Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson

Björn Davíðsson







Hagabrekka 1, 604 Akureyri 8.900.000 kr.
2398 m², lóð, 0 herbergi
Hagabrekka 1 – byggingarlóð í landi Glæsibæjar – stærð lóðar 2.398 m²
Lóðin er í fallegu og gróðursælu umhverfi í landi Glæsibæjar í Hörgársveit, skammt norðan við Akureyri.
Lóðin eru leigulóð líkt og tíðkast í þéttbýlum og kaupverðið er innviða- og gatnagerðargjald. Búið er að hnita út lóðarmörk og byggingarreit en ekki er búið að hafa jarðvegsskipti, en talið er að um 1 – 2 m séu niður á fast, og efnislosun má fara frama á svæðinu, auk þess sem aðgangur er að malarnámu á jörðinni skv. samkomulagi við landeigendur. Lagnir frá veitufyrirtækjum eru við lóðarmörk, heitt og kalt vatn frá Norðurorku, rafmagn frá Rarik, ljósleiðari frá Tengir. Fráveitulagnir verða við lóðarmörk en fráveitukerfið byggir á sameiginlegum rotþróm fyrir skólp en grávatnsdren skal útbúið á hverri lóð skv. skilmálum lóðarleigusamnings. Tengigjöld eru þó ekki greidd.
Vegir að lóðarmörkum verða með bundnu slitlagi og lágstemmd götulýsing meðfram gangstéttum við vegi gangstéttar verða afmarkaðar með línum frá akleiðum – þ.e. gangstéttar verða ekki uppbyggðar.
Árleg lóðarleiga er kr. 69.000.- tengt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og innheimtist ársfjórðungslega. Lóðarleiga er hugsuð sem leiga vegna lands og til viðhalds á innviðum s.s. viðhald á vegum og gangstéttum, viðhald og rekstur á götulýsingu, uppsetning og viðhald leiksvæða. Fast gjald verður greitt fyrir snjómokstur skv. viðauka við lóðarleigusamninga.
Lóðarleigusamningurinn byggir á sambærilegum lóðarleigusamningum sveitarfélaga, með 90 ára gildistíma og sjálfvirkri framlengingu.
Byggingarskilmálar
Markmiðið er að hafa frelsi í byggingaskilmálum. Takmarkanir eru þó á hæð húsa og allar byggingar skulu grundaðar á fast og á steyptum grunnum. Leyfi er fyrir þremur byggingum á hverri lóð, einbýlishús að lágmarki 120 m² auk 2ja annarra bygginga að hámarki 80 m² hvort hús sem getur verið vinnustofa, gestahús, bílskúr osfrv. þó eru gripahús ekki leyfð.
Hámark leyfislegs byggingamagns á hverri lóð er 500 m².
Vegagerð er hafin og nú er orðið fært um hverfið venjulegum farartækjum og stefnt er því að allar lagnir verði komnar að lóðarmörkum sumarið 2021 og að fyrsti áfangi verði fullfrágenginn eigi síðar en haustið 2024. Í fyrsta áfanga eru skipulagðar 18 lóðir og 12 lóðir í seinni áfanga. Allar lóðir eru rúmgóðar og með góðu útsýni, stutt er niður í fjöru og skemmtlegar gönguleiðir.
Sýna alla lýsingu
Lóðin er í fallegu og gróðursælu umhverfi í landi Glæsibæjar í Hörgársveit, skammt norðan við Akureyri.
Lóðin eru leigulóð líkt og tíðkast í þéttbýlum og kaupverðið er innviða- og gatnagerðargjald. Búið er að hnita út lóðarmörk og byggingarreit en ekki er búið að hafa jarðvegsskipti, en talið er að um 1 – 2 m séu niður á fast, og efnislosun má fara frama á svæðinu, auk þess sem aðgangur er að malarnámu á jörðinni skv. samkomulagi við landeigendur. Lagnir frá veitufyrirtækjum eru við lóðarmörk, heitt og kalt vatn frá Norðurorku, rafmagn frá Rarik, ljósleiðari frá Tengir. Fráveitulagnir verða við lóðarmörk en fráveitukerfið byggir á sameiginlegum rotþróm fyrir skólp en grávatnsdren skal útbúið á hverri lóð skv. skilmálum lóðarleigusamnings. Tengigjöld eru þó ekki greidd.
Vegir að lóðarmörkum verða með bundnu slitlagi og lágstemmd götulýsing meðfram gangstéttum við vegi gangstéttar verða afmarkaðar með línum frá akleiðum – þ.e. gangstéttar verða ekki uppbyggðar.
Árleg lóðarleiga er kr. 69.000.- tengt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og innheimtist ársfjórðungslega. Lóðarleiga er hugsuð sem leiga vegna lands og til viðhalds á innviðum s.s. viðhald á vegum og gangstéttum, viðhald og rekstur á götulýsingu, uppsetning og viðhald leiksvæða. Fast gjald verður greitt fyrir snjómokstur skv. viðauka við lóðarleigusamninga.
Lóðarleigusamningurinn byggir á sambærilegum lóðarleigusamningum sveitarfélaga, með 90 ára gildistíma og sjálfvirkri framlengingu.
Byggingarskilmálar
Markmiðið er að hafa frelsi í byggingaskilmálum. Takmarkanir eru þó á hæð húsa og allar byggingar skulu grundaðar á fast og á steyptum grunnum. Leyfi er fyrir þremur byggingum á hverri lóð, einbýlishús að lágmarki 120 m² auk 2ja annarra bygginga að hámarki 80 m² hvort hús sem getur verið vinnustofa, gestahús, bílskúr osfrv. þó eru gripahús ekki leyfð.
Hámark leyfislegs byggingamagns á hverri lóð er 500 m².
Vegagerð er hafin og nú er orðið fært um hverfið venjulegum farartækjum og stefnt er því að allar lagnir verði komnar að lóðarmörkum sumarið 2021 og að fyrsti áfangi verði fullfrágenginn eigi síðar en haustið 2024. Í fyrsta áfanga eru skipulagðar 18 lóðir og 12 lóðir í seinni áfanga. Allar lóðir eru rúmgóðar og með góðu útsýni, stutt er niður í fjöru og skemmtlegar gönguleiðir.

- Brunabótamat0 kr.
- Fasteignamat0 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð18. jan. 2021
- Flettingar458
- Skoðendur418
- 2398 m²
- 0 herbergi





