Domusnova fasteignasala Nýbýlavegur 8, 2. hæð, 200 Kópavogur 5271717 - domusnova.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason

Lækjarbakki 8, 356 Snæfellsbær 14.900.000 kr.

27 m², sumarhús, 1 herbergi

Domusnova kynnir huggulegt og vel staðsett sumarhús við Lækjarbakka 8 á Arnarstapa. 
Húsið stendur á fallegri grónni lóð með læk sem liðast eftir lóðinni.
Húsið er 27 fm og að auki er 10 fm svefnloft.


Bókaðu skoðun á: hrafnkell@domusnova.is

Nánari lýsing
Komið er inn í forstofuna með fatahengi, þar er einnig stiginn upp á svefnloftið og aðkoman að baðherberginu sem er með sturtu.
Inn af forstofunni er alrými með lítilli eldhúsinnréttingu, borðstofu og kamínu. Þar er rými fyrir sófa, sjónvarp og o.fl.
Inn af alrými er svo hjónaherbergið.
Svefnloftið er 10 fm og nokkuð rúmgott. 

Vel einangrað og vel byggt hús. 
Byggingarár er 1992. 
Bústaðurinn er kynntur með rafmagni.  En einnig er kamína sem hitar vel. 
Kalt neysluvatn er til staðar.  Heitt vatn er hitað með gasi.


Skv. skáningu er húsið 19 fm en það hefur verið stækkað
Lóðin er 2000 fm leigulóð.
 
Arnarstapi og nærumhverfi
Mikil náttúrufegurð er í grennd við Arnarstapa. Ströndin milli Stapa og Hellna var gerð að friðlandi 1979, en hún þykir sérkennileg og fögur á að líta. Vestur með henni er Gatklettur og þrjár gjár, Hundagjá, Miðgjá og Músagjá, sem sjávarföll hafa holað inn í bergið. Op eru í þaki þeirra nokkuð frá bjargbrún, hvar sjór gýs upp og brimsúlur þeytast hátt í loft upp og talið ólendandi í Arnarstapa þegar Músagjá gýs sjó. Vinsæl gönguleið á milli Arnarstapa og Hellna er að hluta gömul reiðgata á milli þessara staða.
Á Arnarstapa var áður fyrr kaupstaður og mikið útræði og lendingin var talin ein sú besta undir Jökli.
Arnarstapi er vinsæll ferðamannastaður, þar er tjaldsvæði, gistihús og veitingastaður. Þaðan er einnig boðið er upp á ferðir á Snæfellsjökul.
Ströndin milli Arnarstapa og Hellna er friðland síðan 1979. Gönguleiðin þar á milli er að hluta gömul reiðgata.
Steinlistaverkið Bárður Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara setur mikinn svip á svæðið..
Smábátahöfnin var endurbætt árið 2002 og er í dag eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þaðan koma menn af ýmsum stöðum á landinu og gera út dagróðrabáta yfir sumartímann.

Nánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmason löggiltur fasteignasali / s.690 8236 / hrafnkell@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Reikna lán
 • Brunabótamat6.710.000 kr.
 • Fasteignamat6.380.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð14. jún. 2018
 • Flettingar448
 • Skoðendur287
 • 27 m²
 • Byggt 1992
 • 1 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 1 svefnherbergi


Senda fyrirspurn vegna Lækjarbakki, 356 Snæfellsbær

Verð:14.900.000 kr. Stærð: 27 m² Tegund:Sumarhús Herbergi: 1
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domusnova fasteignasala

Sími: 5271717
eignir@domusnova.is
domusnova.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason

Eignin var skráð 14 júní 2018
Síðast breytt 14 júní 2018

Senda á vin eignina Lækjarbakki, 356 Snæfellsbær

Verð:0 kr. Stærð: 27 m² Tegund:Sumarhús Herbergi: 1
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domusnova fasteignasala

Sími: 5271717
eignir@domusnova.is
http://domusnova.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason

Eignin var skráð 14 júní 2018
Síðast breytt 14 júní 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha