Húsasalan Síðumúla 33, 108 Reykjavík 5379000 - husasalan.is/
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Geir Sigurðsson
Benedikt Ólafsson

Álfheimar 58, 104 Reykjavík 49.900.000 kr.

107,3 m², fjölbýlishús, 4 herbergi

Opið hús: 17. nóvember 2019 kl. 15:30 til 16:00

Verið velkomin í opið hús íbúð 201

Húsasalan og Benedikt kynna: Glæsilega, bjarta og ný uppgerða 107.3 m2 4ra herbergja íbúð á 2 hæð í Álfheimum 58.

Sjón er sögu ríkari.
Ath: Fasteignamat 2020 er 44.650.000.-

Pantið tíma fyrir skoðun í síma 661-7788 eða sendið tölvupóst á netfangið bo@husasalan.is


Eignin skiptist í:
Eldhús, stofu/borðstofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús, sér geymsla innan sameignar, sem og hjóla og vagnageymsla. Íbúðin var endurnýjuð árið 2018 á smekklegan máta. Fallegt harðparket er á allri íbúðinni nema baðherbergi er flísalagt. Aukin lofthæð er í íbúðinni, 2,6 m.

Nánari lýsing:
Eldhús:
Falleg og stílhrein hvít innrétting með ofni í vinnuhæð. Góð vinnulýsing og lýsing með gólfi undir skápum.
Stofa/borðstofa: Björt og falleg stofa með gluggum í suður. Gengið er á suðursvalir út frá stofu.
Hjónaherbergi: Herbergið er inn af stofu en er í dag nýtt sem barnaherbergi. Mjög rúmgott með nýlegum fataskáp.
Svefnherbergi: Tvö svefnherbergi með sérsmíðuðum fataskápum.
Baðherbergi: Er flísalagt, nýleg innrétting og blöndunartæki. Baðkar með sturtuaðstöðu. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara er inn á baðherbergi. Gluggi í norður.
Geymsla: Góð 10,3 fm sérgeymsla er í sameign.

Sameign: Stórt og gott þvottahús með þurrkaðstöðu ásamt nokkrum sameiginlegum geymslum. Einnig eru í sameign 5 herbergi sem húsfélagið leigir út til íbúa. Leigutekjur fara í hússjóð.


Viðhald o.fl.: Húsið hefur fengið gott viðhald undanfarin ár. Þakið var endurnýjað 2019, húsið málað og múrviðgert 2014, sameign máluð og teppalögð 2011, dren og skólp endurnýjað 2009. Hitalögn er í stétt í kringum húsið.


Stutt er í skóla, leikskóla, þjónustu og alla þá afþreyingu sem Laugardalurinn býður upp á.


Upplýsingar gefur:

Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali í síma 661 7788 eða á netfangið: bo@husasalan.is

"Þarft þú að selja? Ég býð þér upp á frítt mat. Sé um ljósmyndun og drónamyndatökur á eigninni þinni"
"Ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig í sambandi við kaup eða sölu á fasteign þá er minn heiðurinn að vera þinn fasteignasali"
Heilindi - Dugnaður - Árangur. Ekki hika við að hafa samband, er ávallt með símann.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Húsasalan fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Reikna lán
 • Brunabótamat31.800.000 kr.
 • Fasteignamat42.500.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 9. nóv. 2019
 • Flettingar617
 • Skoðendur501
 • 107,3 m²
 • Byggt 1960
 • 4 herbergi
 • 3 baðherbergi
 • Sameiginl. inngangur
 • Suðursvalir
 • Útsýni
 • Garður
 • Þvottahús
Benedikt Ólafsson löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala


Senda fyrirspurn vegna Álfheimar, 104 Reykjavík

Verð:49.900.000 kr. Stærð: 107.3 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Húsasalan

Sími: 5379000
husasalan@husasalan.is
husasalan.is/

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Geir Sigurðsson
Benedikt Ólafsson

Eignin var skráð 9 nóvember 2019
Síðast breytt 13 nóvember 2019

Senda á vin eignina Álfheimar, 104 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 107.3 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Húsasalan

Sími: 5379000
husasalan@husasalan.is
http://husasalan.is/

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Geir Sigurðsson
Benedikt Ólafsson

Eignin var skráð 9 nóvember 2019
Síðast breytt 13 nóvember 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store