Heimili fasteignasala Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík 5306500 - www.heimili.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Finnbogi Hilmarsson
Bogi Molby Pétursson
Guðbjörg Gylfadóttir Blöndal
Gunnlaugur A. Björnsson
Brynjólfur Snorrason

Brekkugata 14, 190 Vogar Tilboð

160 m², hæð, 5 herbergi

Heimili fasteignasala s: 530-6500, kynnir til sölu glæsilega fimm herbergja efri sérhæð með innbyggðum bílskúr við Brekkugötu 14 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Íbúðarrými er skráð skv. Fasteignamati ríkisins 115,4 fm og bílskúr 44,6 fm, samtals 160 fm.

Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í stóra og bjarta forstofu með fallegum gólfflísum.
Gangur tengir saman vistarverur hússins. Nýtt harðviðarparket er á öllum gólfum nema á anddyri, baðherbergi og bílskúr.
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu, nýlegri borðplötu, vaski, blöndunatækjum, ofni & span helluborði.
Stofa er björt og rúmgóð, gengið niður eitt þrep frá gangi, stórir gluggar til suðurs og innfelld lýsing. Halogen lýsing með dimmerum er í lofti í stofu og eldhúsi. Frá stofu er útgengi á pall/verönd sem er á tveimur hæðum.
Hjónaherbergi er með innfeldum ljósum og innaf hjónaherbergi er rúmgott fataherbergi.
Herbergi eignar eru í dag þrjú, fyrrgreint hjónaherbergi, forstofuherbergi og barnaherbergi. Til viðbótar er eitt herbergi í dag nýtt sem fataherbergi fyrir hjónaherbergið. Hægt er að breyta því á nýjan leik og nýta sem fjórða svefnherbergið. Þá er forstofuherbergi einnig með með litlu fataherbergi.
Baðherbergið hefur nýlega verið endurnýjað og er með upphengdu wc, tvöföldum vaski, stóru baðkari og handklæðaofni. Flísar eru þær sömu og í anddyri. Á baðherbergi er einnig gluggi með opnanlegu fagi.
Háaloft er yfir eigninni og hægt er að fara upp í það úr bílskúrnum og frá fataherbergi/gangi inn af forstofu.

Bílskúr er með innkeyrsluhurð & gönguhurð að framan og aftan. Epoxý lakk er á gólfi. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara. Eftir að klæða loft í bílskúr.
Lóðin er í góðri rækt og skiptist í sérafnotafleti milli kjallara og hæðar.
Fyrir framan hús er grasflöt með trjám, flaggstöng og náttúrugrýti, sem gefur eigninni fallegt yfirbragð. Ruslaskýli er á lóðinni. Hægt er að leggja hjólhýsi við hlið bílskúrs og fyrir framan hús er skjólgirðing sem nýlega var reist.
Að baka til gróinn garður með fallegum trjám sem veitir gott skjól í suður. Aftan við bílskúrinn eru þvottasnúrur.

Að sögn seljanda hefur eignin verið mikið endurnýjuð s.l. tvö ár þar sem m.a. neysluvatnslagnir voru endurnýjaðar, ofnar að hluta til, rafmagn endurnýjað að hluta. Þá var baðherbergi tekið til gagngerra endurbóta, ný gólfefni lögð og innihurðar endurnýjaðar.
Einnig var húseignin máluð í fyrra, þak yfirfarið og málað, gler endurnýjað að hluta, pallur smíðaður bakatil sem og pallur að framan. Bílskúr var múraður, gólf máluð með epoxý og bílskúrshurð endurnýjuð. Loks var innkeyrsla hellulögð og steypt.

Falleg, vel skipulögð og mikið endurnýjuð eign sem vert er að skoða!

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason lgfs. S: 896-2953, brynjolfur@heimili.is.

Reikna lán
 • Brunabótamat40.260.000 kr.
 • Fasteignamat23.250.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 9. nóv. 2018
 • Flettingar1093
 • Skoðendur948
 • 160 m²
 • Byggt 1979
 • 5 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 4 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Verönd
 • Garður
 • Þvottahús
Brynjólfur Snorrason löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala


Senda fyrirspurn vegna Brekkugata, 190 Vogar

Verð:Tilboð Stærð: 115.4 m² Tegund:Hæð Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Heimili fasteignasala

Sími: 5306500
heimili@heimili.is
www.heimili.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Finnbogi Hilmarsson
Bogi Molby Pétursson
Guðbjörg Gylfadóttir Blöndal
Gunnlaugur A. Björnsson
Brynjólfur Snorrason

Eignin var skráð 9 nóvember 2018
Síðast breytt 10 desember 2018

Senda á vin eignina Brekkugata, 190 Vogar

Verð:Tilboð Stærð: 115.4 m² Tegund:Hæð Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Heimili fasteignasala

Sími: 5306500
heimili@heimili.is
http://www.heimili.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Finnbogi Hilmarsson
Bogi Molby Pétursson
Guðbjörg Gylfadóttir Blöndal
Gunnlaugur A. Björnsson
Brynjólfur Snorrason

Eignin var skráð 9 nóvember 2018
Síðast breytt 10 desember 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store