Fasteignamarkaðurinn Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík 5704500 - www.fastmark.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Jón Guðmundsson
Guðmundur Th Jónsson
Elín D. Guðmundsdóttir
Magnús Axelsson
Heimir Fannar Hallgrímsson

Skógarnes lögbýli , 311 Borgarnes Tilboð

198,6 m², lóð, 3 herbergi

Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir jörðina Skógarnes, Stafholtstungum, Borgarbyggð sem er 76,8 ha. að stærð. Jörðin sem er lögbýli er í um 100 km. fjarlægð frá Reykjavík og er aðkoma frá sameiginlegum vegi sem liggur í gegnum land Efra- Ness og Skógarness og niður að Neðra Nesi. Á jörðinni standa nýlegt íbúðarhús, gestahús og geymsluskúr. Veiðiréttur í Þverá fylgir eigninni.
Allt innbú fylgir utan persónulegra muna.


Íbúðarhúsið er að gólffleti 152,3 fermetrar auk 2,5 fermetra grillgeymslu og 1,7 fermetra áhaldageymslu, samtals 156,5 fermetrar og skiptist þannig:
Forstofa/aðalinngangur, gestasnyrting með glugga, svefngangur með miklum skápum, tveimur svefnherbergjum og baðherbergi með glugga, innréttingu og sturtuklefa. Stofur eru samliggjandi setu- og borðstofa, afar rúmgóðar og bjartar með mikilli lofthæð og fallegum hlöðnum arni úr líparíti. Hátt er til lofts í stofum og útgengi þaðan um vængjahurð á stóra timburverönd sem umlykur húsið á þrjá vegu. Stofur eru opnar í eldhús með ljósum viðarinnréttingum og vönduðum tækjum. Bakinngangur er í húsið um eldhús og þar er rafmagnshitakútur fyrir húsið auk tæknirýmis.
Húsið er timburhús á steyptum grunni og er innréttað á vandaðan og smekklegan hátt. Gólfefni eru úr gegnheillri eik sem og inni- og útihurðir. Húsið er allt klætt hið innra með sedrusviði í loft og veggi.
Gestahúsið er 42,1 fermetrar að gólffleti og skiptist í forstofu/gang, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með glugga, vaskskáp, sturtuklefa og þvottaaðstöðu. Gólfefni eru úr gegnheillri eik sem og inni- og útihurðir. Húsið er allt klætt hið innra með sedrusviði í loft og veggi.
Geymsluskúr 8,0 fermetrar að stærð stendur á landinu og er hann óupphitaður og óeinangraður.

Öll framangreind hús eru klædd hið ytra með sedrusviði og á þökum húsanna er asphalt borinn pappi. Gluggar eru úr gegnheillri eik. Byggingarár allra hinna metnu eigna er árið 2006.
Neysluvatn er tekið úr Þverá um borholu með dælu sem seljandi er að framkvæma. Hitadúnkur um 300 lítrar sem þjónar báðum húsum fyrir baðvatn.
Skv. deiliskipulagi um jörðina má reisa þrjár byggingar á jörðinni auk framangreindra bygginga og má hámarksstærð hverrar þeirra vera 250,0 fermetrar.
25,0 ha. jarðarinnar eru ræktuð tún, en annars er hún vaxin lágvöxnum gróðri og lyngi.

Allar nánari upplýsingar veitir Jón Guðmundsson lögg. fasteignasali í s. 570-4500 eða í netfanginu: jon@fastmark.is

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat0 kr.
 • Fasteignamat31.900.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð27. mar. 2018
 • Flettingar3388
 • Skoðendur3086
 • 198,6 m²
 • Byggt 2006
 • 3 herbergi
 • Sérinngangur
 • Verönd
 • Garður

Jón Guðmundsson Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

Fasteignamarkaðurinn
Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
fastmark@fastmark.is
570-4500
Senda fyrirspurn vegna Skógarnes lögbýli, 311 Borgarnes

Verð:Tilboð Stærð: 156.5 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamarkaðurinn

Sími: 5704500
fastmark@fastmark.is
www.fastmark.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Jón Guðmundsson
Guðmundur Th Jónsson
Elín D. Guðmundsdóttir
Magnús Axelsson
Heimir Fannar Hallgrímsson

Eignin var skráð 27 mars 2018
Síðast breytt 1 júní 2018

Senda á vin eignina Skógarnes lögbýli, 311 Borgarnes

Verð:Tilboð Stærð: 156.5 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamarkaðurinn

Sími: 5704500
fastmark@fastmark.is
http://www.fastmark.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Jón Guðmundsson
Guðmundur Th Jónsson
Elín D. Guðmundsdóttir
Magnús Axelsson
Heimir Fannar Hallgrímsson

Eignin var skráð 27 mars 2018
Síðast breytt 1 júní 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store