Domusnova fasteignasala Nýbýlavegur 8, 2. hæð, 200 Kópavogur 5271717 - domusnova.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason

Karlsstaðir 0, 765 Djúpivogur Tilboð

992,4 m², lóð, 0 herbergi

Frábært tækifæri í ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingu
Domusnova fasteignasala og Árni Helgason lgfs. hafa fengið í sölu jörðina Karlsstaði í Berufirði. Miklir möguleikar eru í ferðaþjónustu á jörðinni. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyirr 100 manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu. Miklir veiði- og útivistarmöguleikar.

Lýsing eignar:

Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Jörðin er 135 ha að stærð og þar af 25 ha ræktuð tún og matjurtagarðar. Auk þess á jörðin ca 400 ha af óskiptu landi með tveimur nágrannabæjum. Þar á meðal hluta af Krossdal þar sem er afréttur og ágæt rjúpnaveiði. Hreindýraarður er á jörðinni.
Á Karlsstöðum er föst búseta og þar er stunduð grænmetisrækt, veitingaþjónusta, rekstur gistiheimilis og matvælaframleiðsla. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á síðustu 5 árum á nær öllum húsakosti.
Land Karlsstaða hefur hlotið lífræna vottun frá Vottunarstofunni TÚN. Á strandlengju Karlsstaða er mikið fuglalíf og gott og vaxandi æðarvarp. Möguleikar eru á sjósókn.
Skógræktarsamningur er á jörðinni. Ljósleiðari er á áætlun á næstu mánuðum. Fyrir hendi er stækkuð rafmagnsheimtaug frá RARIK.
Um er að ræða einstaka náttúruperlu á mögnuðum útsýnisstað við þjóðveg nr. 1. Miklir möguleikar í ferðaþjónustu, ræktun, matvælaframleiðlsu og búsetu.
 
FASTEIGNIR JARÐARINNAR ERU:

 Íbúðarhús byggt 1976 (Nýji bær) 152 m2. Vel við haldið og mikið endurnýjað á síðustu árum. M.a. nýtt eldhús og sérsmíðuð eldhúsinnrétting með fullkomnum tækjum, nýtt gler, ný gólfefni (korkur), nýir ofnar, nýtt vatnsinntak og vatnsleiðslur og mikið endurnýjað í rafmagni. Fjögur góð svefnherbergi.
Húsið er nýmálað að utan og við suður- og vestur hlið er stór pallur með einstöku útsýni. Íbúðarhús byggt 1927 (Gamli bær) 111 m2. Vel við haldið hús og talsvert endurnýjað á síðustu árum. Leyfi fyrir 8 manns í gistingu í 4 herbergjum. Nýlega er búið er að endurteikna húsið af arkitektastofu og í kjölfarið hafa fengist styrkir til viðhalds á því úr Húsafriðunarsjóði. Húsið hefur mikið varðveislugildi og tekjur af gistingu.
Matvælaframleiðsla með kæligeymslu.
Byggt 1990 en endurbyggt 2015 ca 250 m2. Nýlega standsett húsnæði með leyfi til matvælaframleiðslu. Framleiðslusalur, lager, kaffistofa, salerni, starfsmannaaðstaða. Rúmgott og bjart húsnæði sem getur hentað hverskyns matvælaframleiðlsu. Ýmis eldhústæki og búnaður getur fylgt með. Einangruð kæligeymsla með kælipressu í kjallara. Allar raf- og vatnslagnir nýjar og rotþró ný.
Gistiheimili/Hostel. Byggt 1976 en endurbyggt 2017 ca 200 m2 í fullum rekstri. Nýbyggt hús á eldri grunni. Nýjir gluggar, hurðar, útveggir, þak, rafmagn, klóak, vatnslagnir, gólf, innveggir, loft. Þvottahús, geymsla, lager og baksvið tengt veitingahúsi.
Leyfi fyrir 34 manns í gistingu. Allur búnaður til staðar. Fallegt hús með góðri aðkomu. Einkunn 8,7 á Booking. Klætt með lerki.
 
Veitingahús/samkomusalur. Byggt 1976 en endurgert 2016 ca 150 m2. Nýr veislusalur með veitingaleyfi fyrir 100 manns. Afgreiðsla/bar ásamt tækjum. Auk þess svið ásamt fullkomnu hljóðkerfi, ljósum, skjávarpa og öðrum búnaði. Baksvið, starfsmannaaðstaða og geymslur sameiginlegt með gistiheimili. Allar raf- og vatnslagnir nýjar og rotþró ný.
Hljóðver 52 m2. Vélageymsla sem breytt hefur verið í skrifstofu, hljóðver og geymslu.
Önnur eldri útihús ca 120 m2. Eldri útihús, hlaða, fjós og hænsnakofi eru notuð sem geymslur en möguleikar á endurbyggingu eða nota sem gripahús.​​​​​​​

Góð og vaxandi traffík ferðamanna. Góðar umsagnir í ferðabókum t.a.m. Lonely Planet.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / arni@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Reikna lán
 • Brunabótamat152.865.000 kr.
 • Fasteignamat617.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 4. jan. 2019
 • Flettingar1145
 • Skoðendur975
 • 992,4 m²
 • Byggt 1976
 • 0 herbergi
 • Bílskúr
 • Útsýni


Senda fyrirspurn vegna Karlsstaðir, 765 Djúpivogur

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domusnova fasteignasala

Sími: 5271717
eignir@domusnova.is
domusnova.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason

Eignin var skráð 4 janúar 2019
Síðast breytt 15 janúar 2019

Senda á vin eignina Karlsstaðir, 765 Djúpivogur

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domusnova fasteignasala

Sími: 5271717
eignir@domusnova.is
http://domusnova.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason

Eignin var skráð 4 janúar 2019
Síðast breytt 15 janúar 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store