






















Villa Martin-í eigu íslendings , 999 Finnst ekki/erlendis 35.600.000 kr.
200 m², einbýlishús, 7 herbergi
SÓLAREIGNIR sími 560 5500 / 898 1233 / thorbjorn@alltfasteignir.is kynnir í einkasölu nýtt, glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum sem telur 200m2. Byggt 2017. Nánar hjá Unni á unnur@alltfasteignir.is
Eignin:
* Airbnb leyfi fylgir, góð útleiga
* Vel staðsett m.t.t gólfvalla, verslunar, strandarinnar og allrar helstu þjónustu
* Öll húsgögn fylgja
* Svefnpláss fyrir 11 manns
* 5 svefnherbergi
* 2 stofur
* 4 baðherbergi
* 2 eldhús
* Þaksvalir (solarium) og hliðarsvalir,
* Einkagarður með einkasundlaug og einka bílastæði. Einnig er aðgangur að almenningssundlaug.
Villan er vönduð með innbyggðri loftkælingu og loftkyndingu á öllum hæðum og hentar því vel sem heilsárshús til búsetu eða til útleigu. Staðsetning hússins er mjög góð í hinu vinsæla Villa Martin hverfi, þrír háklassa gólfvellir eru í kring og sá fjórði í byggingu, nokkrar mínútur frá La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni og ströndinni. Eignin er byggð 2017 og getur vandað innbú fylgt með í kaupunum.
Frekari upplýsingar um eignina veitir Unnur í síma 8682555 eða á unnur@alltfasteignir.is og Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali á thorbjorn@alltfasteignir.is. Boðið er upp á mikla þjónustu við kaupendur þeim að kostnaðarlausu kaupi þeir fasteign á Spáni í gegnum Allt fasteignir.
Nánar um eignina:
Hlið er að einkastæði. Frá stæði eru inngangar tveir, annarsvegar beint inn í eldhúsið og hins vegar inn í stofuna. Gólfsíðir gluggar eru í stofu sem er samliggjandi eldhúsi. Á sömu hæð er gott svefnherbergi með góðum fataskáp og salerni með sturtu, fallegar modern flísar á veggjum og gólfi, hvít innrétting.
Frá stofu er gengið upp stiga, á efri hæð þar eru tvö rúmgóð svefnherbergi bæði með tvíbreiðum heilsurúmum, á hæðinni eru einnig tvö baðherbergi með sturtum, fallegum flísum og vönduðum tækjum og innréttingum. Úr öðru svefnherberginu er útgengt útá svalir með útsýni yfir einkalaug. Frá svölum er gengið upp á þaksvalir, þar er sólskyggni, gervigras og flísalagt. Vönduð útihúsgögn.
Frá stofu er einnig gengið niður stiga, þar er komið niður í stofu með eldhúskróki, tveimur svefnherbergjum og baðherbergi. Í svefnherbergjum eru fimm einbreið rúm með heilsudínum. Stofa með vönduðum sófa og sjónvarpi.
Húsið rúmar vel 11 manns í rúmum og hentar því vel fyrir stórar fjölskyldur sem og til útleigu fyrir gólfhópa, Airbnb leyfi fylgir eigninni.
Ásett verð er 260.000 evrur miðað við gengi í desember 2018.
Kostnaður við kaup?
Kaupandi fasteignar þarf að greiða virðisaukaskatt af uppgefnu kaupverði til Spænska ríksins við undirritun afsals. Almennt getur kostnaður kaupanda við kaupin hlaupið í kringum 13% -16% í heildarkostnað sem reiknast af kaupverði eignarinnar og greiðist við afsal. Kostnaðurinn við kaupin sundurliðast nokkurn veginn á eftirfarandi hátt:
Virðisaukaskattur: Er 10% af uppgefnu verði.
Notrariokostnaður: Er fastur skjala- og umsýslukostnaður sem er mismunadi eftir verði eigna en getur verið í kringum 0,5% af uppgefnu verði.
Þinglýsingargjald v/kaupsamn: 1,5% af uppgefnu kaupverði.
Þinglýsingargjald v/láns: 1,5 % af lánsfjárhæð ef lán er tekið.
Lántökugjald v/láns: 1.0% af lánsfjárhæð ef lán er tekið.
Bankamat: 150-400 evrur allt eftir stærð eignar – ef lán er tekið.
Orkusamningar: 200 – 500 evrur vegna stofnunar á vatns- og rafmagnssamningum vegna kaupa á nýbyggingu.
NIE – númer: Um 100-150 evrur vegna stofnunar NIE númers (kennitölu).
Eignin er í eigu aðstandanda aðstoðarmanns fastegnasala
svæði: Spánn

- Brunabótamat0 kr.
- Fasteignamat0 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð14. sep. 2018
- Flettingar631
- Skoðendur582
- 200 m²
- Byggt 2017
- 7 herbergi
- 4 baðherbergi
- 5 svefnherbergi
- Útsýni




















