Þingholt fasteignasala Bæjarlind 14, 201 Kópavogi 5123600 - www.tingholt.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Viðar Marinósson

Ásbraut 1a, 200 Kópavogur 65.900.000 kr.

98,9 m², fjölbýlishús, 3 herbergi

OPIN OG BJÖRT 98.2 FM ÍBÚÐ Í EINSTAKLEGA GLÆSILEGU ÞRÍBÝLISHÚSI. SÉRSMÍÐAÐAR INNRÉTTINGAR OG VÖNDUÐ TÆKI. TVÖSVEFNHERBERGI, HITI Í GÓLFUM OG NÁNAST ÖLLUM AKSTURS OG GÖNGULEIÐUM. TVENNAR SVALIR/SÓLPALLUR, LYFTA, BÍLASTÆÐI MEÐ ÞAKI.

Afhending:
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar.


Fasteignasalan þingholt ehf.og Sigrún Ragna löggiltur fasteignasali  kynna með stolti nýjar og glæsilegar íbúðir að Ásbraut 1, 200 Kópavogur í lyftuhúsi, nánar tiltekið eign merkt 01-02, fastanúmer 206-2875 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. aðeins tvær íbúðir á hæð.

BÓKIÐ SKOÐUN SÝNI SAMDÆGURS  Sigrún Ragna sími 7737617 sigrun@tingholt.is   Sjón er sögu ríkari..

Nánari lýsing :
Komið er inn í flísalagt anddyri með ljósum gólfflísum og fataskápum úr reyktri eik. Eldhúsið er opið inni í stofuna með sérsmíðuðum innréttingum frá HTH og fallegri eldunareyju. Heimilistækin eru frá AEG og fylgja uppþvottavél og ískápur með eigninni. Úr stofu er gengið út á rúmgóðan pall. Vandað 12.mm harðparket er á alrýminu og svefnherbergjunum. Baðherbergið er með vegghengdu salerni, baðkari og sturtu með hitastýrðum blöndunartækjum. Hreinlætistækin er frá Laufen og blöndunartækin frá Grohe. Tengi er fyrir þvottavél á baðherbergi en einnig á fyrstu hæð þar sem geymslur íbúðana eru. Svefnherbergin eru bæði með hvítum fataskápum. Útgengi á tvennar svalir úr stofu og eldhúsi. Við hönnun húsanna var einblínt á gott skipulag, vandað útlit og að halda viðhaldi í lágmarki. Lyfjaskápur, reykskynjari, slökkvitæki og eldvarnarteppi fylgja hverri eign.
Aukin lofthæð, gólfhiti ,
Frábær staðsetning í rótgrónu hverfi í hjarta Kópavogs. Stutt í alla þjónustu og afþreyingu og á stofnæðir í allar áttir sem og í frábærar gönguleiðir í Fossvoginum.
Ath. að myndirnar endurspegla útlit íbúðar en eru ekki endilega nákvæmlega af þessari eign.


