Hvammur Eignamiðlun Hafnarstræti 19, 600 Akureyri 4661600 - www.kaupa.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson

Ytri-Hóll 2, 601 Akureyri 75.000.000 kr.

373402,4 m², lóð, 0 herbergi

Hvammur Eignamiðlun   466 1600   kaupa@kaupa.is

Til sölu jörðin Ytri hóll II í Eyjafirði. Jörðin er í um 8 mín. akstursfjarlægð frá Akureyri og er austan megin í firðinum. Afar víðsýnt og fallegt útsýni er frá jörðinni. Nær hún frá Þverárbökkum uppá fjallsbrún. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er jörðin 37,2 ha. af ræktuðu landi.  Að vatnaskilum er jörðin 108 ha. að stærð en nýtanlegur hluti hennar er um 70 ha. 

Íbúðarhúsið byggt 1950 og er það 292,7 m² að stærð. Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris og er vel íbúðarhæft. 
Í kjallara eru þvottahús, baðherbergi og geymslur.  Ekki er full lofthæð í kjallara. 
Hæðin skiptist í forstofu, gang, hol, þrjú svefnherbergi, stofu, baðherbergi, eldhús og búr og geymslu inn af eldhúsi.
Risið skiptist í fjögur svefnherbergi, hol og geymslur undir súð.
Húsið er gamalt og þarfnast mikilla endurbóta, engin verðmæti í gólfefnum eða innréttingum. 
Utan eru ummerki um múr og rakaskemmdir – þó er búið að klæða tvær hliðar hússins.
 
Útihús
Fjós var byggt árið 1958 og er 214 m² að stærð. Fjósið hefur ekki verið í notkun í þó nokkurn tíma.  Undir því er haughús að hluta og er það tómt.  Áfast við fjósið er hlaða, nokkuð heilleg, steypan í lagi sem og þak.  Hlaðan er tvískipt, gamalt hey í suðurhluta en í norðurhluta er búið að hreinsa út og slétta malargólf.  Kálfahús er byggt við fjósið til norðurs.

Fjárhúsin eru elstu mannvirkin á jörðinni og standa syðst. Byggð árið 1937 og telur 141,2 m².  Þau er heldur léleg. Þó er búið að útbúa ágætt hesthús úr hluta þeirra og áföst 200 m²  hlaða er í ágætu ástandi, þ.e.a.s. þak og veggir en gaflar lélegir.

Véla og verkfærageymsla með skráð byggingarári 1978 og í góðu standi. Stærð 202,5 m².  Í suður hluta þess er einn stór salur hvar loftin eru tekin upp og stór innkeyrsluhurð til norðurs.  Syðri hlut hússins er á tveimur hæðum og þar eru á neðri tvö vinnurými (bílskúrar) og þar er innkeyrsluhurð til austurs og í risi þessa hluta 2ja herbergja íbúð með litlu eldhúsi og baðherbergi. 
 
Önnur vélageymsla er eldri, byggð 1967 og stendur austast á bæjarhlaðinu, 117,5 m². Þar er steypt gólf og geymsluloft yfir að hluta – heldur hrörleg bygging en ágæt til síns brúks. 
Geymsluhús með byggingarárið 1950 stendur austan við íbúðarhúsið – timburbygging einnig hrörleg. Stærð  98,2 m². 


Landið
Tún og beitiland er fyrir ofan bæjarstæðið og nokkuð upp í heiðina.  Góð tún eru vestan við bæjarstæðið bæði fyrir ofan Eyjafjarðarbraut og fyrir neðan.  Neðan Eyjafjarðarbrautar er skemmtilegt gróið svæði sem liggur að Þveránni.  Þarna eru tjarnir og grónir hagar auk malarnámu sem enn er hægt að nytja.  
 

Reikna lán
  • Brunabótamat122.396.000 kr.
  • Fasteignamat254.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð13. sep. 2017
  • Flettingar448
  • Skoðendur385
  • 373402,4 m²
  • 0 herbergi


Senda fyrirspurn vegna Ytri-Hóll, 601 Akureyri

Verð:75.000.000 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Hvammur Eignamiðlun

Sími: 4661600
kaupa@kaupa.is
www.kaupa.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson

Eignin var skráð 13 september 2017
Síðast breytt 15 september 2017

Senda á vin eignina Ytri-Hóll, 601 Akureyri

Verð:0 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Hvammur Eignamiðlun

Sími: 4661600
kaupa@kaupa.is
http://www.kaupa.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson

Eignin var skráð 13 september 2017
Síðast breytt 15 september 2017

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha