Holt Eignamiðlun Strandgata 13, 600 Akureyri 4647800 - www.holtfasteign.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Daníel Guðmundsson

Laxagata 6, 600 Akureyri 54.900.000 kr.

171,8 m², einbýlishús, 7 herbergi

Holt eignarmiðlun S 464-7800 kynnir.
Laxagata 6 Akureyri miðbær
Hér er mikið endurnýjað virðulegt einbýlishús á tveimur hæðum og kjallara, við húsið er viðbygging skráð sem bílskúr innréttað sem stúdíóíbúð. Einnig er stór viðarpallur með heitum potti. Húsinu fylgir samþykki fyrir rúmlega 100 fermetra viðbyggingu. Fallegt hús að einstökum stað við miðbæ Akureyrar stutt í alla þjónustu .
Nánari lýsing
Forstofa á miðhæð sem er gengið upp steyptar tröppur, ljósar flísar eru á gólfi og fallegur upprunalegur steindur gluggi.
Stofa og borðstofa eru með ljósu nýlegu parketi , eldhús er opið inn af því með svörtum flísum á gólfi og milli innréttinga, ný innrétting spónlögð hvíttuð eik með nýjum tækjum, keramik helluborð og ofn.
Í kjallara er eitt hverbergi með parketi, þvottahús með flísum á gólfi. Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi og veggjum þar er baðkar og sturtuklefi, hvít innrétting og hreinlætistæki.
Í risi eru 2 rúmgóð herbergi og hol þar er nýlegt parket á gólfi.
"Bílskúr" er viðbættur á norðurhlið hússins hefur verið breytt í fallega stúdíóíbúð. Forstofan er með svörtum flísum á gólfi. Á baði eru einnig svartar flísar á gólfi, sturtu og vegghengdu klósetti.
Eldhús er með nýrri spónlagðri hvíttaðri eik innréttingu, keramik helluborði og ofn, stállitur háfur, á gólfum er nýlegt parket. Lítið mál er að breyta þessu rími og nota sem hluta af húsinu en góðar leigutekjur eru af þessari íbúð.
Þetta er spennandi eign á flottum stað í hjarta Akureyrar í götu sem er mjög lítil umferð og friðsælt umhverfi þá aðeins um 3 mínutna gangur á ráðhústorgið. Einstaklega vel viðhaldið hús sem vert er að skoða.
Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk Holt Eignamiðlunar á skrifstofu í síma 464-7800 eða með tölvupósti: daniel@holtfasteign.is.
Utan opnunartíma má ná í Daníel í síma 660-2951
Ef þú veist um einhvern sem þarf aðstoð við að selja eignina sína, gerðu tvennt. Segðu okkur frá þeim og þeim frá okkur !
Erum með mikið af fólki á skrá sem leitar eftir skiptum á bæði stærri og minni eign.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamat - 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Reikna lán
 • Brunabótamat48.780.000 kr.
 • Fasteignamat32.150.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð16. mar. 2018
 • Flettingar1499
 • Skoðendur1306
 • 171,8 m²
 • Byggt 1933
 • 7 herbergi
 • 5 svefnherbergi
 • Bílskúr


Senda fyrirspurn vegna Laxagata, 600 Akureyri

Verð:54.900.000 kr. Stærð: 171.8 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Holt Eignamiðlun

Sími: 4647800
daniel@holtfasteign.is
www.holtfasteign.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Daníel Guðmundsson

Eignin var skráð 16 mars 2018
Síðast breytt 10 apríl 2018

Senda á vin eignina Laxagata, 600 Akureyri

Verð:0 kr. Stærð: 171.8 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Holt Eignamiðlun

Sími: 4647800
daniel@holtfasteign.is
http://www.holtfasteign.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Daníel Guðmundsson

Eignin var skráð 16 mars 2018
Síðast breytt 10 apríl 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store