






































Heiðargerði 100, 108 Reykjavík 79.500.000 kr.
186,5 m², einbýlishús, 7 herbergi
Nánari lýsing.
Komin inn í gott anddyri.
Stofurnar eru tvær, borðstofa og stofa ásamt rúmgóðri sólstofu. Parket og flísar á gólfum.
Eldhúsið er með góðri vinnuaðstöðu og tvöföldum ísskáp. Flísar á gólfi.
Á neðri hæðinni eru tvö svefnherbergi og er annað notað sem sjónvarpsherbergi í dag.
Baðherbergi er er flísalagt í hólf og gólf og er með upphengdu klósetti.
Innangengt er inn í bílskúrinn frá neðri hæðinni og er búið að innrétta þvottahús og sjötta herbergið í því rými. Mjög mikið geymslu og skápapláss. Lítið mál ætti að vera að breyta því tilbaka.
Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi, öll parketlögð.
"Bláa" herbergið er mjög rúmgott með góðum gluggum og er hið eiginlega hjónaherbergi.
"Bleika" herbergið er nokkuð undir súð en ágætlega rúmgott.
"Hvíta" herbergið er bjart og rúmgott með góðum gluggum.
Baðherbergið er klætt með baðplötum og er með stórum glugga. Baðkar með sturtuaðstöðu.
Að utan lítur húsið vel út. Skipt var um þakjárn fyrir um 15 árum síðan.
Garðurinn er gróinn og fylgir lítill geymslu/leikskúr með eigninni.
Lagnir voru endurnýjaðar fyrir ca. 15-16 árum síðan og sömuleiðis skólp, dren og rafmagn.
Þakjárn var endurnýjað og kvistur var settur á efri hæðina fyrir 15 árum síðan.
Allar nánari upplýsingar gefur Axel Axelsson, löggiltur fasteignasali, í síma 778 7272 / axel@miklaborg.is

- Brunabótamat50.560.000 kr.
- Fasteignamat79.250.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð10. feb. 2019
- Flettingar775
- Skoðendur690
- 186,5 m²
- 7 herbergi
- 2 baðherbergi
- 5 svefnherbergi
- Sérinngangur
- Bílskúr




























