Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hermann Aðalgeirsson
Vista
einbýlishús

Sólbrekka 11

640 Húsavík

72.900.000 kr.

335.790 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2153259

Fasteignamat

54.200.000 kr.

Brunabótamat

87.900.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1968
svg
217,1 m²
svg
6 herb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni

Lýsing

Lögeign fasteignasala kynnir Sólbrekku 11.

Um er að ræða fallegt einbýlishús með frábæru útsýni yfir bæði flóa og bæinn.  Eignin 217,1 pallahús með bílskúr sem var byggt úr steypu árið 1968 en hefur verið töluvert mikið endurnýjað bæði að innan og utan á undanförnum árum.  M.a. hefur baðherbergi allt verið endurnýjað á sérstaklega smekklegan hátt. Bílskúr sem er innangengur úr húsi er 32 m2 að stærð.

Nánari lýsing;

Forstofa er flísalögð með skáp og úr henni er gengið inn í hol þaðan sem hægt er að ganga inn í eldhús, stofu og niður á herbergisgang. 
Hol er í miðrými eignar og er það með stórum glugga og er þar búið að setja hurðsem hugsuð er til þess að ganga út á kvöldsólar-pall sem hægt er að setja upp í norð-vestur horni lóðar.  Úr holi er hægt að ganga niður á herbergisgang eða inn í stofu eða eldhús.
Eldhús er með hvítri innréttingu, efri og neðri skápum og eyju. Veggur er á milli eldhúss og stofu en búið er að opna í endanna þannig að hægt er að ganga á tveimur stöðum úr eldhúsinu og inn í stofu. Þannig tengist eldhúsið stofu og gluggar í stofunni njóta sín vel úr eldhúsinu. 
Stofa er samliggjandi eldhúsi. Er stór og rúmgóð og inniheldur bæði borðstofu og setu/sjónvarpsstofu. Stórir gluggar eru í stofunni svo hún er björt og hlýleg. Sérstaklega gott útsýni er úr stofunni bæði yfir Húsavíkurbæ og Skjálfandaflóa. 
Baðherbergi á herbergisgang hefur allt verið endurnýjað á glæsilegan hátt. Var baðherbergið stækkað með því að sameina það öðru herbergi. Er það með fallegri innréttingu sem var smíðuð af Norðurvík. Baðkar og sturta er á baðherberginu. Á neðri hæð er annað minna baðherbergi sem er með salerni.
Herbergi Nokkrar tröppur eru niður á herbergisgang úr holi og eru þrjú rúmgóð herbergi á ganginum. Sérsmíðaðir fataskápar frá Norðurvík eru í tveimur stærri herbergjanna. Á neðri hæð er rúmgott herbergi, þar sem er búið að gera smá seturými fyrir framan þar sem rúmið er. 
Þvottahús er á neðri hæð og er það með nýlegri innréttingu þar sem gert er ráð fyrir bæði þurrkara og þvottavél.
Gólfefni; Parket er á stofu, borðstofu og holi og svo herbergisgangi og í öllum herbergjum. Flísar eru í forstofu og á baðherbergjum. Nýlega er búið að flota gólf á neðri hæð.  
Bílskúr er í góðu ásigkomulagi og er fjarstýrð bílskúrshurð. Nýlega var heitt og kalt vatn leitt í bílskúrinn og settur upp nýr vaskur ásamt tengi fyrir garðslöngu.
Verönd. Steypt bílastæði er fyrir framan bílskúr og steypt stétt er frá bílastæði að húsi. Pallur með skjólveggjum er svo við inngang hússins og er hann einstaklega hlýr staður í skjóli fyrir norðanátt. Garður er annars að mestu leyti með grasi. 
Annað:
- Búið er að endurnýja þak yfir herbergisgangi.  
- Nýlega var farið í framkvæmdir á húsinu að utan, var þá farið í steypu- og múrviðgerðir og húsið allt málað.  
- Skipt hefur verið um allt gler í öllum gluggum hússins. Einnig var skipt um glugga í heild á suðurhlið og stóra glugganum í holi á vesturhlið. Þar var einnig sett hurð.
- Ofnar endurnýjaðir undir gluggum í stofurými og skip um thermostöt og stilli-T í öllum ofnum hússins. Settir voru upp nýjir sólbekkir í stofu samtímis og skipt var um ofna.
- Efri hæð máluð innandyra árið 2022. 
- Herbergi á neðri hæð hefur þann möguleika að vera notað sem útleigueining og hefur það verið notað sem slíkt á undanförnum árum.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson í síma 865-7430 eða í netfanginu hermann@logeign.is eða Hinrik Lund lgf. í síma 835-0070 eða netfanginu Hinrik@logeign.is

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Lögeign

Garðarsbraut 26, 640 Húsavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
3. mar. 2021
43.950.000 kr.
45.000.000 kr.
217.1 m²
207.278 kr.
11. ágú. 2020
40.000.000 kr.
43.000.000 kr.
217.1 m²
198.065 kr.
12. apr. 2018
34.800.000 kr.
37.500.000 kr.
217.1 m²
172.731 kr.
3. júl. 2014
23.650.000 kr.
21.000.000 kr.
217.1 m²
96.730 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Lögeign

Garðarsbraut 26, 640 Húsavík
phone