S KIL A L Ý S IN G F Y RI R:
Ásbraut 1 og 1a Kópavogi
Skilalýsing þessi á við fasteignaverkefni Húsanes verktaka við Ásbraut 1 og 1a í Kópavogi.
Öll hönnun á hússins á endurbótum miðar að því að frágangur verði vandaður. Aðalhönnun er
unnin af THG arkitektum. Séruppdrættir, burðarþol,lagnahönnun er unnin af Riss verkfræðistofu og
raflagnahönnun af Rafmiðstöðinni.
Öll hönnun miðar að því að skapa vandaðar eignir þar sem nýting rýma verður eins og best er á
kosið, einnig að útsýni og sérstaða íbúða njóti sín sem allra best í því gróna umhverfi sem húsin
eru í.
Byggingaverktaki
Bjarkardalur ehf. er eigandi og seljandi Ásbrautar 1 og 1a. Bjarkardalur ehf. er í fullri eigu Húsanes
samstæðunnar sem er aðalverktaki hússins.
Húsanes sf. var stofnað 1. maí 1979 af Halldóri Ragnarssyni múrarameistara ásamt öðrum og er
hann byggingarstjóri samstæðunnar en auk hans er Húsanes í eigu Heiðars Halldórssonar
Húsanes hefur frá upphafi sérhæft sig í byggingu íbúðarhúsnæðis. Jafnframt hefur félagið sinnt
ýmsum öðrum byggingarframkvæmdum fyrir bæði einkaaðila sem og opinberar stofnanir. Hefur
Húsanes þannig áratuga reynslu og víðtæka þekkingu á allri mannvirkjagerð sem og hönnun þar að
lútandi.
Húsanes starfar samkvæmt löggildu gæðakerfi og starfsleyfum Mannvirkjastofnunar Íslands.
Almennt um húsin
Húsin eru tvö með þremur íbúðum í hvoru um sig. Um er að ræða sérstaklega vandaðar
eignir þar sem allar íbúðir hafa aðgengi að tvennum svölum eða sólpalli. Húsin eru klædd
að utan með viðhaldsléttri utanhússklæðningu.
Ásbraut 1 er lyfurhús, húsið sem stendur ofar í lóðinni, þar eru bílastæði með þaki.
Íbúðirnar hafa sameiginlegan stigagang.
Ásbraut 1a er húsið sem stendur neðar í lóðinni. Þar eru allar íbúðir með sérinngang undir
veglegu skyggni sem nær yfir stiga og innganga.
Öllum eignum er skilað fullbúnum með gólfefnum, innréttingum og helstu eldhústækjum.
Lóð er fullfrágengin með hita í öllum helstu göngu og akstursleiðum ásamt veglegri lýsingu
á húsum sem og í aksturs og gönguleiðum
Allir gluggar eru úr ál/timbri og glerjaðir með K-gleri, allar hurðir eru úr áli
Húsin við eru staðsett innst í botnlanga í friðsælu, rótgrónu og rólegu hverfi í hjarta Kópavogs, stutt
er í aðgengi að söfnum, kirkjum, heilsugæslu sem og frábærum gönguleiðum í og við Fossvoginn.
F rá g a ng ur í bú ð a
Íbúðirnar eru byggðar í samræmi við byggingarreglugerð 112/2010.
Íbúðum verður skilað fullbúnum með eikar harðparket á gólfum. Anddyri, baðherbergi og þvottahús
eru með flísum á gólfum. Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með sléttu áli og harðvið en
sandsparslaðir og málaðir og málaðir að innan. Allir veggir og loft innan íbúða eru málaðir í ljósum
lit. Innveggir aðrir en steyptir eru byggðir upp sem á hefðbundinn hátt, einangraðir með steinull og
klæddir með tvöfölldu gifsi. Allar íbúðir eru með aukinni lofthæð u.þ.b. 2.8 m.
Allar innréttingar og fataskápar eru sér smíði af vandaðri gerð frá Ormsson/HTH. með
mjúklokunarbúnaði í skúffum. Skápar verða að innnan úr ljósgráum plasthúðuðum spónaplötum, en
sýnilegar hliðar og hurðir eru með sömu áferð og frontar á innréttingum. Borðplötur verða með
harðplasti og beinum kanti. Innihurðir eru sérpantaðar yfirfelldar hvítar með felliþröskuld þar sem við
á, allar hurðir eru 2.1m á hæð
Eldhús skilast með helluborði,viftu og bökunarofni, öll tæki eru af vandaðri gerð.
Salerni verða upphengd og með innbyggðum vatnskassa í vegg. Í öllum íbúðum verður rúmgóð
sturta með flísalögðum botni í gólfi og sturtugleri (þili) og baðkari. Baðherbergis og þvottahúsgólf
verða flísalögð sem og veggir inní sturtu. Flísar eru fyrsta flokks, ljósar að lit. Aðrir veggir á
baðherberginu og þvottahúsi verða málaðir í hvítum lit.
Hreinlætistæki eru frá Laufen og blöndunartæki frá Grohe. Í öllum eignum er sturta með hitastýrðu
blöndunartæki, vegghengt salerni og handlaug með einnar handar blöndunartækjum. Einnig er
þvottaherbergi ræstivaskur ásamt tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Lyfjaskápur, reykskynjari,
