Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur 5503000 - www.fasteignamidstodin.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Dalur og Dalur II , 311 Borgarnes Tilboð

0 m², lóð, 0 herbergi

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími: 550 3000 er með til sölu 100% eignarhluta í einkahlutafélaginu Dufgusdalur ehf sem á meðal annars jarðirnar Dal og Dal II í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi.
Um er að ræða jarðirnar Dal landnúmer 136126 og Dal II landnúmer 136130. Nýbýlið var stofnað að Dal II árið 1952. Jarðirnar eru í vestanverðum Eyja- og Miklaholtshreppi, norður af Vegamótum. Vatnaleiðarvegur liggur um landið þ.e. eftir því endilöngu, norður yfir fjallgarðinn á Snæfellsnesi. Landamerki til norðurs eru í holtunum inn af Seljafelli. Til austurs ná landamerki í Kerlingarskarð að sæluhúsi, sem stendur við merkjavörðu og þaðan niður eftir Hjarðarfellsdal og fylgja þau Köldukvísl austan Seljafells niður undir láglendi þar sem þau liggja andspænis landamerkjum Hjarðarfells, niður undir þjóðveg. Landamerki liggja langleiðina að Ólafsvíkuvegi í suðri, austan við Holt. Dalur nýtur töluverðra veiðihlunninda úr Straumfjarðará. Um er að ræða eina landstærstu jörð á Snæfellsnesi talin vera um 2.375 hektarar með skýrum og ágreiningslausum landamerkjum. Gróið land er talið vera um 1.970 hektarar og ræktað land er um 28,5 hektarar.
Helstu mannvirki jarðanna eru eftirfarandi:
Íbúðarhús byggingarár 1956, og er 177,8m2. Íbúðarhúsið er með fjórum - fimm svefnherbergjum auk stofu og tveggja smærri herbergja. Tvö baðherbergi m/ sturtu. Annað nýlega uppgert. Undir íbúðarhúsinu er stór vel manngengur kjallari með þvottahúsi og geymslum.
Hitaveita er lögð heim að vegg íbúðarhússins auk þess sem þar er ný vatnsveita, ljósleiðaratenging og allt frárennsli er nýtt og nýlegt. Geymsla byggingarár 1952 og er 105m2. Hlaða byggingarár 1952 og er 39m2. Hlaða byggingarár 1966 og er 90m2. Votheysgryfja byggingarár 1964 og er 26m2. Geymsla byggingarár 1965 og er 29,5m2. Fjárhús byggingarár 1966 og er 119,7m2. Allur húsakostur er barn síns tíma.
Hér er um að ræða landmikla jörð á góðum stað, með margvíslega möguleika m.a. vegna legu hennar í þjóðleið milli landshluta, en þjóðvegurinn yfir Snæfellsnes liggur í gegn um landið , sem um ræðir og þjónustumiðstöðin að Vegamótum er í næsta nágrenni. Á Dalsjörðinni er víðsýni mikið til fjalla. Þar er fjöldi fallegra fossa m.a í Köldukvísl og í Straumfjarðará. Má þar nefna Rjúkanda sem er einn vatnsmesti fossinn á Snæfellsnesi. Silungsveiði er í Baulárvallavatni.
Nokkrir að gjöfulustu veiðistöðum straumfjarðarár eru í landi Dals.
Dufgusdalur ehf á einnig 50% eignarhluta í Múlavirkjun. Félagið sem á Múlavirkjun á einnig jörðina Elliða í Eyja- og Miklaholtshreppi.

Tilvísunarnúmer 10-1573 / 30-2474

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / fasteignir.is/mbl.is/fasteignir/ fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm. 892: 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir hdl og lögg. fasteignasali gsm: 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is

Reikna lán
  • Brunabótamat0 kr.
  • Fasteignamat0 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð21. júl. 2018
  • Flettingar3287
  • Skoðendur2949
  • 0 m²
  • 0 herbergi


Senda fyrirspurn vegna Dalur og Dalur II, 311 Borgarnes

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Eignin var skráð 21 júlí 2018
Síðast breytt 5 febrúar 2019

Senda á vin eignina Dalur og Dalur II, 311 Borgarnes

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
http://www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Eignin var skráð 21 júlí 2018
Síðast breytt 5 febrúar 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store