Kaupstaður fasteignasala Ármúla 42, 108 Reykjavík 5460600 -
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Einar G. Harðarsson

Logafold 166, 112 Reykjavík 74.900.000 kr.

226,2 m², parhús, 5 herbergi

Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu efri hæð ásamt tvöföldum bílskúr í góðu tvíbýlishúsi að Logafoldi 166 í Grafarvogi:

Falleg og björt fimm herbergja efri hæð ásamt stórum tvöföldum bílskúr, garði, viðarverönd og heitum potti í tvíbýlishúsi. Heildarfermetrafjöldi samkvæmt nýjum reyndum teikningum er 226.2 m2, þar af bílskúr 66,3 m2.  Uppfærð eignaskiptayfirlýsing er í samþykktarferli hjá byggingarfulltrúa ásamt teikningum. Eignarhluti í húsinu er 73,8% á móti 26,2% eiganda eignar á neðri hæð. Fjölskylduvænt hverfi og öll þjónusta í göngufjarlægð. 

Nánari lýsing: 
Gengið er upp tröppur, sérinngangur. Komið er inn í forstofu með góðum fataskáp fyrir yfirhafnir. Við forstofu er svefnherbergi #1 með tveimur gluggum og gestasnyrting með salerni og handlaug ásamt glugga. Í framhaldi af forstofu er stórt hol sem í dag er nýtt sem sjónvarpshol. Það rými tengir saman annarsvegar svefnherbergjaálmu með tveimur svefnherbergjunum og baðherbergi og hins vegar stofur og eldhús. Rúmgott svefnherbergi #2 er með stórum glugga og innaf því fataherbergi með hvítum hillum á tveimur veggjum, fatahengi og glugga.  Svefnherbergi #3 er rúmgott með glugga. Baðherbergið er með flísalögðum veggjum og gólfi, góðri innréttingu og spegli kringum vask, baðkari og sturtuklefa. Tveir gluggar. Stofurnar eru tvær og mynda eitt heildarrými. Þær eru mjög bjartar með glugga í þrjár áttir. Þaðan er útgengt á stórar L- laga suður- og austursvalir.  Útgangur er einnig úr stofu út á á viðarverönd með heitum potti og gróinn skjólsælan garð. Eignin hefur sérafnot af garðinum ofan við húsið, en samkomulag er um skiptingu lóðar og sérafnot.  Eldhúsið er mög stórt og rúmgott, með hvítri innréttingu og borðkrók. Inn af eldhúsi er þvottaherbergi með geymslurými. Bílskúrinn er tvöfaldur, innbyggður en ekki innangengur. Inn af bílskúr eru tvö rými annað með glugga og merkt geymslur á teikningu. Bílskúr er upphitaður, með vatni, rafmagni og handlaug. Möguleiki er að útbúa vistarveru í bílskúrnum (herbergi / íbúð) og því tekjumöguleiki af honum. Herbergi og salerni við forstofu bjóða einnig upp á útleigumöguleika.

Skráning samkvæmt Fasteignamati Ríkisins:
Fastanúmer eignar er 204-2487, eign merkt 02-01 með birta stærð 197.2 m2, þar af bílskur 50,1 m2, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. (í Júlí 2018 var eignin uppmæld að nýju og stækkaði eignin við það upp í 226,2 m2, þar af bílskúr 66,3 m2. Uppfærðar reyndar teikningar og eignaskiptayfirlýsingu eru í samþykktarferli hjá byggingafulltrúa Reykjavíkur og í framhaldi af samþykki hjá FMR). 

Nánasta umhverfi:
Húsið er vel staðsett í Grafarvogi á grónum og skjólstæðum stað í Foldahverfi. Mjög stutt er í verslanir, þjónustu og skóla, íþróttamiðstöð, sundlaug og eitt af skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. Logafold er í vænu fjölskylduhverfi. 
Foldaskóli,  Leikskólinn Sunnufold 

Pantaðu söluyfirlit eða bókaðu skoðun með því að smella hér
Eignin er ekki sýnd fyrr en á opnu húsi 5. júlí, en hægt að panta almenna skoðun eftir það.

Fáðu frítt sölumat á þína eign með því að smella hér

Nánari upplýsingar veita
Ásgeir Þór Ásgeirsson lögfræðingur,sölumaður s. 7720102 /   asgeir@kaupstadurfasteigna.is
Einar G. Harðarson löggiltur fasteignasali.  s. 662 5599 /   einar@kaupstadurfasteigna.is

Kaupstaður fasteignasala,
Ármúla 42, 3 hæð.

Sími: 546 0600
Fylgdu okkur á Facebook
kaupstadurfasteigna.is

Nánari upplýsingar 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 50.000 - 75.000 kr. af skuldabréfi.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 

Reikna lán
 • Brunabótamat55.850.000 kr.
 • Fasteignamat56.000.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 7. nóv. 2018
 • Flettingar1632
 • Skoðendur1480
 • 226,2 m²
 • Byggt 1984
 • 5 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Logafold, 112 Reykjavík

Verð:74.900.000 kr. Stærð: 159.9 m² Tegund:Parhús Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Kaupstaður fasteignasala

Sími: 5460600
einar@kaupstadurfasteigna.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Einar G. Harðarsson

Eignin var skráð 7 nóvember 2018
Síðast breytt 7 nóvember 2018

Senda á vin eignina Logafold, 112 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 159.9 m² Tegund:Parhús Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Kaupstaður fasteignasala

Sími: 5460600
einar@kaupstadurfasteigna.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Einar G. Harðarsson

Eignin var skráð 7 nóvember 2018
Síðast breytt 7 nóvember 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store