EIGNAMARKAÐURINN Ármúla 4 - 6, 108 Reykjavík 5198484 - www.eignamarkadur.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Böðvar Reynisson

Súlunes m AUKAÍBÚÐ 4, 210 Garðabær 109.900.000 kr.

307,3 m², einbýlishús, 7 herbergi

EIGNAMARKAÐURINN s: 5 19 84 84 KYNNIR EFTIRFARANDI EIGN

 

Stórt og gott einbýlishús á pöllum með aukaíbúð í útleigu, mögnuðu útsýni og stórri skjólsælli lóð í góðri rækt. Húsið er skráð 307m² svk. þjóðskrá, en að auki eru óskráðir ca 60m² +  ca 18m² gryfja, sjá sundurliðun hér að neðan. Húsið er byggt árið 1984 og er að miklum hluta upprunalegt að innan en er vel viðhaldið að sögn eiganda. Húsið stendur á ca 1430m² lóð skv. þjóðskrá. Lóðin er í góðri rækt og á lóðinni stendur gróðurhús sem fylgir eigninni. Skipt hefur verið um rúður að stærstum hluta í húsinu.

Jarðhæð NA

Forstofuskáli:
Gengið er inn í forstofuskála með steinflísum og gler fronti á jarðhæð NA austan megin. Sérinngangar eru frá forstofuskálanum inn í aðalíbúð, aukaíbúð og bílskúr.

Aðalíbúð:
Forstofuhol:
Frá forstofuskálanum er gengið inn í forstofuhol/stigahol með marmara á gólfi, geymsla á hægri hönd og viðartröppur upp á pall. 
Geymslan inn af forstofuholi er búin öllum lögnum sem til þarf til að gera þar gestasalerni með baðaðstöðu. 

Pallur 1 (jarðhæð SV).
baðherbergi, þvottahús, hol/stofa, óskráður ca 25m² sólskáli og gengt út á verönd og garð. 

Gengið er upp viðartröppur frá forstofuholi. 
Opið rými:
Þegar komið er upp á hæðina tekur við opið rými með marmara á gólfi, sem getur nýst sem stofa, borstofa, sjónvarpshol ofl. Auðvelt er að gera auka svefnherbergi úr hluta rýmisins. 
Svefnherbergi
með parketi á gólfi, laus skápur, gluggar í tvær áttir út í garð. 
Baðherbergi með marmara á gólfi, baðkar, viðarinnréttingu með handlaug og viðarskáp. 
Þvottahús með hvítum flísum, t.f. þvottavél og möguleika á barkaþurrkara. Hvít innrétting með handlaug, gluggar í tvær áttir. 
Sólskáli: Gengt er úr opna rýminu út í ca 25m² sólskála (óskráður) með heitum potti. Steinflísar og hiti í gólfi, flísar upp veggi að hluta. Panill og plast rúður í lofti. Gengt er út á hellulagða, afgirta verönd beggja megin skálans og þaðan út í garð. 

Pallur 2. 
Stofa, eldhús, gangur/sjónvarpshol, hjónaherbergi, baðherbergi, fataherbergi. 

Eldhús:
Þegar komið er upp á hæðina er eldhús beint af augum með borðkróki og inn af eldhúsi er búr. Parket er á gólfi, upprunaleg innrétting með helluborði og innbyggðum ofni og t.f. uppþvottavél. Hátt er til lofts í eldhúsi og í stigaholi/sjónvarpskrók við tröppur. 
Búr: Inn af eldhúsi er búr með hillum, pláss er fyrir frystikistu m.v. núverandi fyrirkomulag. Parket á gólfi.
Stofan er rúmgóð og samliggjandi sjónvarpsholi við tröppur. Góðir gluggar í NA og NV með fallegu útsýni yfir borgina, fjöll og haf. Birtuop í lofti sunnan megin í stofunni, sem hleypir dagsbirtu þeim megin inn í stofuna. Parket á gólfi
Hjónaherbergi með parketi á gólfi, gluggar í norður og austur, gengt inn í sér baðherbergi. 
Baðherbergi með inn af hjónaherbergi, með hvítum flísum á gólfi, sturtuklefa, ljós dröppuðum flísum á veggjum, birtuop í lofti (suður), opnanlegur gluggi, ágæt hvít innrétting með handlaug. 
Fataherbergi er við hlið hjónaherbergisins. 

