Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík 5889090 - www.eignamidlun.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Kristinsson
Guðmundur Sigurjónsson
Kjartan Hallgeirsson
Þórarinn M. Friðgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason

Skildinganes 44, 101 Reykjavík Tilboð

456,7 m², einbýlishús, 7 herbergi

Eignamiðlun kynnir: 

Stórglæsilegt 457 fm einbýlishús á tveimur hæðum á sjávarlóð við Skildinganes 44 í Skerjafirði. Einstak útsýni er úr húsinu m.a. sjávar- og fjallasýn. Húsið sem var byggt árið 2009 er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. Innanhússarkitekt er Guðbjörg Magnúsdóttir. Allar innréttingar í húsinu eru vandaðar og sérsmíðaðar af Hegg smíðaverkstæði. Mjög mikil lofthæð er á efri hæð hússins eða allt að 3,3 m. Tveir arnar, annars vegar milli stofu og borðstofu og hins vegar í eldhúsi. Stórar svalir eru útaf stofu meðfram húsinu og hægt að ganga niður í garð frá þeim. Húsið skiptist m.a. í mjög stóra stofu, borðstofu, eldhús með sjónvarpskrók, fjögur herbergi, fjölskylduherbergi með skrifstofu innaf, tvö baðherbergi, snyrtingu, fataherbergi, þvottahús, geymslur og forstofu. Íbúðarrými er skráð 408,9 fm en auk þess er 47,8 fm tvöfaldur bílskúr með mikilli lofthæð. Mjög fallegur gróinn garður. Hellulögð verönd með heitum potti og útisturtu. Einnig er viðarpallur útaf hjónaherbergi. Húsið stendur á 825 fm eignarlóð.

Nánari lýsing:
Efri hæð: Komið er inn í flísalagt anddyri með miklu skáparými. Innaf anddyri er fataherbergi fyrir útiföt en þaðan er innangengt í bílskúrinn sem er tvöfaldur. Mikið skáparými er í bílskúr. Innaf anddyri er einnig snyrting. Úr anddyri er komið inní hol en þaðan er gengið í stofu, borðstofu og eldhús. Litlar svalir til austurs eru útaf holi. Stofan er mjög rúmgóð og með stórum gluggum. Lofthæð er allt að 3,3 m. Sérsmíðaður sjónvarpsskápur og sérsmíðaðar bókahillur. Borðstofan er við hlið stofu. Arinn er á milli stofu og borðstofu. Eldhúsið er við hlið borðstofu. Vönduð sérsmíðuð innrétting er í eldhúsi. Borðsplata er úr svörtu graníti. Tveir ofnar og gufuofn. Stórt innfellt Gaggenau gashelluborð. Þrefaldur innbyggður ísskápur og auk þess er kælir í tveimur skúffum. Vínskápur. Tvær innbyggðar uppþvottavélar og kaffivél. Borðkrókur í eldhúsi er með einstöku útsýni. Í eldhúsi er einnig sjónvarpskrókur. Arinn er í eldhúsi. Mjög stórar yfirbyggðar svalir eru útaf eldhúsi og stofu sem ná meðfram suðurhlið hússins. Frá svölum eru tröppur niður í garðinn. Einstakt útsýni er frá stofu, borðstofu og eldhúsi til suðurs m.a. að Reykjanesfjallgarðinum, Keili, Bessastöðum og út Skerjafjörðinn.
Neðri hæð: Stigi milli hæða er steypur og parketlagður. Handrið er úr gleri. Frá gangi er gengið í stórt fjölskylduherbergi sem er hægt er að loka af með rennihurð. Þar innaf er skrifstofa og einnig vínkjallari með sérsmíðaðri innréttingu. Úr fjölskylduherberginu er hægt að ganga út í garð. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu. Innaf hjónaherbergi er sér baðherbergi með stórri sturtu og fataherbergi. Úr hjónaherbergi er gengið út í garð á timburverönd. Á neðri hæð eru tvö baðherbergi annað þeirra með sturtu og baðkari og hitt með sturtu (annað þeirra er innaf hjónaherbergi). Þvottahúsið er rúmgott og pláss fyrir tvær þvottavélar og þurkara. Bakinnangur er úr þvottahúsi. Á neðri hæðinni er einnig gott geymslurými og lagnarými. 
Tvær útigeymslur tilheyra. Annars vegar garðgeymsla og hins vegar rusla- og hjólageymsla. Sorplúgur eru í bílskúr.

Gólfefni: Parket úr tekki er á gólfum og náttúrusteinn, dökkt basalt. Hiti er í gólfi.
Innréttingar: Innréttingar í húsinu eru sérsmíðar úr ibenholt, tekki og sprautulakkaðar.
Falleg gróin lóð. Hellulögð verönd og heitur pottur. Einnig timburverönd. Meðfram lóðinni til austurs og vesturs er hleðsla úr íslensku grágrýti. Hiti er í bílaplani og meðfram húsinu og í stétt við pottinn.

Nánari upplýsingar veita:
Magnea S. Sverrisdóttir löggiltur fasteignasali, magnea@eignamidlun.is   s. 861 8511
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali, sverrir@eignamidlun.is   s. 861 8514.
 

Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Reikna lán
 • Brunabótamat173.700.000 kr.
 • Fasteignamat240.300.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 6. júl. 2018
 • Flettingar4899
 • Skoðendur4036
 • 456,7 m²
 • Byggt 2009
 • 7 herbergi
 • 3 baðherbergi
 • 4 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Skildinganes, 101 Reykjavík

Verð:Tilboð Stærð: 408.9 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Eignamiðlun

Sími: 5889090
eignamidlun@eignamidlun.is
www.eignamidlun.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sverrir Kristinsson
Guðmundur Sigurjónsson
Kjartan Hallgeirsson
Þórarinn M. Friðgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason

Eignin var skráð 6 júlí 2018
Síðast breytt 13 júlí 2018

Senda á vin eignina Skildinganes, 101 Reykjavík

Verð:Tilboð Stærð: 408.9 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Eignamiðlun

Sími: 5889090
eignamidlun@eignamidlun.is
http://www.eignamidlun.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sverrir Kristinsson
Guðmundur Sigurjónsson
Kjartan Hallgeirsson
Þórarinn M. Friðgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason

Eignin var skráð 6 júlí 2018
Síðast breytt 13 júlí 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha