Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur 5503000 - www.fasteignamidstodin.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Selholt Mosfellsbæ , 271 Mosfellsbær Tilboð

710,3 m², lóð, 5 herbergi

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími: 550 3000 er með í sölu jörðina Selholt í grennd við Mosfellsbæ ásamt tilheyrandi eignar- og leigulóðarréttindum landnúmer 123760, 123761, alls 28.907 fermetrar skv. FMR.

Um er að ræða lögbýlið Selholt sem er á Mosfellsheiði, um það bil 25 mínútna akstur frá Reykjavík, 2.8 ha. eignarland ásamt heitu vatnshola sem gefur 80-83˚C heitu vatni. Íbúðarhúsið er 113,3m2, sem er fallegt timburhús frá árinu 1948, en einnig rúmgóð útihús sem eru samkvæmt fasteignamati skráð sem fjárhús (443,4m2) og hlaða (153,6m2) frá árinu 1960.

Íbúðarhúsið er á tveimur hæðum þ.e. hæð og ris. Neðri hæðin skiptist í stórt anddyri (bíslag) með þvottahúsaðstöðu og háalofti. Þaðan er innangengt í nýlegt eldhús og borðstofu með stórum björtum gluggum. Á neðri hæðinni eru einnig tvö herbergi, baðherbergi og gangur. Frá ganginum er aðalinngangurinn, sem snýr í suður. Risið skiptist í stofu og eitt rúmgott herbergi. Gólfefnið á neðri hæð er plastparket nema forstofu og baðherbergi þar sem er flísalagt. Í risinu eru gólfborð á gólfum.
Gróinn og skjólgóður garður er við húsið, með yfirbyggðum heitum potti, svo og barnahús. Þaðan er stórfenglegt og víðáttumikið útsýni yfir m.a. Grímansfellið, Mosfellsbæinn og hafið í austri, auk Móskarðshnjúka í norðri.
Fjárhúsin eru einangruð, upphituð með hitaveitu og með tvöföldu gleri. Gólfið er steypt og með stórri innkeyrsluhurð að hæð 3,30m, sem gerir húsið mjög aðgengilegt. Rýmið er einn geymir nema í einu horninu hafa verið stúkuð af tvö herbergi. Hlaðan er með ófrágengnu gólfi, steyptum veggjum, sem eru einangraðir með steinull og að fullu klæddir með bárujárni að utan. Útihúsin eru nýtt í dag sem vagnageymslur í fullum rekstri. Selholti fylgja heitavatnsréttindi en eigandi Selholts, ásamt nágrannabæ, hafa borað eftir heitu vatni. Ef holan er fullnýtt að sögn eiganda gefur hún u.þ.b. 10 sek/lítra, en í dag er verið að nota 1,5 sek/lítra af 80-83˚C heitu vatni. Skógrækt er á landinu en landið býður upp á talsverða ræktun til viðbótar. Eignarland er u.þ.b. 2,8 hektarar, þar af u.þ.b. 2,4 hektara lögbýli og 4400m2 íbúðarhúsalóð, auk þess sem 37 hektara leiguland í eigu Mosfellsbæjar, fylgir jörð Selholts, og er hluti af Leirvogstjörn á því. Staðsetninginn er frábær, við Þingvallaveg, og býður upp á tækifærum fyrir t.d. ýmissa verktakastarfsemi, hestamennska og ferðaþjónustu svo fátt sé nefnt. Í næsta nágrenni eru stórbrotin náttúra eins og Leirvogsá, sem er laxveiðiá, Tröllafoss og Helgufoss.
Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja eiga sveitasetur við höfuðborgarsvæðið. Stutt er frá höfuðborgarsvæðinu eða um í kyrrð og sveitarsælu.
Selholt
Farm with a geothermal borehole and a salmon river nearby for sale

Selholt is a farm in Mosfellsbær, about 25 minutes by car from Reykjavik.
For sale is the land, 2.8907 hectares (7.14 acres) together with an adjacent parcel of 37 hectares (91 acres) that is on a long term lease from the Mosfellsbær community until 2035.

The buildings on the land are: a two-story stucco residence, 113 m2, built in 1948, a sheep barn of 443 m2, and another barn of 154 m2 built in 1960.

The lower floor of the residence consists of a large foyer with laundry facilities and an attic, a recently remodelled kitchen and a dining area with large bright windows, a bathroom and a hall. The upper floor consists of 2 large living / bedrooms. Flooring is a combination of tiles in the foyer and the bathroom, the rest of the lower floor has laminated parquet; the upper level has floorboards. The residential house is surrounded by a sheltered garden with a built-over hot tub and a small cabin, with a magnificent view.
The sheep barn is used as a warehouse, heated and double glazed with a large sectional door, 3.3 m height. It has two small rooms in one corner, is insulated and has a concrete floor. This makes it an accessible and a practical facility. It is currently in full operation as a winter storage for campers and caravans.
The smaller barn has insulated concrete walls but unfinished flooring and is clad completely in corrugated iron.
Included with the property is the joint ownership with the neighbouring farm of the use of a central heating system and geothermal borehole for the houses, situated on the sales land.
Forestry has been done on the land and offers considerable expansion. The property, about 2.8 hectares, farmsteads about 2.4 hectares and residential house plot 0.44 hectares.
Trout has been caught in a lake on the leased land known as Leirvogstjörn.

The location is excellent at Þingvallavegur, part of the known Golden Circle. It offers opportunities for various activities, such as new building construction, horse riding and tourism, to mention a few.
In close vicinity of the property are the Leirvogsá river and the magical waterfalls Tröllafoss and Helgufoss.

Tilvísunarnúmer 10-1132

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / fasteignir.is/mbl.is/fasteignir/ fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm: 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir hdl og lögg. fasteignasali gsm: 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is

Reikna lán
  • Brunabótamat95.904.000 kr.
  • Fasteignamat55.690.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð 3. ágú. 2018
  • Flettingar3258
  • Skoðendur2857
  • 710,3 m²
  • 5 herbergi
  • 4 svefnherbergi


Senda fyrirspurn vegna Selholt Mosfellsbæ, 271 Mosfellsbær

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Eignin var skráð 3 ágúst 2018
Síðast breytt 7 desember 2018

Senda á vin eignina Selholt Mosfellsbæ, 271 Mosfellsbær

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
http://www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Eignin var skráð 3 ágúst 2018
Síðast breytt 7 desember 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store