


































Seljaland 7, 108 Reykjavík 62.500.000 kr.
121,6 m², fjölbýlishús, 4 herbergi
Komið inn í forstofu með fataskáp með rennihurð. Þaðan er gengið í önnur rými íbúðarinnar. Stofan er björt og rúmgóð með stórum gluggum til suðurs, einnig er útgengi þaðan út á rúmgóðar svalir. Eldhús er við hlið stofu með góðri innréttingu og búrskáp, flísalagt á milli innréttinga og aðstaða fyrir eldhúsborð. Baðherbergi er að hluta til endurnýjað, er það flísalagt að mestu og góðar innréttingar. Þvottaaðstaða er á baðherberginu í innréttingu sem tekur bæði þvottavél og þurrkara. Þrjú svefnherbergi, þar af er hjónaherbergi með fataskápum. Gólfefni eru parket, flísar og teppi á einu herbergi. Í kjallara er sér geymsla íbúðarinnar, sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.
Bílskúr er sérlega vel útbúinn. Heitt og kalt vatn, hiti og rafmagn ásamt rafmagnshurðaopnara. Í bílskúrnum er líka milliloft sem nýtist vel sem geymsla.
Umhverfi eignarinnar er sérlega skemmtilegt, stutt í íþróttir og nýbúið að setja upp körfuboltavöll, fótboltavöll og leiksvæði við hliðina á húsinu. Ekki þarf að fara yfir götu þegar gengið eða hjólað er í Fossvogsskóla.
Upplýsingablað seljanda er hægt að fá hjá fasteignasala en þar koma fram upplýsingar um ástand eignarinnar og framkvæmdir. Seljendur greiddu um 3,5 milljónir í endurbætur og viðgerðir á húsinu sem lauk í fyrrahaust.
Hér er um að ræða virkilega fína eign sem nýlega er búið að endurnýja að utan og að hluta til að innan.
Allar nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

- Brunabótamat40.440.000 kr.
- Fasteignamat53.400.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð14. jan. 2021
- Flettingar500
- Skoðendur398
- 121,6 m²
- Byggt 1973
- 4 herbergi
- 1 baðherbergi
- 3 svefnherbergi
- Sameiginl. inngangur
- Bílskúr

























