Húsaskjól fasteignasala Ármúli 4-6, 108 Reykjavík 5192600 - www.husaskjol.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ásdís Ósk Valsdóttir
Auðun Ólafsson
Guðbrandur Jónasson
Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir

Bárugata 5, 101 Reykjavík 63.900.000 kr.

129,7 m², hæð, 5 herbergi

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Bárugata 5 er seld og er í fjármögnunarferli. Mikil eftirspurn er eftir íbúðum með bílskúr í 101,105 og 107. Við erum með 55 kaupendur á skrá sem eru að leita að sambærilegri eign.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Viltu vita hvað okkar viðskiptavinir hafa að segja: Smelltu hér til að lesa umsagnir viðskiptavina
Viltu vera með puttann á fasteignapúslsinum: Smelltu hér til að skrá þig á fréttabréfið okkar


SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ BÓKA SÝNINGU OG UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR EIGNINA.

EIGANDI SKOÐAR SKIPTI Á MINNI EIGN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Rómantísk hæð í reisulegu húsi á Bárugötunni. Bílskúr fylgir eigninni sem og stæðið fyrir framan bílskúrinn.

Smelltu hér til að sjá myndband af eigninni
Smelltu hér til að sjá teikningar af eigninni

Á efstu hæð við Bárugötu 5 í 101 Reykjavík, er þessi rómantíska hæð. Skipulag hæðarinnar er eins og best verður á kosið og staðsetningin draumur fyrir aðdáendur miðborgarinnar. Hæðin er að hluta til undir súð og setur frumlegan svip á skipulag hæðarinnar. Gengið er inn um sameiginlegan inngang upp sjarmerandi stiga. Komið er inn í huggulegt eldhús, sem er í miðju hæðarinnar með fallegum gluggum og skipulagi. Í eldhúsinu eru hvítir neðri skápar með svargrárri borðplötu sem tóna vel saman. Í eldhúsinu er eyja á miðju gólfinu á móti vask og gluggum. Flísar prýða gólfið og eldhúsið er sérstaklega skemmtilega staðsett og er eins og hjarta hæðarinnar.

Ágætis hol er til staðar með parketi á gólfi og góðum gluggum.
Stórt baðherbergi er til staðar með baðkari og rúmgóðri sturtu þar sem hvíti liturinn er í forgrunni. Stílhreinar og hvítar innréttingar fylgja á baðherberginu og flísar eru á gólfi. Einnig eru skemmtilegir gluggar á baðherberginu sem hleypa góðri birtu inn.
Tvö svefnherbergi eru á hæðinni, bæði rúmgóð og björt og annað með mjög stórum skápum.
Tvær glæsilegar og stórar stofur prýða eignina og minna á franskan arkitektúr. Stofurnar bjóða uppá fjölbreytt skipulag, hægt er að nýta aðra stofuna sem borðstofu og hina sem hefðbundna stofu.
Í risinu er búið að innrétta mjög stórt svefnherbergi, sem mætti alveg kalla svítu og hægt að gera hana að sínu. Þessi eign býður uppá á óþrjótandi möguleika til að leika sér með rýmið með rómantísku ívafi sem heillar.
Hæðina prýða nýlegar og hvítar hurðar sem passa vel í skipulagið og bjart er yfir híbýlinu í alla staði.
Einnig fylgir bílskúr með hæðinni, sem er mikill kostur.

Húsið hefur verið endurnýjað töluvert s.l. ár: Þak 2019 ásamt hluta af burðarvirki, skolp 2015. Hluti af gluggum endurnýjaðir
Bílskúrinn var tekinn í gegn 2013, skipt um þak, einangraður, nýjir gluggar og ný hurð.
Herbergi á risloft endurgert 2016, rafmagnstafla endurnýjuð 2019 sem og dregið í nýtt rafmagn í stofu og ris

Hæðin er 109,9 fermetrar að stærð og bílskúrinn er 19.8 fermetrar að stærð, samtals er eignin 129,7 fermetrar að stærð . Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa hæð á sölu.
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat39.410.000 kr.
 • Fasteignamat60.750.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 3. júl. 2020
 • Flettingar1768
 • Skoðendur1544
 • 129,7 m²
 • Byggt 1931
 • 5 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Sameiginl. inngangur
 • Bílskúr
 • Engar svalir
 • Garður

Ásdís Ósk Valsdóttir Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

Húsaskjól fasteignasala
Ármúli 4-6, 108 Reykjavík
asdis@husaskjol.is
519-2600


Lánareiknir: 63.900.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 51.120.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 12.780.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Bárugata, 101 Reykjavík

Verð:63.900.000 kr. Stærð: 109.9 m² Tegund:Hæð Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Húsaskjól fasteignasala

Sími: 5192600
allir@husaskjol.is
www.husaskjol.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ásdís Ósk Valsdóttir
Auðun Ólafsson
Guðbrandur Jónasson
Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir

Eignin var skráð 3 júlí 2020
Síðast breytt 29 júlí 2020

Senda á vin eignina Bárugata, 101 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 109.9 m² Tegund:Hæð Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Húsaskjól fasteignasala

Sími: 5192600
allir@husaskjol.is
http://www.husaskjol.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ásdís Ósk Valsdóttir
Auðun Ólafsson
Guðbrandur Jónasson
Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir

Eignin var skráð 3 júlí 2020
Síðast breytt 29 júlí 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store