Kaupstaður fasteigna ehf. Ármúla 42, 108 Reykjavík 5460600 -
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Einar Harðarsson

Vesturberg 15, 111 Reykjavík 73.900.000 kr.

218,5 m², einbýlishús, 10 herbergi

Vesturberg 15 /  331,5 m² / 10 herbergi

Kaupstaður fasteigna kynnir:

Einbýlishús með ósamþykktri aukaíbúð og frístandandi bílskúr að Vesturbergi 15, 111 Reykjavík, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Samkvæmt  Fasteignaskrá er eignin skráð 218,5 m². Óskráðir fermetrar á neðri hæð eru alls 113 m² og er því heildarfermetrafjöldi eignarinnar 331,5 m².
 
Húsið stendur innst í litlum og friðsælum botnlanga. Umhverfi er gróið og skjólsælt. Stórfenglegt útsýni er yfir Reykjavík frá eigninni.

Íbúð á aðalhæð hússins:
Á efri hæð er rúmgóð og björt íbúð á þremur pöllum með góðum innréttingum. Komið er inn í  flísalagt anddyri með góðum skápum.  Þaðan er gengið inn í rúmgott opið svæði sem tengir saman stofu, eldhús, baðherbergi og svefnherbergisgang. Flísar á gólfi. Útgangur út á sólpall er í þessu rými. Eldhúsið er mjög stórt  og rúmgott með miklu skápaplássi og fallegri viðarinnrréttingu. Góð nýleg tæki, uppþvottavél og amerískur ísskápur með vatns- & klakavél, geta fylgt með kaupum. Flísalagður gangur með skáp, fjórum svefnherbergjum með harðparketi og flísalagt baðherbergi með sturtu mynda svefnherbergisálmu íbúðarinnar. Hjónaherbergið er með 2 gluggum og rúmgóðum fataskáp sem nær yfir einn vegg. Nokkrar tröppur eru upp í rúmgóða stofu með fallegum stórum gluggum. Stórfenglegt útsýni er yfir Reykjavík úr stofunni. Eikarparket á gólfi. Gengið er út á um 100 m² sólpall og garðinn úr opna rýminu neðan stofutrappa. Gengið er úr opna svæðinu niður um 10 tröppur þar sem er þvottahús auk annarrar útidyrahurðar fyrir íbúð á neðri hæð. Við hlið þvottahúss er lítið salerni með vaski og stórt rúmgott herbergi sem eru inni í fermetratölu og býður upp á útleigumöguleika. Hitainntak hússins er þarna og því auðvelt að tengja fyrir heitan pott út á sólpall staðsetningarlega séð.  Innangengt er því niður á neðri hæð, en er í dag lokað af með læsanlegri hurð. Íbúðin á efri hæð og bílskúr er mæld 218,5 m².

Niðurgrafin ósamþykkt aukaíbúð á neðri hæð með sérinngangi, óskráðir 113 m² íbúð.
Gengið er niður nokkrar tröppur í ósamþykktu íbúðina. Komið er í stórt herbergi með múrsteinsveggjaáferð. Þar er einnig uppsett gufubað sem aldrei hefur verið notað sem slíkt, er geymsla í dag. Læsanleg hurð inn á langan lang með eldhúsi, þremur svefnherbergjum og baðherbergi. Rakskemmdir eru á baðherbergi sem seljandi býðst til að laga og endurnýja, viðgerð er væntanleg í janúar og umsemjanlegt hvort kaupandi eða seljandi sér um framkvæmdina. Um er að ræða 113 m² sem eru óskráðir því íbúðin er ósamþykkt og því ekki inni í fasteignamati.
 
Bílskúr, 29,2 m²:
Frístandandi bílskúr með sameiginlegum hita og rafmagni með bílskúrslengjunni. Rafmagnsmælir er í hverjum bílskúr og greiðir hver eigandi sitt rafmagn. Tengi fyrir rafmagnsbíl og vaskur með heitu og köldu vatni.
Góð lofthæð.

Húsið er því með 8 svefnherbergi og þrjú salerni. Góðir tekjumöguleikar er af leigu ósamþykktrar íbúðar auk möguleika á útleigu stórs herbergis með salerni.  Þessar einingar eru í útleigu í dag.
Eignin getur líka verið heppileg fyrir stóra fjölskyldu. Heildarfermetrafjöldi  hússins með bílskúr og óskráðum fermetrum er 331,5 m².  
Þessi fasteign býður því upp á marga útfærslumöguleika og ýmis tækifæri fyrir framkvæmdaglaða aðila. Eign sem vert er að skoða.

Mjög stutt er í alla helstu þjónustu og skóla.
 
Nánari upplýsingar veitir Einar G Harðarson lögiltur fasteignasali:  s. 662 5599 /  netfang einar@kaupstadurfasteigna.is

 
 
 
 
 

Nánari upplýsingar 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 50.000 - 75.000 kr. af skuldabréfi.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 

Reikna lán
 • Brunabótamat62.500.000 kr.
 • Fasteignamat57.300.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð18. okt. 2017
 • Flettingar4120
 • Skoðendur3430
 • 218,5 m²
 • Byggt 1974
 • 10 herbergi
 • 3 baðherbergi
 • 8 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Útsýni
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Vesturberg, 111 Reykjavík

Verð:73.900.000 kr. Stærð: 189.3 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 10
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Kaupstaður fasteigna ehf.

Sími: 5460600
einar@kaupstadurfasteigna.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Einar Harðarsson

Eignin var skráð 18 október 2017
Síðast breytt 18 janúar 2018

Senda á vin eignina Vesturberg, 111 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 189.3 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 10
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Kaupstaður fasteigna ehf.

Sími: 5460600
einar@kaupstadurfasteigna.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Einar Harðarsson

Eignin var skráð 18 október 2017
Síðast breytt 18 janúar 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha