Kaupsýslan fasteignasala Nóatún 17 // 105 Reykjavík 5711800 - www.kaupsyslan.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson

Ljárskógar 27, 109 Reykjavík Tilboð

265,7 m², einbýlishús, 7 herbergi

Kaupsýslan kynnir glæsilegt, mikið endurnýjað 265,7 m2 einbýlishús á tveimur hæðum og pöllum með innbyggðum bílskúr við Ljárskóga 27 í Reykjavík. Eignin er næst innsta hús í botnlanga, virkilega vel staðsett í afar grónu og skjólsælu hverfi. Garðurinn umhverfis húsið er einstaklega fallegur, nýr sólpallur er í bakgarði með skjólveggjum. Húsið allt hefur verið mjög mikið endurnýjað og eru þar að auki um 80 - 100 fermetrar í óskráðu rými sem nýtist mjög vel. Ljóst er að notkunarrými hússins er töluvert meira en skráðir fermetrar gefa til kynna. Skráð stærð íbúðarrými er 226,6 m2 og bílskúr 39,1 m2, samtals 265,7 m2 skv. fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. 

Endurinnrétting á innra byrði hússins var að mestu leyti í höndum hönnuðarins Rut Kára sem teiknaði nýtt skipulag á eldhúsi, baðherbergi, gestasalerni, stofum og hjónaherbergi. Verklok voru í kringum árið 2009. Gólfefni, innréttingar og tæki ásamt lýsingu í húsinu er af vönduðustu gerð og heildarásýnd hússins hin glæsilegasta. Húsið hefur verið klætt að utan og er þar af leiðandi viðhaldslítið. 

Tvö baðherbergi eru í húsinu og ein gestasnyrting. Svalir á suður og norðurhlið hússins hafa verið yfirbyggðar og nýtast í dag sem viðbót við íbúðarými. Rými innaf anddyri (óskráð c.a. 80 m2) hefur verið innréttað og er nýtt í dag fyrir stóra sjónvarpstofu og líkamsræktaraðstöðu og geymslu. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu í dag. 


Aðalinngangur hússins er á neðri hæð og er þaðan gengið upp stiga á aðalhæð. Úr anddyri er gengið; inn í bílskúr, nýlegt baðherbergi innaf bílskúr, stórt óskráð rými, gestasalerni og stór herbergi með rúmgóðu fataherbergi innaf.  Á aðalhæð er eldhús, borðstofa, stofa, skrifstofa og búr/geymsla. Út frá eldhúsi er gengið út á yfirbyggðar svalir sem nýtist í dag sem búr og undirbúningsrými fyrir eldhús með rými fyrir auka ísskáp. Úr stofu er gengið á aðrar yfirbyggðar svalir sem í dag nýtist sem skrifstofa. Af aðalhæð er gengið upp stiga á efri pall, þar er glæsilegt hjónaherbergi, baðherbergi, rúmgott svefnherbergi (sem áður voru tvö herbergi) og þvottahús þaðan sem útgengi er á verönd og bakgarð. 

Anddyri er afar rúmgott með stórum fataskápum með rennihurð og innbyggðri lýsingu og djúpu skáparými undir stiga. Flísar á gólfi. 
Forstofuherbergi er stórt með rúmgóðu innréttuðu fataherbergi innaf, parket á gólfum. 
Bílskúr er með flísum á gólfi og rafdrifinni bílskúrshurð.
Baðherbergi er innaf bílskúr, nýlega innréttað, það er flísalagt í hólf og gólf með fallegri baðinnréttingu, upphengdu salerni og walk-inn sturtu. Innaf baði er hitainntak/geymsla. 
Gestasalerni er innaf anddyri, flísalagt í hólf og gólf með nettri innréttingu, fallegum vaski, upphengdu salerni og stórum spegli. 

Aðahæð er afar björt og falleg með stórum gluggum meðfram allri vesturhlið og sérsmíðuðum vegghengdum skápum undir gluggum með baklýsingu. Virkilega gott flæði er á miðrými og yfir á efri pall hússins þar sem stiginn fær að njóta sín. Góð lofthæð er í þessum rýmum með hallandi lofti. Innréttingar í eldhúsi og undir gluggum á aðalhæð eru sérsmíðaðar úr Hnotu með fjölbreyttum geymslumöguleikum. 

