofa er opin og er gengið um hana milli stofu og eldhúss. Parket flæðir um þessi rými og án þröskulda.
Eldhús er með U-laga innréttingu úr hvítum við og viðarborðplötu. Efri og neðri skápar. 
Baðherbergi er með ljósum flísaplötum á veggjum og grádrapplituðum flísum á gólfi. Hvít innrétting með vaski og skápum, upphengdu salerni, handklæðaofni og tengi og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Sturtuklefi er með heilli plötu yfir báða veggi innan sturtunnar og nær hann út fyrir glerveggi sturtuklefans.
Bygging (kálfur) með sérinngangi.
Herbergi/stofa er með stórum hvítum fataskápum. Örfáar tröppur í vinkil er úr þessu rými upp í stofu. Einnig er gengið úr þessu rými inn í svefnherbergi. Á teikningu er þetta rými "íbúðarrými" (stúdíó).
Svefnherbergi með sérinngangi. Parket á gólfi. Inn af herberginu er gengið inn á baðherbergi. Á teikningu er þetta rými "eldhús".
Baðherbergi er með ljósum flísaplötum á veggjum og grádrapplituðum flísum á gólfi. Hvít innrétting með vaski, skápum, spegli og ljósum. Handklæðaofn, upphengt salerni og baðkar með sturtu.
Rishæð
Herbergin eru tvö og eru til beggja handa þegar komið er upp stigann. Á milli herbergjanna er innskotsrými/gangur. Inni í herbergjum er geymslupláss undir súð beggja vegna. Parket á gólfum og án þröskulda. Hurðar í herbergin eru fyrirferðalitlar til að nýta plássið sem best.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún löggiltur fasteignasali í síma 864-0061 / sigrun@remax.is 

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.

 
 

Reikna lán
 • Brunabótamat33.050.000 kr.
 • Fasteignamat64.000.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð21. ágú. 2017
 • Flettingar15121
 • Skoðendur12350
 • 155,4 m²
 • Byggt 1907
 • 7 herbergi
 • 3 baðherbergi
 • 4 svefnherbergi
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Laugavegur, 101 Reykjavík

Verð:149.000.000 kr. Stærð: 155.4 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

RE/MAX Senter

Sími: 4144700
senter@remax.is
remax.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir

Eignin var skráð 21 ágúst 2017
Síðast breytt 2 janúar 2018

Senda á vin eignina Laugavegur, 101 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 155.4 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

RE/MAX Senter

Sími: 4144700
senter@remax.is
http://remax.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir

Eignin var skráð 21 ágúst 2017
Síðast breytt 2 janúar 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha