Húsaskjól fasteignasala Hlíðasmára 2, 201 Kópavogi 5192600 - www.husaskjol.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ásdís Ósk Valsdóttir
Auðun Ólafsson
Guðbrandur Jónasson

Hafnarbraut 8, 620 Dalvík 34.500.000 kr.

214,8 m², einbýlishús, 6 herbergi

HÚSASKJÓL/GARÚN FASTEIGNASALA KYNNIR:

Einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr við Hafnarbraut 8 á Dalvík. Húsið er skráð 186,5 fm, bílskúrinn er skráður 28,3 fm. Heildarstærð eignarinner er skráð 214,8 fm.

Lýsing eignar:
Gengið er inn á efri hæð hússins. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi, panil á veggjum og fatahengi. Komið er inn á stigapall með teppi og þaðan er gengið upp á efri hæðina. Hol er parketlagt. Eldhús er með L-laga innréttingu, með efri og neðri skápum og eyju, borðkrók, dúkur á gólfi. Tvö búr (annað kalt), bæði með hillum og gluggum, möguleiki væri að stækka eldhúsið sem nemur búrunum. Flott útsýni er yfir sjóinn og fjöllin frá eldhúsi. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfum. Tvö svefnherbergi. Barnaherbergi með parketi á gólfi, hjónaherbergi er rúmgott með upprunalegum fataskápum og útgengt út á svalir. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, rúmgóður sturtuklefi, innrétting, upphengt salerni og handklæðaofn. Baðherbergið var endurnýjað árið 2014.
Neðri hæð: hol með plastparketi á gólfi, þrjú barnaherbergi með plastparketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi og upp hálfan vegg og upphengt salerni. Köld geymsla og önnur geymsla þar innaf. Innangengt er í rúmgóðan bílskúr á neðri hæðinni, með heitu og köldu vatni, rafmangi og bílskúrshurðaopnara. Forstofa er með flísalögðu gólfi. Þvottahús með máluðu gólfi, snúrum, vask, og glugga. Frá neðri hæð er gengið út í garð þar sem eru m.a. góðar útisnúrur.
Mjög stór lóð fylgir húsinu.

Staðsetning og nærumhverfi:
Dalvíkurbyggð er barnvænn bær þar sem ýmis þjónusta og afþreying er í boði fyrir börn. Byggðasafnið á Dalvík er staðsett í Hvoli við Karlsrauðatorg og er fræðandi og skemmtilegt safn. Einnig er bókasafn, Berg menningarhús, Leikfélag Dalvíkur og margt annað skemmtilegt sem er hægt að gera. Einn grunnskóli er á Dalvík en 2 í Dalvíkurbyggð. Á Dalvík eru leikskólinn Krílakot . Framhaldsskólar í Eyjafirði: Menntaskólinn á Tröllaskaga , Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri , Myndlistaskólinn á Akureyri.

Nemendur sem búa í Dalvíkurbyggð en stunda nám á Akureyri eða í Fjallabyggð geta nýtt sér áætlunarferðir Hópbifreiða Akureyrar, en þeir sjá um allar áætlunarferðir milli Akureyrar - Dalvíkur - Fjallabyggðar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu þeirra www.hba.is. Ævar og Bóas ehf. sjá um keyrslu í Menntaskólann á Tröllaskaga frá Dalvík. Á Dalvík er haldin árlega fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkurbyggð. Skíðasvæði Dalvíkur er í Böggvisstaðafjalli. Á svæðinu eru tvær lyftur, neðri lyftan er 700 metra löng. Beint í framhaldi af henni er lyfta og er hún 500 metra löng, samtals 1.200 metra langar og fallhæðin er 322 metrar. Boðið er upp á skíðaæfingar á svæðinu. Einnig er ýmis ferðaþjónusta í boði í Dalvík og ýmsar afþreyingar s.s. sund, byggðasafn, hestaferðir, gönguferðir, golf, þyrluskíðun, hvalaskoðun og fl. þá verða ýmsir viðburðir í gangi í allt sumar og ættu allir að geta fundið afþreyingu og skemmtun við sitt hæfi.


Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma: 863-0402


Húsaskjól/Garún advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól/Garún fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði


Húsaskjól/Garún fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat og skoðaðu kaupendaskrána okkar.
Ertu í eignaleit? Skráðu þig á kaupendalistann okkar.


Kíktu á Húsaskjól á facebook.
Kíktu á heimasíðu Húsaskjóls.

Reikna lán
 • Brunabótamat50.150.000 kr.
 • Fasteignamat25.350.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 6. júl. 2018
 • Flettingar312
 • Skoðendur281
 • 214,8 m²
 • Byggt 1959
 • 6 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 5 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Svalir
 • Garður
 • Þvottahús
Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala


Senda fyrirspurn vegna Hafnarbraut, 620 Dalvík

Verð:34.500.000 kr. Stærð: 214.8 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 6
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Húsaskjól fasteignasala

Sími: 5192600
allir@husaskjol.is
www.husaskjol.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ásdís Ósk Valsdóttir
Auðun Ólafsson
Guðbrandur Jónasson

Eignin var skráð 6 júlí 2018
Síðast breytt 6 júlí 2018

Senda á vin eignina Hafnarbraut, 620 Dalvík

Verð:0 kr. Stærð: 214.8 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 6
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Húsaskjól fasteignasala

Sími: 5192600
allir@husaskjol.is
http://www.husaskjol.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ásdís Ósk Valsdóttir
Auðun Ólafsson
Guðbrandur Jónasson

Eignin var skráð 6 júlí 2018
Síðast breytt 6 júlí 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha