Lögeign
Garðarsbraut 26, 640 Húsavík
8657430 -
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hermann Aðalgeirsson



















Garðarsbraut 39, 640 Húsavík 30.000.000 kr.
128,5 m², fjölbýlishús, 5 herbergi
Lögeign kynnir eignina Garðarsbraut 39, íbúð 301.
Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð í steinsteyptu húsi, byggt árið 1964. Samtals stærð eignarinnar er 128,5 m2. og skiptist íbúðin í stofu, þrjú herbergi, eldhús, snyrtingu, geymslu/herbergi og gang. Gengið er inn í húsið á jarðhæð og er þá komið inn í sameign og þaðan gengið upp á þriðju hæð.
Nánari lýsing
Komið er inn í forstofu þar sem útgengi er út á svalir sem tilheyra eigninni. Nýlegur skápur er í forstofunni. Úr forstofu er gengið inn í stórt hol með góðu rými. Þar er eldhúskrókur í horni rýmisins. Eldhúsinnrétting er frá 2015 og er hún með dökkri borplötu og eru skápar úr eik. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu. Mikið skápapláss er í innréttingunni. Úr holinu er gengið inn í öll þrjú herbergi eignarinnar. Hjónaherbergi er stórt og er það með innbyggðum skáp, herbergi við forstofu er einnig mjög rúmgott. Eitt herbergi sem er við hliðina á hjónaherbergi er svo öllu minna. Harðparket er á gólfi allra herbergjanna. Geymsla er við holið, á milli herbergja. Geymslan er rúmgóð og væri auðvelt að breyta henni í herbergi. Baðherbergi er mjög snyrtilegt með hvítum flísum á gólfi og veggjum og ágætri innréttingu. Sturtubaðkar er í herberginu og upphengt salerni. Úr aðalrými eignarinnar er gengið inn í stóra stofu sem er yst í eigninni. Þar er bæði gott pláss til að hafa sjónvarpsstofu sem og borðstofu. Stórir gluggar eru í stofunni sem gefa lýsa hana upp. Gólfefni er sambærilegt og í herbergjum.
Endurbætur:
- Farið var í endurbætur á húsinu að utan árið 2009.
- Eldhús er frá 2015 og var þá skipt um allt gólfefni í því rými.
- Fataskápur smíðaður árið 2015.
- Ný teppi á stigagang.
- Baðherbergi hefur verið endurnýjað að hluta og var þá gerð aðstaða til að hafa þvottavél og þurrkara á baðherberginu. Samhliða voru næstum allar lagnir sem tengjast eigninni endurnýjaðar.
- Þak þarf að skoða sérstaklega og er það mjög líklega komið á tíma. Leki hefur verið í einu herbergi og líklegt að það leki meðfram skorstein.
- Sérmerkt stæði fyrir utan hús tilheyrir eigninni.
Húsið er verslunar og íbúðarhús og skiptist í kjallara, tvær hæðir og ris. Í kjallara er lager og sameiginlegt tæknirými. Á 1. hæð er verslun og stigahús sem er í sameign. Á 2. hæð eru íbúðir og æfingasalur og stigahús sem er í sameigi annarrar og þriðju hæðar. Á þriðju hæð er svo íbúðin sem um ræðir hér að ofan.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu hermann@logeign.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

- Brunabótamat32.300.000 kr.
- Fasteignamat25.300.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð10. ágú. 2020
- Flettingar1007
- Skoðendur815
- 128,5 m²
- Byggt 1964
- 5 herbergi
- 1 baðherbergi
- 3 svefnherbergi
- Sameiginl. inngangur
- Þvottahús


















