Fasteignasala Reykjavíkur Skeifan 17, 108 Reykjavík 4777777 - www.fr.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sylvía G Walthersdóttir
Jóhanna Gústavsdóttir
Þórunn S. Eiðsdóttir

Borgarhraun 22, 240 Grindavík 58.900.000 kr.

197,7 m², einbýlishús, 5 herbergi

Fasteignasala Reykjavíkur og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna: Borgarhraun 22, Grindavík fnr. 209-1601

Nánari lýsing:
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 197,7 fm en viðbygging um 29 fm sem var byggð 2004 og leyfi fengust fyrir þeirri framkvæmd en stækkunin hefur ekki verið skráð hjá Þjóðskrá þannig  að í raun er húsið 226,7 fm. Íbúðarhluti 164,6 fm og bílskúr 55,1 fm. Húsið stendur á stórri 949 fm lóð. Húsið er byggt árið 1972 og bílskúr 1978 og er steinsteypt. Komið er inn í forstofu og þar inn af eru eldhús og stofa á hægri hönd. Á vinstri hönd er sjónvarshol og svo tvö svefnherbergi en hægt væri að breyta stærra herbergi í tvo minni. Þar er svo baðherbergi á enda svefnherbergisgangs og út út ganginum er útgengt í bakgarð hússins. Úr stofu er svo gengið inn í bílskúr og þar innaf er eldhús og svo stórt rými um 33 fm sem er herbergi í dag og þar inna baðherbergi með sturtu. Svo er annað rými um 29 fm sem gengið er inn í út úr baklóð hússins. 

Aðkoma: Steypt stétt frá götu að inngangi og stór verönd að framanverðu sem veitir gott skjól gegn  norðanátt. Bílaplan er þjappað en er án hellulagnar eða steypu.

Forstofa: Flísalagt gólf. Ekki er fastur fataskápur.

Stofa/borðstofa: Maghony parket á gólfi. Úr stofu er svo gengið inn í bílskúr/eldhús/stórt herbergi.

Eldhús: Flísar á gólfi. Falleg Maghony innrétting með ofni/helluborði og gufugleypi/háfi.

Baðherbergi: Flísalagt gólf. Hvít innrétting. Sturtuklefi. hluti baðherbergis er án gólfefnis og getur nýst sem geymsla en hægt væri að standsetja þetta og stækka þar með baðherbergið.

Svefnherbergi: Í dag eru tvö svefnherbergi í íbúðarhluta hússins og eru þau bæði með maghonyparketi á gólfi. Hægt er að skipta stærra herberginu í tvö herbergi en það var eitt sinn þannig. Svo eru tvö stór herbergi annað inn af bílskúr og hitt í rými sem gengið er inn úr garði hússins.

Sjónvarshol:  Er fyrir framan svefnherbergin og er maghonyparket á gólfi.


Bílskúrsálma:

Bílskúr: er  með rafmagni og hita og er gólf flísalagt. Innkeyrsluhurð er með fjarstýrðum opnara. Góð innrétting er í skúr.

Eldhús: Á milli bílskúrs og herbergis inna af skúr er eldhús með innréttingu og öllu tilheyrandi svo sem helluborði, ofni og viftu ásamt vaski. Þvottavél og þurrkari eru staðsett í þessu rými.

Herbergi: Stórt herbergi með baðherbergi inn af með sturtuklefa. Þetta rými er um 33 fermetrar með flísalögðu gólfi og einnig baðherbergi sem er með flísalagða veggi og sturtuklefa.

Rými gengið úr garði: 
Þetta rými er um 29 fermetrar og nýtist sem stórt herbergi með geymslu en ekki eru komin varanleg gólfefni á rýmið.


Lóð:  Lóðin er stór og mjög gróin með stórum trjám og grasi og er virkilega falleg.

Húsið er á vinsælum stað í Grindavík og er í enda götu með fallegum stórum garði. Húsið var allt málað árið 2018. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og er með fjölbreytta notkunarmöguleika. Hægt væri að leigja út bílskúrsálmuna en þar er sér inngangur sem hægt er að ganga inn úr garði hússins. 


Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða daddi@fr.is 

Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindinga
r og veiti góða þjónustu. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 

Reikna lán
 • Brunabótamat55.590.000 kr.
 • Fasteignamat39.150.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð28. jún. 2019
 • Flettingar1677
 • Skoðendur1480
 • 197,7 m²
 • Byggt 1972
 • 5 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 4 svefnherbergi
 • Bílskúr
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Borgarhraun, 240 Grindavík

Verð:58.900.000 kr. Stærð: 113.6 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignasala Reykjavíkur

Sími: 4777777
info@fr.is
www.fr.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sylvía G Walthersdóttir
Jóhanna Gústavsdóttir
Þórunn S. Eiðsdóttir

Eignin var skráð 28 júní 2019
Síðast breytt 28 júní 2019

Senda á vin eignina Borgarhraun, 240 Grindavík

Verð:0 kr. Stærð: 113.6 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignasala Reykjavíkur

Sími: 4777777
info@fr.is
http://www.fr.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sylvía G Walthersdóttir
Jóhanna Gústavsdóttir
Þórunn S. Eiðsdóttir

Eignin var skráð 28 júní 2019
Síðast breytt 28 júní 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store