Lögmenn Suðurlandi Austurvegi 3, 800 Selfoss 4802900 - www.log.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Steindór Guðmundsson

Ásgarður , 801 Selfoss 89.000.000 kr.

0 m², lóð, 0 herbergi

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Ásgarður, Grímsnes- og Grafningshreppi

Um er að ræða lögbýlið Ásgarð sem telur m.a. skipulagðar frístundalóðir, auk opinna svæða á skipulagi,  um 38,2 ha. skógræktarsvæði og um 97,9 ha. heiðarlands/ fjalllendi. Á jörðinni eru 76 óseldar frístundalóðir/ sumarbústaðalóðir sem eru skipulagðar en óstofnaðar.  Heildarstærð þeirra lóða sem óseldar er ca. 65,2 ha.  Skráð stærð jarðarinnar í Þjóðskrá er 444,6 ha. en hún er talsvert minni en það í dag enda búið að selja talsverðan hluta þeirra lóða sem er skipulagður á jörðinni.   Kalt vatn kemur úr samveitu. Heitt vatn á svæðinu sem og rafmagn. 
 
Frístundabyggð:
Frístundasvæði liggur norðan Búrfellslækjar og beggja megin Þingvallavegar og aðkomuvegar að Búrfelli.  Aðkoma að svæðinu er frá Biskupstungnabraut um Þingvallaveg.  Inn á milli lóðaþyrpinga og meðfram Sogi, Markalæk, Kálfhólsgili og Búrfellslæk eru einnig opin svæði til útivistar. Svæðinu er gróflega skipt upp í fjóra meginparta en það eru:
Sunnubakki sem er  um 11 hektara landspilda. Spildan liggur að Soginu til Suðurs, Þingvallavegi til Norðurs, og að landamerkjum Syðri-Brúar til vesturs.  Skv. skipulagi er gert ráð fyrir 11 lóðum á því svæði. Landið gæti einnig nýst  sem lítill búgarður fyrir hestamenn, eða til ræktunar.   
Ferjuholt er neðan við Þingvallaveg og niður að Sogi.  Það samanstendur af sumarbústaða lóðum við Suðurbakka, Mánabakka og Ferjubakka.  Nokkrar lóðir liggja að Soginu en stór hluti lóðanna liggur að  og meðfram Þingvallavegi.
Ásgarðsland er ofan við Þingvallaveg og Búrfellsveg
Giljatunga er efst í landinu.  Í Giljatungu er gert ráð fyrir sameiginlegu rotþróarkerfi sem eftir er að leggja.  Vegir eru komnir en eftir er að setja efsta lag af fínu efni.

Svæðið er allt skipulagt. Hver og ein lóð hefur ekki verið stofnuð.

Skógrækt:
Innan frístundasvæðisins eru þrjú skógræktarsvæði sem hafa verið skipulögð af Suðurlandsskógum, heildarstærð þeirra er um 38,2 ha.   Skógrækt er einnig á opnum svæðum á frístundasvæði.
 
Búið er að undanskilja öll veiðihlunnindi frá jörðinni.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi.

Reikna lán
  • Brunabótamat0 kr.
  • Fasteignamat0 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð15. jan. 2019
  • Flettingar654
  • Skoðendur619
  • 0 m²
  • 0 herbergi


Senda fyrirspurn vegna Ásgarður, 801 Selfoss

Verð:89.000.000 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Lögmenn Suðurlandi

Sími: 4802900
selfoss@log.is
www.log.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Steindór Guðmundsson

Eignin var skráð 15 janúar 2019
Síðast breytt 21 febrúar 2019

Senda á vin eignina Ásgarður, 801 Selfoss

Verð:0 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Lögmenn Suðurlandi

Sími: 4802900
selfoss@log.is
http://www.log.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Steindór Guðmundsson

Eignin var skráð 15 janúar 2019
Síðast breytt 21 febrúar 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store