Fasteignamarkaðurinn Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík 5704500 - www.fastmark.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Jón Guðmundsson
Guðmundur Th Jónsson
Elín D. Guðmundsdóttir
Magnús Axelsson

Grettisgata 53a, 101 Reykjavík 56.900.000 kr.

63,5 m², einbýlishús, 3 herbergi

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir virkilega glæsilegt 63,5 fermetra einbýlishús, hæð og ris auk sér 9,0 fermetra geymslu á lóð, á virkilega fallegum og rólegum stað innarlega í lóð við Grettisgötu. Stór og sólrík afgirt viðarverönd er út af stofum til suðurs og austurs og lóðin, sem er eignarlóð, 195,1 fermetri að stærð er öll afgirt og með skjólsælli verönd til suðurs.

Húsið er eitthvað stærra að gólffleti en opinberar tölur segja til um þar sem að rishæð hússins er þó nokkuð undir súð. Gólfflötur rishæðar með lofthæð yfir 1,8 metrum mælist 12,5 fermetrar en gólfflötur hæðarinnar er um 30 fermetrar í raun þó lofthæð í hluta sé minni.

Húsið var allt endurbyggt árið 1999 og var þá m.a. einangrað og klætt upp á nýtt að innan með panel og utan með bárujárni, skipt um allt gler og glugga, allar lagnir í húsinu endurnýjaðar, s.s. raflagnir, neysluvatnslagnir, ofnalagnir, klóak- og drenlagnir. Ofnar, sem eru pottofnar, voru á sama tíma yfirfarnir og gerðir upp, og húsið innréttað upp á nýtt auk þess sem stór kvistur var settur á rishæð hússins.
Furugólfborð á neðri hæð hússins eru öll nýslípuð og lökkuð. Ljósleiðaratenging er komin inn í húsið.


Lýsing eignar:
Forstofa: furugólfborð og fatahengi.
Þvottaherbergi: lítið með hillum, furugólfborð.
Eldhús: með glugga til norðurs og nýjum fallegum hvítum innréttingum með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél.
Borðstofa: við eldhús, furugólfborð og útgengi um fallega tvöfalda hurð með gleri í á skjólsæla afgirta og stóra viðarverönd til suðurs og austurs.
Setustofa: rúmgóð og björt, furugólfborð.

Gengið er upp á rishæð hússins um fallegan viðarstiga.

Stigapallur: furugólfborð og gluggi til vesturs.
Geymsla: lítil undir súð innaf stigapalli.
Baðherbergi: með glugga, furugólfborð, innrétting og mjög fallegt frístandandi baðkar.
Svefnherbergi: stórt og bjart með gluggum í tvær áttir og stórum kvisti til suðurs. Furugólfborð á herbergi og innbyggðir fataskápar í vegg auk súðargeymslna.

Sér geymsla er á lóð hússins og er hún 9,0 fermetrar að stærð og með rafmagni. Verið er að einangra og klæða geymsluna að innan.

Húsið að utan virðist vera í mjög góðu ástandi, þ.e. bárujárn á húsi og þaki, þakrennur, niðurföll, gluggar og gler.

Lóðin er 195,1 fermetri að stærð, eignarlóð, fullfrágengin og öll afgirt með tyrfðum flötum til vesturs, suðurs og norðurs og stórri og sólríkri afgirtri verönd til suðurs og austurs. Hellulagður stígur er upp að húsinu og fallegur trjágróður er á lóðinni.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á mjög rólegum stað innarlega í lóð á fallegum stað við Grettisgötu þar sem húsin í kring hafa verið mikið endurnýjuð.

Reikna lán
 • Brunabótamat21.190.000 kr.
 • Fasteignamat41.450.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 8. nóv. 2018
 • Flettingar633
 • Skoðendur565
 • 63,5 m²
 • Byggt 1916
 • 3 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 1 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Verönd
 • Garður
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Grettisgata, 101 Reykjavík

Verð:56.900.000 kr. Stærð: 63.5 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamarkaðurinn

Sími: 5704500
fastmark@fastmark.is
www.fastmark.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Jón Guðmundsson
Guðmundur Th Jónsson
Elín D. Guðmundsdóttir
Magnús Axelsson

Eignin var skráð 8 nóvember 2018
Síðast breytt 8 nóvember 2018

Senda á vin eignina Grettisgata, 101 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 63.5 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamarkaðurinn

Sími: 5704500
fastmark@fastmark.is
http://www.fastmark.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Jón Guðmundsson
Guðmundur Th Jónsson
Elín D. Guðmundsdóttir
Magnús Axelsson

Eignin var skráð 8 nóvember 2018
Síðast breytt 8 nóvember 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store