Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur 5503000 - www.fasteignamidstodin.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson

Sturlureykir 1 lóð 5 , 311 Borgarnes 10.900.000 kr.

0 m², lóð, 0 herbergi

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu sumarhúsaland nefnt Sturlureykir 1 lóð 5 landnúmer 186145 í Borgarbyggð. Einnig 1/15 hluta úr jörðinni Sturlureykir 1 landnúmer 134471.

Land Sturlu-Reykja I er um 200 hektarar. Eigendur eru 15 talsins sem mynda með sér sameigendafélag um sameignarhluta jarðarinnar, svo sem húseignir, hlunnindi, virkjanir, vegi, girðingar og fleira. Séreignarlóð hvers eiganda er ½ hektari og eru lóðirnar samliggjandi í sveig frá vestri til austurs norðan þjóðvegarins sem liggur inn Reykholtsdal að Reykholti. Þjóðvegurinn liggur þvert í gegnum land jarðarinnar í Reykholtsdal en þar er landi jarðarinnar um einn kílómeter frá vestri til austurs. Ræktuð tún og sléttur voru áður um 25 hektarar en eru nú eitthvað minni, sem haldið er í rækt og nytjuð af bændum í dalnum. Norðan þjóðvegar smá hækkar landið með túnsléttu, ræktuðum skógi, holtum, mýrum og klettaborgum upp í um 200 metra hæð við landamerki Hurðabaks. Þegar þangað er komið er hið fegursta útsýni yfir Borgarfjarðarhérað að Snæfellsjökli í norðri og Hafnarfjalli í suðri. Auk þess er fallegt ústýni um dali að Eiríks- og Langjökli með Þórisjökul og Oki í suð-austri. Sunnan þjóðvegar er landið flatt með tveimur nestungum sem Reykjadalsáin hefur myndað. Reykjadalsá rennur á landamerkjum suðurhluta jarðarinnar. Þar í nálægð árinnar eru túnsléttur. Sameigendur hafa frjálsan aðgang að landinu öllu utan sinna lóða, sem býður upp á gönguferðir og margháttaða útivist. Um 150 hektarar norðan þjóðvegar af landi jarðarinnar eru girtir af með rafmagnsgirðingu, hefur svo verið í nær 24 ár. Þessi ráðstöfun hefur hlíft landinu frá ágangi búfjár og gefið gróðri möguleika á að dafna, en landið var orðið mjög bert og gróðursnautt upp í klettaborgunum á árum áður. Rafmagnsgirðingin var mikil framkvæmd og hefur skilað miklum árangri.