slökkvitæki og eldvarnarteppi fylgir hverri eign.
Lagnakerfi
Inntaksrými er staðsett í kjallara, lagnir frá inntaksrými að íbúðum eru lagðar úr Ál-pex lagnaefni.
Upphitun er með gólfhita sem er í ílögn ofan á steyptum burðarplötum.
Útsog verður í rýmum þar sem við á en annars verður um „náttúrulega“ loftræstingu að ræða
(opnanleg fög).
Raflagnir eru lagðar í lofti og veggjum, allir tenglar eru innfelldir. Ljós í alrými eru með ljósakúplum
en í baðherbergjum, þvottaherbergi og eldhúsi verða rakaheldir ljósakúplar. Í stofu og alrými er
innfelld halogenlýsing. Öll ljós eru með led eða sparperum. Í Ásbraut 1a er dyrasímakerfi, með
rafrænni opnun á aðalinngangshurð.
Frágangur geymslu og sameigna
Geymslur í kjallara verða með epoxykvarts gólfefni, veggir milli geymslna eru gifsveggir. Allir veggir
í geymslum og sameign eru spratlaðir og málaðir. Anddyri í Ásbraut 1 er flísalagt og stigi teppalagður.
Lóðar og utanhússfrágangur
Húsin eru klædd að utan og svalir á íbúðum eru með vönduðu glerhandriði. Sérafnotafletir á íbúðum
1.hæðar í Ásbraut 1a eru með sólpalli og handrði úr lerki. Lóðarveggir og stoðveggir eru staðsteyptir,
múraðir og málaðir. Veggur fyrir neðan Ásbraut 1a eru með svokölluðum „gabon“ grindum. Plön eru
malbikuð og hellulögð, hitalagnir eru í nánast öllum aksturs og gönguleiðum.
Afhending
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar.
Annað
Vísað er til hönnunargagna (m.a. byggingarnefndarteikninga) varðandi nákvæmar útfærslur á
atriðum sem ekki koma fram í skilalýsingunni. Almennt miðast skil hússins við vandaðan frágang og
viðurkennd skil á nýju íbúðarhúsnæði.
Seljandi áskilur sér rétt til að láta breyta teikningum á byggingartímanum í samráði við arkitekta og
hönnuði að fengnu samþykki byggingaryfirvalda sé þess þörf vegna tæknilegra útfærslna.
Við afhendingu íbúða skal kaupandi skoða íbúðina ítarlega. Ef einhverjir ágallar finnast skal
kaupandi afhenda byggingaraðila undirritað eyðublað þar sem að ágallar eru taldir upp.
Íbúðakaupendur gera sér grein fyrir því að í sérgeymslum og öðrum geyslum geta verið lagnir í
loftum og á veggjum sem nauðsynlegar eru vegna lagnaleiða hússins.
Íbúðareigandi getur þurft að hreinsa sigti á blöndunartækjum nokkrum sinnum eftir að flutt er inn í
íbúðina og fylgjast með niðurföllum í votrýmum.
Nauðsynlegt er að smyrja lamir á opnanlegum fögum og svalahurðum svo þau haldi liðleika.
Kynningargögnum er einungis ætlað að gefa hugmynd um útlit eigna og því geta verið á þeim atriði
sem ekki eru í skilalýsingu og endurspegla því ekki að öllu leyti hvernig íbúð verður skilað af hálfu
seljanda, t.d. gólfefni, litir á veggjum, húsgögn í íbúðum, gróður á lóð, endanleg staðsetning skápa
o.s.frv,
Seljandi ber ekki ábyrgð eðlilegri og venjulegri sprungumyndun í múr, steypu og timbri.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ragna Sigurðardóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 773-7617, tölvupóstur sigrun@tingholt.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Reikna lán
 • Brunabótamat0 kr.
 • Fasteignamat149.900.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð30. okt. 2019
 • Flettingar230
 • Skoðendur206
 • 98,9 m²
 • Byggt 2019
 • 3 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 2 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Lyfta


Senda fyrirspurn vegna Ásbraut, 200 Kópavogur

Verð:65.900.000 kr. Stærð: 98.9 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Þingholt fasteignasala

Sími: 5123600
tingholt@tingholt.is
www.tingholt.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Viðar Marinósson

Eignin var skráð 30 október 2019
Síðast breytt 13 nóvember 2019

Senda á vin eignina Ásbraut, 200 Kópavogur

Verð:0 kr. Stærð: 98.9 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Þingholt fasteignasala

Sími: 5123600
tingholt@tingholt.is
http://www.tingholt.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Viðar Marinósson

Eignin var skráð 30 október 2019
Síðast breytt 13 nóvember 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store