























Dyngjuvegur 12, 104 Reykjavík 42.900.000 kr.
69,6 m², fjölbýlishús, 3 herbergi
Bjarta og fallega 3ja herbergja risíbúð með frábæru útsýni við Dyngjuveg 12, Reykjavík. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin 69,6 fm.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Nánari lýsing:
Gengið er inn á gang sem er parketlagður.
Eldhús er rúmgott með góðri innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél og ísskáp. Dúkur á gólfi.
Svefnherbergi I&II eru björt og rúmgóð með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með góðri innréttingu, salerni og baðkari með sturtuaðstöðu. Tengi fyrir þvottavél. Með breytingum væri mögulegt að setja einnig þurrkara.
Borðstofa/stofa eru samliggjandi. Rúmgott og skemmtilegt rými. Þaðan er útgengt á svalir með frábæru útsýni. Parket á gólfi.
Sérgeymsla er í kjallara. Einnig er mikið geymslupláss undir súð uppi í íbúðinni sjálfri.
Nánari upplýsingar um eignina veita:
Garðar Hólm, löggiltur fasteignasali í gegnum gh@trausti.is eða s. 899-8811
Guðlaug Jóna, löggiltur fasteignasali í gegnum gulla@trausti.is eða s. 661-2363
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

- Brunabótamat24.300.000 kr.
- Fasteignamat43.850.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð20. jan. 2021
- Flettingar3838
- Skoðendur3162
- 69,6 m²
- Byggt 1949
- 3 herbergi
- 1 baðherbergi
- 2 svefnherbergi
- Sameiginl. inngangur
- Útsýni



















