




























Flókagata 55, 101 Reykjavík 43.900.000 kr.
68,1 m², hæð, 3 herbergi
***OPIÐ HÚS AÐ FLÓKAGÖTU 55, miðvikudag 20. febrúar frá kl 17:30 - 18:00*** Um er að ræða einstaklega fallega íbúð, björt og rúmgóð, sem tekur vel á móti. Íbúðin laus strax. Verið velkomin.
Aðkoma að íbúð. Sér inngangur falleg útidyr með frönskum gluggum tekur á móti þér. Komið er inn í forstofu sem er nokkuð rúmgóð. Þegar komið er inn í holið sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðar er fatahengi sem er lokað af með dyr. Baðherbergið hefur verið endurnýjað, flísalagt með marmaraflísum. Góð snyrti aðstaða á baði baðkar með sturtuslá. Góður spegill fyrir ofan handlaug á baði með lýsingu, skápar með spegli á vegg.
Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu sem virkar mjög vel, sem hefur verið yfirfarin. Eldhúsið er innréttað sitt hvoru megin við umferðar rýmið. Fallegir gluggar í eldhúsi setja mikinn svip á rýmið en það er tveir gluggar í eldhúsi, borðkrókurinn er við vegg við minni gluggann. Stofan er rúmgóð en óreglulegt form og óbein lýsing setja mikinn svip á rýmið. Svefnherbergið er bjart og nokkuð rúmgott með fataslá. Rennihurð er inní svefnherbergið. Barnaherbergið er með fallegum glugga og sérstöku formi (ekki hornrétt).
Gólfefni: parket á íbúðinni, nema eldhúsi sem er lakkað og votrými flísalögð.
Sameiginlegt þvottahús í kjallara, sem er snyrtilegt. Geymsla sem fylgir eigninni í kjallara.
Um er að ræða íbúð sem auðveldlega er hrífast að. Öll rýmin hafa sérstöðu og ekki spillir einstaklega fallegt húsið í heild sem hefur verið haldið við af kostgæfni og gengið um að af virðingu. Frábær staðsetning í nálægð við Klambratún.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 2. Þinglýsingagjald af aupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 - 81 þúsund. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

- Brunabótamat22.900.000 kr.
- Fasteignamat35.950.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð11. feb. 2019
- Flettingar988
- Skoðendur867
- 68,1 m²
- 3 herbergi
- 1 baðherbergi
- 2 svefnherbergi
- Sérinngangur


