Eldhús er með afar smekklegri innréttingu sem nær frá gólfi að lofti, tvöföldum ísskáp og Miele bakarofni. Eyja er með gaseldavél, þar yfir er háfur úr burstuðu stáli, granít stein á borði og niður með annarri hlið, vaski og innbyggðri uppþvottavél. Gott skáparými er í eldhúsi. Yfir eldhúsi er niðurtekið loft með innbyggðri lýsingu. Úr eldhúsi er gengið út á yfirbyggðar svalir með stórum opnanlegum gluggum, þaðan er hægt að ganga út í garð. Tengi er fyrir auka ísskáp, sorplúga og ágætis borðpláss. Borðstofa er rúmgóð með sérsmíðuðu borði sem getur fylgt. Flísar á gólfi.
Stofa er afar björt og rúmgóð og er þaðan gengið út á yfirbyggðar svalir sem í dag er nýtt fyrir skrifstofu. Þar eru stórir opnanlegir gluggar og útgengi í garð. 
Þvottahús er með ljósri innréttingu með góðu skáparými, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, þaðan er útgengi á verönd og garð. Flísar á gólfi. 

Aðalbaðherbergi er uppi á efri palli, það er glæsilegt, flísalagt í hólf og gólf og við endurnýjun þess fengu bláu upprunalegu flísarnar að halda sér sem setur sérlega fallegan svip. Baðinnrétting er sérsmíðuð úr hnotu með baklýsingu, þar er stórt og gott baðkar með innbyggðum blöndunartækjum. Sturta er flísalögð með mosaik flísum með sturtuhurð úr hertu gleri. Salerni er upphengd og handklæðaofn á vegg. 
Hjónaherbergi er glæsilega innréttað, með miklu skáparými og glæsilegri innbyggðri og óbeinni lýsingu. Bakvið hjónarúm er fataherbergi með lokuðum fataskápum. Stór vegghengdur rammalaus spegill er á vegg með óbeinni lýsingu. Parket á gólfum. 
Svefnherbergi er rúmgott með fataskápum, parket á gólfum. Var áður tvö herbergi. 

Bakrými innaf anddyri samanstendur af stórri sjónvarpsstofu með sérsmíðuðum innbyggðum innréttingum í dökkum lit. Dökkar viðarhurðir með gleri skilur að sjónvarpsstofu og líkamsræktarherbergi. Góð aflokuð geymsla er innaf sjónvarpsstofu með hillum á vegg. Parket á gólfi. 

Um er að ræða einbýlishús í sérflokki þar sem ekkert hefur verið til sparað við endurbætur á liðnum árum, húsið er einstakega vel staðsett í grónu hverfi þaðan sem stutt er út á stofnbrautir sem leiðir í allar áttir. 

Smelltu hér til að sækja söluyfirlit strax 


Nánari upplýsingar og bókun fyrir skoðun í síma 571-1800 og á kaupsyslan@kaupsyslan.is 

Júlíus Jóhannsson, löggiltur fasteignasali, s: 823 2600
Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali, s: 823 2800
Kaupsýslan fasteignasala - Nóatúni 17 - 105 Reykjavík
--------------------------------------------------------------------------------------

 

Reikna lán
 • Brunabótamat72.150.000 kr.
 • Fasteignamat79.600.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð14. ágú. 2019
 • Flettingar770
 • Skoðendur620
 • 265,7 m²
 • Byggt 1978
 • 7 herbergi
 • 3 baðherbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Bílskúr
 • Þvottahús
Monika Hjálmtýsdóttir löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala


Senda fyrirspurn vegna Ljárskógar, 109 Reykjavík

Verð:Tilboð Stærð: 265.7 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Kaupsýslan fasteignasala

Sími: 5711800
kaupsyslan@kaupsyslan.is
www.kaupsyslan.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson

Eignin var skráð 14 ágúst 2019
Síðast breytt 14 ágúst 2019

Senda á vin eignina Ljárskógar, 109 Reykjavík

Verð:Tilboð Stærð: 265.7 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Kaupsýslan fasteignasala

Sími: 5711800
kaupsyslan@kaupsyslan.is
http://www.kaupsyslan.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson

Eignin var skráð 14 ágúst 2019
Síðast breytt 14 ágúst 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store