VB Eignir Malarhöfði 2. Efri hæð. 110 Reykjavík 8228183 - www.vbeignir.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Vilhjálmur Bjarnason

Tröllateigur 24, 270 Mosfellsbær 53.700.000 kr.

164,1 m², fjölbýlishús, 3 herbergi

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Þessi fallega íbúð er seld með venjulegum fyrirvara og óska ég nýjum eignendum og seljendum til hamingju.
Tröllateigur 24. Mosfellsbæ. Hef fengið i einkasölu einstaklega fallega, snyrtileg og mjög rúmgóð 3ja herbergja endaíbúð á þriðju hæð í 4ra hæða lyftuhúsi. Eigninni fylgir stórt og gott sérbílastæði á góðum og mjög aðgengilegum stað í snyrtilegu bilageymsluhúsinu og er þar einnig góð þvottaaðstaða. Rúsínan í pylsuendanum er svo önnur sérgeymsla íbúðarinnar sem er 14 fm og er staðsett innaf bílstæðinu en hún er með mikilli lofthæð sem búið er að setja í milliloft og er lokað með sér bílskúrhurð með fjarstýringu og er þetta frábært rými til margra hluta, t.d. er flott að geyma þarna ferðabúnað eins og fjórhjól, mótorhjól og hjól fjölskyldunnar eða hafa þarna heimaskrifstofuaðstöðu ef það hentar.

Frábær staðsetning miðsvæðis í Mosfellsbænum fagra.
Eignin er skráð hjá skra.is á eftirfarandi hátt: Íbúð 106.9 fm, merkt 04 0305. Sérgeymsla 7.1 fm á geymslugangi í sameign hússins, merkt 04 0004. Stór og góð 14 fm sérgeymsla með millilofti og sér bílskúrhurð fyrir innan sérbílastæðið i bilgeymslunni, merkt 03 0030. Samtals 128 fm og þar að auki er sérbílastæðið sem er skráð brúttó 36.1 fm. Samtals er þessi rúmgóða og fallega eign því 164.1 fm brúttó.   
Eignin skiptist i góða forstofu, hol og gang, þvottahús innan íbúðar, fallegt baðherbergi með glugga, tvö góð svefnherbergi, eldhús og mjög stóra og fallega borðstofu og stofu sem er með útgangi á stórar suð- vestur svalir sem eru með gervigrasi og flottu útsýni. Einnig er mjög flott útsýni frá eldhúsglugganum og herbergisglugganum hinum megin í íbúðinni. 

Aðkoma að íbúðinni er eftirfarandi: Farið er inn um sameiginlegan inngang hússins að lyftunni eða stigaganginum og farið á þriðju hæð hússins. Þar er gengið út á sameiginlega svalaaðkomu að þessari íbúð og þar sem þetta er endaíbúð þá ganga engir aðrir fyrir framan þessa íbúð á sameiginlegu svalaaðkomunni en eigendur hennar. og gestir þeirra.
Íbúðin skiptist á eftirfarandi hátt: Komið er inn í rúmgóða og flísalagða forstofu með góðum fataskáp. Hol og svefnherbergisgangur með parketi sem er afstúkaður frá stofurýminu með lágum vegg. Tvö rúmgóð og björt svefnherbergi, bæði með fataskápum og parketi á gólfum. Þvottahús er innan íbúðarinnar og er með flísum á gólfi, skolvaski og hillum. Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, upphengt wc, baðkar með sturtutækjum, falleg viðarinnrétting og gluggi. Eldhúsið er parketlagt og með fallegri viðarinnréttingu, flísar eru á milli efri og neðri skápa, tengi fyrir uppþvottavél og kæliskáp í innréttingu, háfur og borðaðstaða við bekkinn. Eldhúsið er opið yfir í mjög rúmgóða og bjarta borðstofu og stofu með parketi á gólfi, útgangur á stórar suð- vestur svalir sem eru með gervigrasi og flottu útsýni. 
Í bílakjallara er rúmgott sér bílastæði og önnur sérgeymsla íbúðar innaf bílstæði með mikilli lofthæð sem búið er að setja í milliloft og lokað með bílskúrhurð með fjarstýringu og er þetta frábært rými til margra hluta, t.d. er flott að geyma þarna mótorhjól og hjól fjölskyldunnar eða hafa þarna heimaskrifstofuaðstöðu ef það hentar. Í bílakjallaranum er einnig snyrtileg og rúmgóð aðstaða til að þvo bílinn.
Sameign: Snyrtileg sameign og er þar rúmgóð sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Húsið: Húsið er fallegt og snyrtilegt og virðist vera frekar viðhaldslétt með álklæðningu að mestu að utan.  
Lóðin: Lóðin er stór og falleg og vel skipulögð og er með sameiginlegum leiktækjum.
Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat45.910.000 kr.
 • Fasteignamat48.200.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð25. jún. 2020
 • Flettingar772
 • Skoðendur644
 • 164,1 m²
 • Byggt 2004
 • 3 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 2 svefnherbergi
 • Lyfta
 • Útsýni
 • Þvottahús

Vilhjálmur Bjarnason Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

VB Eignir
Malarhöfði 2. Efri hæð. 110 Reykjavík
villi@vbeignir.is
822-8183


Lánareiknir: 53.700.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 42.960.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 10.740.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Tröllateigur, 270 Mosfellsbær

Verð:53.700.000 kr. Stærð: 114 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

VB Eignir

Sími: 8228183
villi@vbeignir.is
www.vbeignir.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Vilhjálmur Bjarnason

Eignin var skráð 25 júní 2020
Síðast breytt 5 ágúst 2020

Senda á vin eignina Tröllateigur, 270 Mosfellsbær

Verð:0 kr. Stærð: 114 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

VB Eignir

Sími: 8228183
villi@vbeignir.is
http://www.vbeignir.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Vilhjálmur Bjarnason

Eignin var skráð 25 júní 2020
Síðast breytt 5 ágúst 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store