Fasteignasalan TORG Garðatorgi 5, 210 Garðabæ 5209595 - fstorg.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Þorsteinn Gíslason
Hafdís Rafnsdóttir
Dórothea E. Jóhannsdóttir
Sigurður Gunnlaugsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Árni Ólafur Lárusson
Jóhanna Kristín Tómasdóttir
Sigríður Rut Stanleysdóttir
Þóra Þrastardóttir

Heiðarbær nr 7 Þingvöllum, 801 Selfoss 27.500.000 kr.

83,1 m², sumarhús, 4 herbergi

EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL GÓÐRA KAUPA, Semja þarf fljótt.
Fasteignasalan TORG kynnir: Þetta vandaða heilsárshús á Þingvöllum er til sölu á einstaklega hagstæðu verði. Semja þarf fljótt. Endurbyggt og stækkað 2008. Húsið er rúmgott og fallegt 4ra herb. 83 fm. og nefnt Móakot, á Þingvöllum í landi Heiðarbæjar. Frá húsinu er vítt og óhindrað útsýni yfir og út á Þingvallavatn og fjallahringin umhverfis. Móakotsá rennur við lóðarmörkin og suðar seiðandi árniðurinn í kyrrðinni með sínu róandi tónaflóði og fossanið.


Hringdu í 893 4416 Árna Ólaf fasteignasala til að fá leiðarlýsingu. Fyrirspurnum er líka svarað á arnilar@fstorg.is

Nánari lýsing: Húsið er krosslaga að grunnfleti, með góðu stofu- og alrými í einni álmunni, þá tvö svefnherbergi í annarri álmu, forstofu, inntaksrými og góðu baðherbergi í þeirri þriðju og stórt svefnherbergi með miklu skápaplássi í þeirri fjórðu. Einnig eru góðir skápar í hinum herbergjunum og í forstofu. Í baðherbergi er sturtuklefi og ágæt innrétting.
Stofuálman hefur gólfsíða glugga svo magnað útsýnið fær notið sín nánast óhindrað.
Opið eldhús með snoturri innréttingu og veglegri gaseldavél, er innst í rýminu. Tvöföld gönguhurð er úr stofu út á stóran verandarpall, sem umlykur húsið að mestu, og tengir þannig stofu og pall, svo auðvelt er að grilla fyrir mannskapinn, hvort sem hann er inni eða úti á pallinum. Við þann enda pallarins, sem snýr að læknum.er annar pallur, sem t.d. koma mætti potti fyrir á.
Aðalgólfefni er planka harðparkett, en flísar eru í anddyri og á baði.
Húsið er allt klætt ljósum viðarpanil að innan, en úti er húsið klætt kúpum, liggjandi borðum. Árið 2008 var eldra hús, sem þjóðskrá segir byggt 1982 stækkað um nánast helming í 83.1 fm skv þjóðskrá um leið og eldra hús var nánast allt endurnýjað. Nær væri að segja húsið byggt 2008 en ekki 1982 eins og þjóðskrá gerir. Undir húsinu er geymslurými, sem ekki er meðtalið í stærð þess.

Þetta hús er afar hagrænt, fallegt og bjart með miklu útsýni. Sjón er sögu ríkari og með því einu að skoða eignina áttar maður sig á þeim gæðum, sem hún býr yfir.
Nánari upplýsingar Árni Ólafur, lgfs, s. 893 4416 og arnilar@fstorg.is.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða. Þinglýsingargjald er kr. 2.500 af hverju skjali þ.e. kaupsamningi, veðleyfi, afsali o.s.frv.. Umsýslugjald fasteignasölu er samkvæmt gjaldskrá.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteignar við skoðun hennar og áður en tilboð er gert. Ennfremur er kaupanda frjálst, ef þurfa þykir, að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali kannar með sjónskoðun á eigninni, að þær upplýsingar séu réttar.

Reikna lán
 • Brunabótamat26.450.000 kr.
 • Fasteignamat34.800.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð18. apr. 2019
 • Flettingar2700
 • Skoðendur2311
 • 83,1 m²
 • Byggt 2008
 • 4 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Verönd
Árni Ólafur Lárusson löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala


Senda fyrirspurn vegna Heiðarbær nr 7, 801 Selfoss

Verð:27.500.000 kr. Stærð: 83.1 m² Tegund:Sumarhús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignasalan TORG

Sími: 5209595
torg@fstorg.is
fstorg.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Þorsteinn Gíslason
Hafdís Rafnsdóttir
Dórothea E. Jóhannsdóttir
Sigurður Gunnlaugsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Árni Ólafur Lárusson
Jóhanna Kristín Tómasdóttir
Sigríður Rut Stanleysdóttir
Þóra Þrastardóttir

Eignin var skráð 18 apríl 2019
Síðast breytt 17 júní 2019

Senda á vin eignina Heiðarbær nr 7, 801 Selfoss

Verð:0 kr. Stærð: 83.1 m² Tegund:Sumarhús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignasalan TORG

Sími: 5209595
torg@fstorg.is
http://fstorg.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Þorsteinn Gíslason
Hafdís Rafnsdóttir
Dórothea E. Jóhannsdóttir
Sigurður Gunnlaugsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Árni Ólafur Lárusson
Jóhanna Kristín Tómasdóttir
Sigríður Rut Stanleysdóttir
Þóra Þrastardóttir

Eignin var skráð 18 apríl 2019
Síðast breytt 17 júní 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store