Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Emilsson

Freyja Sigurðardóttir

Ágústa Hauksdóttir

Andrea Guðrún Gunnlaugsdóttir





























Strandgata 9, 220 Hafnarfjörður Tilboð
235,9 m², atvinnuhúsnæði, 0 herbergi
Hraunhamar kynnir: Strandgata 9 Hfj þar sem Súfistinn kaffihús hefur verið til húsa sl 25 ár, glæsileg húseign á þremur hæðum 235 fm og að auki er búið að heimila samkvæmt samþykktu deiluskipulagi 396 fm til viðbótar þ.e. stækkun á veitingarsal og þrjár glæsilegar íbúðir. Einstök staðsetning í hjarta bæjarins. Verðtilboð. Húsið hefur mikið varðveislugildi sem eitt fyrsta steinsteypta húsið í Hafnarfirði. Það var byggt 1912 og hefur því staðið í rúmlega hundrað ár. Húsið ber aldurinn vel og saga þess og svæðisins í kring er samofin sögu Hafnarfjarðar. Bókabúð Böðvars stóð til margra árið við torgið sem löngum hefur þótt vera skjólsælasti og sólríkasti staðurinn í bænum. Gamlir Hafnfirðingar töluðu ávallt um þennan stað sem "Costa del Böðvar" - slík þótti veðursældin á torginu þegar best lét.
Eignin er til sýnis í samráði við Helga Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is Verðtilboð.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit strax.
Húsið sjálft á sér mikla sögu í bænum en það var byggt 1912 úr steypu. Húsið hefur verið í góðu viðhaldi og var endurnýjað mikið á sínum tíma. Staðsetningin við torgið á móti Bæjarbíói þykir vera afar góð, enda skjólsamt með afbrigðum og mikið líf í kringum torgið þar sem húsið stendur. Súfistinn hefur verið eitt mesta kennileiti miðbæjarins, enda í fararbroddi í kaffihúsamenningu Íslendinga.
Með góðu samstarfi við rekstraaðila Bæjarbíó hefur myndast á torginu mikið aðdráttarafl í hjarta bæjarins, bæjarbúum til yndisauka.
Súfistinn var stofnaður fyrir 25 árum síðan (1994) og fagnar því stórafmæli sínu um þessar mundir.
Til sölu er því húsið sjálft 235 fm og að auki byggingarréttur 396 fm samtals 632 fm. Gert er ráðfyrir stækkun á Veitingahúsinu/kaffihúsinu og þremur nýjum glæsilegum íbúðum, samkv uppdráttum og teikningum.
Nánari uppl gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is
Freyja M Sigurðard. lgf.
www.hraunhamar.is
www.facebook.com/hraunhamar
www.instagram.com/hraunhamar
Sýna alla lýsingu
Eignin er til sýnis í samráði við Helga Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is Verðtilboð.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit strax.
Húsið sjálft á sér mikla sögu í bænum en það var byggt 1912 úr steypu. Húsið hefur verið í góðu viðhaldi og var endurnýjað mikið á sínum tíma. Staðsetningin við torgið á móti Bæjarbíói þykir vera afar góð, enda skjólsamt með afbrigðum og mikið líf í kringum torgið þar sem húsið stendur. Súfistinn hefur verið eitt mesta kennileiti miðbæjarins, enda í fararbroddi í kaffihúsamenningu Íslendinga.
Með góðu samstarfi við rekstraaðila Bæjarbíó hefur myndast á torginu mikið aðdráttarafl í hjarta bæjarins, bæjarbúum til yndisauka.
Súfistinn var stofnaður fyrir 25 árum síðan (1994) og fagnar því stórafmæli sínu um þessar mundir.
Til sölu er því húsið sjálft 235 fm og að auki byggingarréttur 396 fm samtals 632 fm. Gert er ráðfyrir stækkun á Veitingahúsinu/kaffihúsinu og þremur nýjum glæsilegum íbúðum, samkv uppdráttum og teikningum.
Nánari uppl gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is
Freyja M Sigurðard. lgf.
www.hraunhamar.is
www.facebook.com/hraunhamar
www.instagram.com/hraunhamar

- Brunabótamat82.850.000 kr.
- Fasteignamat41.950.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð16. jan. 2021
- Flettingar1159
- Skoðendur1065
- 235,9 m²
- Byggt 1951
- 0 herbergi



























