Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur 5503000 - www.fasteignamidstodin.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson

Lónkot Skagafirði , 566 Hofsós Tilboð

480 m², lóð, 0 herbergi


Fasteignamiðstöðin hefur fengið eina helstu náttúruperlu Skagafjarðar til sölu, hina rómuðu sjávarjörð og sveitasetur, Lónkot landnúmer 146557.
Á jörðinni hefur verið rekin vinsæl menningartengd ferðaþjónusta til fjölda ára við Gullnu ströndina eins og Höfðaströndin er nú kölluð með einstakri útsýn til Málmeyjar, Drangeyjar og Þórðarhöfða. Heimalandið er um 60 hektarar með berjalandi og strandlengju með silungsveiði. Fjölbreytt fuglalíf þrífst á jörðinni og var þar töluvert æðarvarp þegar það var stundað. Möguleiki á sjósókn er frá ströndinni.
Malbikaður vegur liggur frá þjóðvegi með stóru bílaplani. Húsakostur er m.a. veitingahús með góðri aðstöðu í eldhúsi, setustofu, gistirými, þvottahúsi auk baðhúss með heitum potti. Íbúðarhúsið hefur verið endurnýjað. Útsýnisturn og skemma, gosbrunnur, tjaldstæði og tjaldgrind, fyrir samkomur, yfir mikla hringlaga grjóthleðslu. Einnig eru þar fleiri vel unnar grjóthleðslur. Búið var að koma upp níu holu golfvelli.
Í Lónkoti var rekið eitt helsta sælkeraeldhús landsbyggðarinnar og eigendur Lónkots frumkvöðlar og hugmyndasmiðir að Matarkistu Skagafjarðar. Á jörðinni eru nokkur útilistaverk eftir íslenska myndhöggvara. Minnisvarði um Sölva Helgason var afhjúpaður eftir Gest Þorgrímsson árið 1995. Höggmynd um þjóðsagnarpersónuna Ólöfu í Lónkoti eftir Pál á Húsafelli var afhjúpuð árið 1999 og minnisvarði við Eldhring staðarins einnig eftir Pál árið 2000 í tilefni þúsaldarmóta. Höggmyndin Sólfar eftir Örn Þorsteinsson frá árinu 2002 ásamt fleiri verkum úr einkasýningu hans Steinar úr sjó. Í gengum tíðina hafa valinkunnir listamenn þjóðarinnar sýnt verk í veitingahúsi staðarins. Tilboð óskast.

Tilvísunarnúmer 10-1232 / 18-0182 / 20-1828.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550 3000
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / fasteignir.is /mbl.is/fasteignir/ fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is

Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm. 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm. 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat114.635.000 kr.
  • Fasteignamat34.426.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð31. júl. 2020
  • Flettingar4451
  • Skoðendur4013
  • 480 m²
  • 0 herbergiSenda fyrirspurn vegna Lónkot Skagafirði, 566 Hofsós

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson

Eignin var skráð 31 júlí 2020
Síðast breytt 10 ágúst 2020

Senda á vin eignina Lónkot Skagafirði, 566 Hofsós

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
http://www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson

Eignin var skráð 31 júlí 2020
Síðast breytt 10 ágúst 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store