Domusnova fasteignasala Nýbýlavegur 8, 2. hæð, 200 Kópavogur 5271717 - domusnova.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason
Óskar Már Alfreðsson
Magnús Guðlaugsson
Björgvin Þór Rúnarsson

Sólheimar 23, 104 Reykjavík 53.500.000 kr.

123,4 m², fjölbýlishús, 5 herbergi

  ---- EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI ----

DOMUSNOVA kynnir til sölu rúmgóða 5 herbergja íbúð á 5. hæð með svalalokun í vinsælu lyftufjölbýli við Sólheima 23 í Reykjavík. Íbúðin er alls 123,4 fm skv. Fasteignaskrá en hefur verið stækkuð lítillega (c.a 4 fm) með að færa anddyri íbúðar (sjá mynd). Geymsla og þvottaherbergi er innan íbúðar. Íbúðinni fylgir einnig sérgeymsla í kjallara og hlutdeild í sameiginlegum rýmum svo sem þvottaherbergi, hjólageymslu, fundaraðstöðu o.fl. Húsfélagið er virkt með húsvörð í launuðu starfi og sameign snyrtileg. Tvær lyftur eru í fjölbýlinu. Mikið viðhald hefur nýlega átt sér stað á ytra byrði blokkarinnar og hefur húsið allt verið múrviðgert og málað ásamt því að settir hafa verið nýjir gluggar, gler og svalalokun í allar íbúðir. Um er að ræða góða íbúð með góðu útsýni á frábærum stað mjög miðsvæðis í Reykjavík.

*** BÓKIÐ SKOÐUN MEÐ AÐ SMELLA HÉR ***


Nánari lýsing:
Stofa: Rúmgóð og björt með útgengi á svalir með svalalokun. Parket á gólfi.
Eldhús: Með snyrtilegri ljósri innréttingu og ágætum borðkrók.
Baðherbergi: Hefur verið endurnýjað af núverandi eiganda. Flísar hátt og lágt. vegghengt klósett og baðkar með sturtu. Létt innrétting með vaski og speglaskáp.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með góðu skápaplássi og fallegu útsýni. Dúkur á gólfi.
Herbergi #2: Herbergi inn af anddyri. Ágætt með dúk á gólfi.
Herbergi #3: Herbergi innst af gangi. Ágætt með parketi á gólfi.
Herbergi #4: Er notað sem sjóvarpsrými í dag en er skv. teikn skilgreint sem herbergi. Parket á gólfi og gluggi út á svalir.
Geymsla/Þvottur: Upphaflega aðeins geymsla innan íbúðar. Skv. teikningu 3,5 fm. Breytt af eigendum og sett tengi fyrir þvottavél.
Geymsla (anddyri): Lítil geymsla inn af anddyrinu sem bætt var við íbúðina. Búið að setja upp hillur.
Geymsla (kjallara): Lítil geymsla inn af sameign í kjallara c.a 4-5 fm. Er ekki hluti af heildarfermetrum skv. Fasteignaskrá.
Svalir: Rúmgóðar svalir með svalalokun.

Sameign:
Íbúðinni fylgir einnig hlutdeild í sameiginlegum rýmum svo sem þvottaherbergi, hjólageymslu, fundaraðstöðu o.fl. Húsfélagið er virkt og sameign snyrtileg. Húsvörður er í húsinu í launuðu starfi hjá húsfélaginu.

Nánari upplýsingar veita:
Daði Þór Jónsson            S: 695-6037 eða dadi@domusnova.is / Löggiltur fasteignasali
Aðalsteinn Bjarnason      S: 773-3532    adalsteinn@domusnova.is - Aðstoðarmaður fasteignasala / Hefur lokið löggildingarnámi


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
  

Reikna lán
 • Brunabótamat35.150.000 kr.
 • Fasteignamat49.200.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð20. sep. 2019
 • Flettingar640
 • Skoðendur529
 • 123,4 m²
 • Byggt 1961
 • 5 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Sameiginl. inngangur
 • Hjólastólaaðgengi
 • Lyfta
 • Útsýni
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Sólheimar, 104 Reykjavík

Verð:53.500.000 kr. Stærð: 123.4 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domusnova fasteignasala

Sími: 5271717
eignir@domusnova.is
domusnova.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason
Óskar Már Alfreðsson
Magnús Guðlaugsson
Björgvin Þór Rúnarsson

Eignin var skráð 20 september 2019
Síðast breytt 14 október 2019

Senda á vin eignina Sólheimar, 104 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 123.4 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domusnova fasteignasala

Sími: 5271717
eignir@domusnova.is
http://domusnova.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason
Óskar Már Alfreðsson
Magnús Guðlaugsson
Björgvin Þór Rúnarsson

Eignin var skráð 20 september 2019
Síðast breytt 14 október 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store