Trausti fasteignasala Vegmúla 4, 108 Reykjavík 5465050 - www.trausti.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Kristján Baldursson
Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Einar Pálsson

Hlíðarvegur 53, 200 Kópavogur 43.900.000 kr.

89,2 m², fjölbýlishús, 3 herbergi

**EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN**

Trausti fasteignasala kynnir í einkasölu íbúð með raðhúsaupplifun að Hlíðarvegi 53, 200 Kópavogi:

Falleg og björt  3ja herbergja íbúð á 1. hæð (jarðhæð) með sérinngangi í suðurhlíðum Kópavogs. Nokkuð útsýni til suðurs með fjallasýn. Uppgefin stærð er 89.2 fm. Aukin lofthæð er að hluta í íbúð. Góð viðarverönd er framan við íbúðina sem snýr til suðurs. Hönnunin á húsinu er þannig að þrjár íbúðir eru á 1. hæð auk tveggja hæða þess ofan á hluta hússins. Um nokkurskonar raðhúsaupplifun er að ræða í þessari eign, sem er lengst til hægri í húsinu og engin eign á efri hæð. Bílastæði eru á lóðinni fyrir íbúðir hússins. Veggir eru flestir málaðir með spænskri vísun. Fasteignamat 2019 er útgefið 36.800.000. Virkilega skemmtileg eign með mikla sérstöðu. Skoðun og upplifun er sögu ríkari. Íbúðin getur verið laus fljótlega eftir kaupsamning. Gæludýr leyfð, auðvelt er að setja upp hlið við verönd.

Nánari lýsing: 
Sérinngangur, Stór gluggi og útidyrahurð úr gegnheilum við. Komið er inn í anddyri með hillu og snögum. Þaðan tekur við opið alrými með stofu og eldhúsi. Stofan er með fallegum útsniðnum nýlegum glugga með djúpum sólbekk úr graníti.  Eldhúsið er með ljósri viðarinnréttingu, einum glerskáp og nokkrum dökkum hillum.  Veglegar granít borðplötur.  Á utanverðri eldhúseyjunni eru innfelld ljós við gólf. Gráar mósaík flísar framan á eyjunni og milli efri og neðri skápa. Gufugleypir með fjarstýringu, helluborð og stálburstaður ofn. Tengi fyrir uppþvottavél. Svefnherbergi 1 er ágætlega rúmgott með viðarhurð með gluggum í frönskum stíl. Einfaldur viðarskápur. Svefnherbergi 2 er mjög rúmgott með litlu fataherbergi/útskoti. 4x Vegghengi og einfaldur skápur í útskotinu. Í herberginu er hurð út í sameiginlegan malarlagðan bakgarð til norðurs. Þar eru geymslur annarra íbúða og sameiginleg hitainntakskompa. Baðherbergið er mjög vandað og glæsilegt, þar sem ekkert hefur verið til sparað. Það er mjög rúmgott en geymsla íbúðarinnar hefur verið sameinuð því. Þar er nú einstaklega vegleg og flott sturtuaðstaða með tveimur sturtuhausum í lofti og handsturtu.  Í sturtunni eru blá innfeld halogen ljós í lofti og innfelld ljós í vegg. Fallegur handklæðaofn og járnhengi (stigi). Baðherbergið er með hvítum innréttingum og góðu skápaplássi. Granítborðplata og handlaug. Stór granít hlandskál og upphengt salerni.  Vönduð blöndunartæki. Skápur með sandblásnum glerrennihurðum fyrir þvottavél og þurrkara. Engin geymsla er í íbúðinni eftir að hún var sameinuð baðherbergi. Baðherbergið er með máluðum veggjum, en á sturtusvæði eru mattar svartar flísar sem og kringum salerni og á öðrum enda þvottavélaskáps.
Rauðbrúnar spænskar flísar á öllum gólfum nema svartar glansflísar á baðherbergi. Ljósdeyfar á baðherbergi, eldhúsi og á flestum ljósum í stofu. Allir veggir utan baðherbergis eru málaðir með spænskri aðferð. 
Framan við hús er verönd til suðurs. Séraðkoma er að íbúðinni frá bílastæðinu. Lóð er sameiginleg og ekki getið um sérafnotarétt í eignaskiptayfirlýsingu þó svo hann sé framan við hvert hús.
 
Eignin Hlíðarvegur 53 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 206-2265, nánar tiltekið eign merkt 01-03 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Birt stærð er 89.2 fm.

Nánasta umhverfi:
Stutt er í alla þjónustu í Lindum, Smáratorgi, Dalvegi og Smáralind. Strætóstoppistöð við næsta hús. Stutt leið er út á stofnæðar gatnakerfisins. Kópavogsdalurinn er með góðum göngu- og hjólaleiðum auk leiktækja og æfingatækja. Tjörn. 
Skólar í nærumhverfi eru  leikskólarnir Kópahvoll og Álfaheiði,  Kópavogsskóli, Álfhólsskóli og Menntaskóli Kópavogs

Allar nánari upplýsingar veita:
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur og aðstoðarmaður fasteignasala í síma 897 7712,  netfang: gudbjorghelga@trausti.is.  Hlekkur á: Facebook síðu Guðbjargar
Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali í síma 867-3040 Netfang: kristjan@trausti.is.

Trausti fasteignasala
Vegmúla 4,108 Reykjavík
Sími: 546 5050
Fylgdu okkur á Facebook
trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum; Bókaðu frítt sölumat á þinni eign án nokkurra skuldbindinga.


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Reikna lán
 • Brunabótamat29.000.000 kr.
 • Fasteignamat33.600.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 4. des. 2018
 • Flettingar1215
 • Skoðendur1113
 • 89,2 m²
 • Byggt 1966
 • 3 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 2 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Laus strax
 • Útsýni
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Hlíðarvegur, 200 Kópavogur

Verð:43.900.000 kr. Stærð: 89.2 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Trausti fasteignasala

Sími: 5465050
trausti@trausti.is
www.trausti.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Kristján Baldursson
Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Einar Pálsson

Eignin var skráð 4 desember 2018
Síðast breytt 7 desember 2018

Senda á vin eignina Hlíðarvegur, 200 Kópavogur

Verð:0 kr. Stærð: 89.2 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Trausti fasteignasala

Sími: 5465050
trausti@trausti.is
http://www.trausti.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Kristján Baldursson
Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Einar Pálsson

Eignin var skráð 4 desember 2018
Síðast breytt 7 desember 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store