VB Eignir Malarhöfði 2. Efri hæð. 110 Reykjavík 8228183 - www.vbeignir.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Vilhjálmur Bjarnason

Fossatunga 29 , 270 Mosfellsbær 84.800.000 kr.

208,3 m², parhús, 5 herbergi

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Fossatunga 29, Mosfellsbæ. Þetta fallega hús seldist á einum degi og fengu það miklu færri en vildu, því miður. Óska ég ánægðum kaupendum til hamingju með nýja heimilið.
Fossatunga 29, Mosfellsbæ, fullbúið og fallegt 5 til 6 herbergja 208.3 fm parhús á tveimur hæðum með stórkostlegu útsýni. Innbyggður 30 til 35 fm bílskúr og möguleika á aukaíbúð á neðri hæðinni. Húsið er nánast fullbúið og skilast fullbúið bæði að innan og utan í nóvember 2020. Þetta fallega hús var selt á annarri fasteignasölu með fyrirvara um fjármögnun sem gekk ekki eftir þar og er því húsið komið á sölu hjá mér. Ég seldi hinn endann, númer 31, fyrir nokkru og þangað flytur fjölskylda með þrjú ung börn um miðjan október 2020. 
Vinsamlega pantið skoðun á villi@vbeignir.is eða sendið sms á 8228183. Húsið er staðsett í hinu nýlega og fjölskylduvæna Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbænum þar sem eru eingöngu einbýlishús, parhús og raðhús. Aðkoma að hverfinu er annars vegar að neðanverðu um Tunguveg sem tengir hverfið beint við Mosfellsbæinn og alla þjónustu þar eins og t.d. íþróttamiðstöðina að Varmá, Varmárskóla, hesthúshverfinu, miðbæ Mosfellsbæjar og alla aðra verslun og þjónustu sem þar er að finna og hins vegar er aðkoma að ofanverðu í hverfið frá þjóðvegi eitt. Húsið stendur efst í hverfinu í efstu götunni og er engin íbúðarbyggð austan megin við það og er stórkostlegt útsýni bæði í austur yfir nánast óbyggt svæði og í vestur m.a. yfir Mosfellsbæ, Reykjavík og Faxaflóann. Stutt í útiveru, gönguleiðir, upplýstan battavöll, körfuboltavöll, laxaveiði, hestamannahverfi Harðar og flugklúbb Mosfellsbæjar svo fátt eitt sé talið. Sveitasæla í aðeins 15 mín keyrslu frá miðpunkti Reykjavíkur. 
Neðri hæðin skiptist í anddyri, bílskúr, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús, útgengi úr þvottahúsi og bílskúr í garð. Efri hæð skiptist í gang, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, borðstofu, stofu og mjög stórar um 26 fm svalir með stórkostlegu útsýni í suður, vestur og norður. Mögulegt er að útbúa sér 2ja herbergja aukaíbúð með sérinngangi á neðri hæðinni. Einnig er gert ráð fyrir að hægt sé að útbúa eitt herbergi í viðbót á efri hæðinni og eru þá fimm svefnherbergi í húsinu.

Parhúsið að Fossatungu 29 skilast og er afhent á byggingarstigi 6 sem er fullbúið að innan og að utan, lóðin skilast grófjöfnum og búið er að skipta um jarðveg í bílastæðum og aðkomu að húsinu, svokölluð grófjöfnuð lóð. Sjá þó nánar útlistað í eftirfarandi skilalýsingu seljanda: Húsið er byggt samkvæmt íslenskum byggingarstaðli IST51. Húsið er staðsteypt með mótum af gamalreyndum byggingameistara sem er eignandi hússins. Húsið er einangrað með 125 mm steinull og klætt á álgrindarundirkerfi að mestu með fallegri 2 mm álklæðningu og með ómeðhöndluðu Lerki í innskotum að framan sem gefur húsinu fallegt og hlýlegt útlit. Þakið er fullbúið og klætt með ólituðu Aluzinki, hvítar álþakrennur og niðurföll. Þakkantur er klæddur hvítu áli að framan og hvítmáluðu timbri að neðanverðu. Vandaðir álgluggar og álhurðar eru frá Schuco og eru ál bæði að innan og utan og þrefalt gler. Bílskúrshurð með fjarstýringu. Vandað og fallegt svart álhandrið á svölum. Nýjir eigendur skulu hafa samráð við aðliggjandi lóðarhafa um frágang lóðar á lóðamörkum samkvæmt skipulagsskilmálum Mosfellsbæjar. Ruslatunnuskýli verða á lóð. Að innan eru allir léttir veggir byggðir upp með 95 mm málmstoðum klæddum fyrst með 12 mm spónaplötur til að fá betri festu og hljóðvernd og þar utan á með 12 mm gips. Loft efri hæðar er niðurtekið á holi og baðherbergi en annars er lofthæð mikil á efri hæð. Bílskúrsgólf er lakkað með sterkri Epoxy málningu. Rafmagnsstofninntak, og stofninntök fyrir heitt og kalt vatn er tengt inn í húsið og greitt að seljanda.
Nánari skilalýsing að innan: Húsið er fullbúið að utan og innan. Gólfhiti er í húsinu nema bílskúr. Gólfefni eru Quick Step harðparkett frá Harðviðarvali, fallegar og vandaðar flísar eru á gólfum baðherbergja og í þvottarhúsi. Veggir í baðherbergjum eru málaðir að hluta og flísalagðir að hluta og eru með vönduðum innbyggðum blöndunartækjum frá Hans Grohe með stórum sturtuhausum og upphengdum wc frá Grohe. Fallegt svart álstigahandrið milli hæða. Loft efri hæðar eru klædd hvítum loftaþiljum með innfelldri LED lýsingu. Loftaþiljur og innihurðarnar er frá Birgisson. Fallegar og vandaðar innréttingar frá HTH  í eldhúsi, baðherbergjum og þvottahúsi og vönduð SMEG heimilistæki í eldhúsi og eru þar meðal annars tveir ofnar og uppþvottavél. 
Húsið er selt með venjulegum fyrirvara um fjármögnun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat0 kr.
 • Fasteignamat59.900.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð23. sep. 2020
 • Flettingar1103
 • Skoðendur937
 • 208,3 m²
 • Byggt 2020
 • 5 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 4 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Laus strax
 • Útsýni
 • Þvottahús

Vilhjálmur Bjarnason Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

VB Eignir
Malarhöfði 2. Efri hæð. 110 Reykjavík
villi@vbeignir.is
822-8183


Lánareiknir: 84.800.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 67.840.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 16.960.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Fossatunga 29, 270 Mosfellsbær

Verð:84.800.000 kr. Stærð: 177.8 m² Tegund:Parhús Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

VB Eignir

Sími: 8228183
villi@vbeignir.is
www.vbeignir.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Vilhjálmur Bjarnason

Eignin var skráð 23 september 2020
Síðast breytt 1 október 2020

Senda á vin eignina Fossatunga 29, 270 Mosfellsbær

Verð:0 kr. Stærð: 177.8 m² Tegund:Parhús Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

VB Eignir

Sími: 8228183
villi@vbeignir.is
http://www.vbeignir.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Vilhjálmur Bjarnason

Eignin var skráð 23 september 2020
Síðast breytt 1 október 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store