Sameigendur eiga á jörðinni tveggja hæða steinsteypt hús með 13 herbergjum, mikið endurnýjað og vel við haldið. Húsið er með rafmagni, heitu- og köldu vatni. Búið all góðum húsgögnum, fullkomnu eldhúsi, tveimur baðherbergjum og þvottahúsi. Hefur verið nýtt af sameigendum og gestum þeirra í gegnum tíðina eða frá 1988. Stór skemma með rafmagni, heitu- og köldu vatni er nærri íbúðarhúsinu. Skemmunni er vel við haldið og nýtist hún til geymslu stærri hluta og/eða gefur möguleika á að taka inn bíla. Fyrir framan húsin er stórt bílaplan fyrir fjölda bíla. Mikill jarðhiti fylgir jörðinni og hefur hver í hlaðvarpanum verið virkjaður og dælt úr honum vatni frá dæluhúsi sem reist var með tveimur dælum þ.e.a.s. önnur til vara. Heitu vatni er dælt frá hvernum að 15 lóðum sameigenda, íbúðarhúsi og skemmu. Lagnir endurbyggðar 2012. Vatn í þessum hver er sagt duga til upphitunar að minnsta kosti 45 sumarhúsa. Aðstaða til bakstur brauða er við hverinn. Hverinn er sagður náttúruundur og er frægur úr bókum og greinum vísindamanna. Vandað og barnhelt handrið var gert umhverfis hverinn. Þá er óvanalega vandaður vegur að hverri lóð sumarhúsanna og í hann lagðar lagnir sem flytja rafmagn, heitt- og kalt vatn. Kalt vatn er fengið úr landareigninni sjálfri úr tveimur lindum sem þar fundust. Tveir 8000 lítra tankar voru settir niður til forða- og þrýstijöfnunar. Einnig er fengið kalt vatn úr lind næstu jarðar sem skapar ákveðið öryggi. Frá 1988 hefur verið plantað skógarplöntum í landið í viðbót við skógarlund sem var fyrir. Nú er svo komið að trjáplöntur á ýmsu vaxtarstigi er að finna í 50-70 hekturum norðan þjóðvegar. Stór hluti þessara plantna eru orðnar að hávöxnum trjám sem veitir skjól og gleði. Þarna má finna í þessum verðandi stórskógi vel á annað hundrað tegunda trjáa og runna með vaxandi og fjölbreyttu fuglalífi. Laxveiðiréttindi í Reykjadalsá fylgja jörðinni, en hún rennur eins og áður segir á stórum kafla á landamerkjum jarðarinnar og er þar veiðstaðurinn Sturlu-Reykjastrengur. Veiðiréttur er á Arnarvatnsheiði, en Sturlu-Reykir I, ásamt öðrum býlum í Reykholtsdal er stærsti eigandi Arnarvatnsheiðar. Þá er hinn mikli hver „Vellir“ að hálfu í landi jarðarinnar. Eini goshverinn á vesturlandi, staðsettur út í miðri Reykjadalsá. Malarnáma með fíngerðri möl og sandi úr framburði Reykjadalsáar er niður á eyri við ána og endurnýjast árlega það magn sem úr henni er tekið. Góð berjalönd eru upp í landinu, sérstaklega bláber. Hagabeit fyrir tvo hesta fylgir hverri lóð. Gufuböð og 25 metra sundlaug og heitir pottar eru í túnfætinum á Kleppjárnsreykjum og austan við jörðina er golfvöllur á býlinu Nesi. Sölu- og veitingaskáli er á Kleppjárnsreykjum en þar er m.a. hægt að fá margs konar heimaræktað grænmeti. Bensínsjoppa er í Reykholti í u.þ.b. 3ja km. asktursfjarlægð frá Sturlureykjum. Um 25 mín. akstur er til Borgarness í matvörubúð og fleira. Deildartunguhver er í næsta nágrenni, þar er verið að byggja upp fjölbreytta aðstöðu til móttöku ferðamanna. Þá er í Reykholti hótel, kirkja, söfn og vaxandi menningarstaður með margskonar uppákomur og viðburði einkum á sumrin. Samkomuhúsið Logaland blasir við hinum megin í dalnum. Stutt í Víðgemil, Húsafell og inn á Langjökull. Margar og áhugaverðar gönguleiðir skammt undan til fjalla og heiðalanda.

Nú er borgað aðeins kr. 5.000.- pr. mánuð á lóð til sameiginlegra þarfa á svæðinu. Langt undir kostnaði í sambærilegum sumarhúsabyggðum annars staðar hér á landi og þó víðar væri leitað. Engar skuldir hjá sameigendafélaginu, heldur vaxandi sjóður. Rúmlega einnar klst. akstur frá Reykjavík á steyptum og malbikuðum vegi heim í hlað gegnum Hvalfjarðargöng. 25 mínútum lengri akstur frá Reykjavík um Hvalfjörð og Geldingardraga, sem er mjög falleg og skemmtileg leið. Áhugaverð eign tilbúin fyrir byggingu sumarhúss, þegar það hentar nýjum eiganda.

Tilvísunarnúmer 11-0932
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / fasteignir.is /mbl.is/fasteignir/ fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm. 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat0 kr.
  • Fasteignamat609.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð16. des. 2017
  • Flettingar3689
  • Skoðendur3392
  • 0 m²
  • 0 herbergi

Lánareiknir: 10.900.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 8.720.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 2.180.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Sturlureykir 1 lóð 5, 311 Borgarnes

Verð:10.900.000 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson

Eignin var skráð 16 desember 2017
Síðast breytt 16 júní 2020

Senda á vin eignina Sturlureykir 1 lóð 5, 311 Borgarnes

Verð:0 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
http://www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson

Eignin var skráð 16 desember 2017
Síðast breytt 16 júní 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store