LANDMARK fasteignamiðlun Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur 5124900 - www.landmark.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Rúnar Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Eggert Maríuson
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Þórarinn Thorarensen
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson

Arnardrangur Arnardrangur 1 , 881 Kirkjubæjarklaustur Tilboð

816,5 m², lóð, 0 herbergi

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 5124900 KYNNIR:
Jörðina Arnardranga í Landbroti landnúmer 163297 Skaftárhreppi
.
Jörðin er syðsti bærinn í landbrotinu við þjóðveg 201 og er land Arnardrangs talið vera um 1140 hektarar að stærð og liggur á milli Fossa í norður átt og Efri-Steinsmýrar í suður átt og að þjóðveg í vestur og er í um 14 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.
Einnig grónir úthagar sem veitt var vatni á áður fyrr en er tiltölega þurrir í dag auðvelt að stækka túnin.
ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐI Í EIGNINA. EIGANDI SKOÐAR AÐ SKIPTA Á 3JA HERBERBGJA ÍBÚÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU.

Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.is

Mikil sjóbirtingur og bleikja og einnig áll en veiðihlunnindi sem eru á jörðinni eru í Grenlæk svæði 4 og einnig í Jónshvísl og Sýrlæk. Eignaraðild að þessari veiði u.þ.b.1/4 hluti á móti þremur öðrum bæjum.
Miklir ræktunarmöguleikar eru á jörðinni og er samningur um uppgræðsluverkefni við Landgræðslu Ríkisins á afgirtu friðuðu svæði (möguleiki á skógrækt þar).
Fuglalíf er fjölskrúðugt, mikið um gæsir, endur og aðra farfugla. Landið liggur í um 10 km. fjarlægð frá sjó og vestast liggur landið á landbrotshrauninu en bærinn er á túninu austast á grónu hrauninu skammt frá mjög sérstæðum hraundrangi sem stendur upp úr túninu norð-austan við bæinn og er bærinn kenndur við hann.

Lindarvatn kemur undan hrauninu og myndar lón skammt austan við bæinn. Náttúrufegurð er einstök á þessu svæði , fjallahringurinn Lómagnúpur og Öræfajökull blasir við í norð-austri og Mýrdalsjökull í vestri.
Á jörðinni eru tvö einbýlishús,(annað er leigt undir ferðaþjónustu byggt 2012 um 120 m2)
Verkfærahús 30 m2, fjárhús, hesthús stórt veiðihús og lítill sumarbústaður.

Fastanr.218-8876 05001og 218-8877 07 0101 Gamalt fjárhús frá 1925 og er 26,9 m2 og hlaða 40,3 m2.
Fastanr.218-8878 10 0101og 218-8879 11 0101 Fjárhús og hlaða 189 fm. byggt 1970 er á skrá en er búið að fjarlæja ofan af grunninum.
Fastanr.218-8880 12 0101 Hesthús byggt 1992 og er 20,1 m2.að stærð,er skráð sem fjárhús hjá F.M.R.Húsið er með rafmagni og rennandi vatni.
Fastanr.221-8368 13 Fjárhúsið er bygg tárið 1994 og er 294 m2. Stálgrindarhús á steyptum grunni með haugkjallara og stálgrindum á gólfi,einnig eru gjafagrindur í húsinu. Vatn og rafmagn.
Vélgengur fóðurgangur með stórri innkeyrsluhurð fyrir miðju húsi á móti suðri.Fjárhúsið er skráð sem hlaða hjá Þjóðskrá.
Fastanr.218-8875 04 0101 Einbýlishúsið er steinsteypt 1966 og er 134,2 m2.á einni hæð

Nánari lýsing á eldra íbúðarhúsinu:
Fjögur herbergi,stofa,eldhús með búr innaf,rúmgott,salerni baðherbergi,þvottahús og tvær geymslur. Parket og flísar á gólfum.Girtur trjágarður er í kringum húsið.
Húsið var klætt að utan með Steníklæðningu (Bykó)og einangrað með steinull árið 1990. Kominn tími á 4 glugga á suðurhlið íbúðarhússins.
Skipt um ján á þaki árið 2010.
Upprekstrarréttur á Landbrotsafrétt.
Veiðitekjur u.þ.b. 1,4 milljónir á ári, 100 m2 veiðihús.

Arnardrangur 1, landnúmer 220597
sem er íbúðarhús, einingar hús byggt 2012 klætt með aluzinki, franskir gluggar
Í húsinu eru 5 herbergi, þvottahús, tvær salernis aðstöður, stór stofa, stórt eldhús með glæsilegri IKEA innréttingu, parket á gangi, stofu og í herbergjum, steinflísar í eldhúsi, baði, þvottahúsi og í forstofu.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat113.754.000 kr.
  • Fasteignamat51.047.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð27. maí. 2020
  • Flettingar1184
  • Skoðendur1063
  • 816,5 m²
  • 0 herbergi
  • Laus strax
  • Útsýni

Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
sveinn@landmark.is
690-0820
Senda fyrirspurn vegna Arnardrangur Arnardrangur 1, 881 Kirkjubæjarklaustur

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

LANDMARK fasteignamiðlun

Sími: 5124900
eignir@landmark.is
www.landmark.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sigurður Rúnar Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Eggert Maríuson
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Þórarinn Thorarensen
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson

Eignin var skráð 27 maí 2020
Síðast breytt 5 október 2020

Senda á vin eignina Arnardrangur Arnardrangur 1, 881 Kirkjubæjarklaustur

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

LANDMARK fasteignamiðlun

Sími: 5124900
eignir@landmark.is
http://www.landmark.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sigurður Rúnar Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Eggert Maríuson
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Þórarinn Thorarensen
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson

Eignin var skráð 27 maí 2020
Síðast breytt 5 október 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store