Pallur 3. 
Rúmgott herbergi. 


Rúmgott herbergi sem nýtt er sem skrifstofa í dag, gluggar í þrjár áttir. Gott útsýni. Parket á gólfi, viðarpanill undir gluggum og í lofti. Hlaðinn bakveggur með steinflísum. 

Tvöfaldur bílskúr ásamt ca 34m² óskráðri geymslu inn af skúr. Skúrinn er með góðri lofthæð, steingólfi með niðurföllum við innkeyrsludyr og þriggja fasa rafmagni. Tvennar innkeyrsludyr eru á skúrnum og gryfja öðru megin. 1,67m lofthæð er í gryfjunni og er hún ca 6m x 3m að flatarmáli.
U.þ.b. 34m² geymslurými er til hliðar við skúrinn með ca 2,14m lofthæð.

AUKAÍBÚÐ
2ja herb. íbúð með stofu, svefnherb, eldhúsi, baðherbergi og forstofuholi m. þvottaðstöðu. 

Forstofa með þvottaaðstöðu, flísar á gólfi.
Baðherbergi er á vinstri hönd þegar gengið er inn í íbúð, ca 2-2,5m² óskráð.
Eldhús er á hægri hönd þegar gengið er inn í íbúðina. Smá gangur er á milli forstofu og eldhúss, með ágætum skáp. og er eldhúsið samliggjandi stofunni. Dúkur á gólfi, hvít innrétting með gólfstandandi eldavél í innréttingu. 
Stofan er samliggjandi eldhúsi, með glugga út í garð. Dúkur á gólfi. 
Svefnherbergi er inn af stofunni. Dúkur á gólfi og ágætt skápapláss. 

Auk bílastæða fyrir framan bílskúr, er góð innkeyrsa með NA hlið hússins (inngangshlið) þar sem hægt er að leggja bílum. Hiti er í plani. 
Skúr og skýli á lóð fylgja ekki, nema með frekara samkomulagi. 

Bókaðu skoðun hjá Böðvari Reynissyni löggiltum fasteignasala í síma 766-8484 eða bodvar@eignamarkadurinn.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum
   (sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. er 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald er breytilegt milli lánastofnanna. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 62.000.- m. vsk.

ERT ÞÚ Í SÖLU- EÐA ÚTLEIGUHUGLEIGÐINGUM? 
HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU FRÍTT VERÐMAT OG RÁÐGJÖF

Eignamarkaðurinn
Ármúli 4, 108 Reykjavík 
Sími: 5 19 84 84
Böðvar Reynisson, framkvæmdastjóri & löggiltur fasteignasali
Jóhann K. Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali & leigumiðlari
www.eignamarkadurinn.is 
eignamarkadurinn@eignamarkadurinn.is

VIÐ HUGSUM ÖÐRUVÍSI & FRAMKVÆMUM 

Reikna lán
 • Brunabótamat82.250.000 kr.
 • Fasteignamat94.100.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð29. okt. 2018
 • Flettingar1209
 • Skoðendur1105
 • 307,3 m²
 • Byggt 1984
 • 7 herbergi
 • 3 baðherbergi
 • 5 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Útsýni
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Súlunes m AUKAÍBÚÐ, 210 Garðabær

Verð:109.900.000 kr. Stærð: 307.3 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

EIGNAMARKAÐURINN

Sími: 5198484
eignamarkadurinn@eignamarkadurinn.is
www.eignamarkadur.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Böðvar Reynisson

Eignin var skráð 29 október 2018
Síðast breytt 12 nóvember 2018

Senda á vin eignina Súlunes m AUKAÍBÚÐ, 210 Garðabær

Verð:0 kr. Stærð: 307.3 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

EIGNAMARKAÐURINN

Sími: 5198484
eignamarkadurinn@eignamarkadurinn.is
http://www.eignamarkadur.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Böðvar Reynisson

Eignin var skráð 29 október 2018
Síðast breytt 12 nóvember 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store