Miðborg fasteignasala Sundagörðum 2, 2.hæð 104 Reykjavík 5334800 - www.midborg.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björn Þorri Viktorsson
Elín Víðarsdóttir

Vesturgata 69, 101 Reykjavík 49.700.000 kr.

74,3 m², fjölbýlishús, 3 herbergi


Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð 74,3 fm. á 3. hæð (efstu) ásamt stórum 17,4 fm. sólríkum suðursvölum. Aukin lofthæð er í stórum hluta íbúðarinnar. Mjög fallegt útsýni er til norðurs og vesturs yfir sundin, Akrafjall, Esjan, Móskarðshnjúkar og víðar. Gólfflötur er u.þ.b. 80 fm., þar sem barnaherbergið er að miklum hluta undir súð og mælist því ekki nema að litlu leyti í birtri fm. stærð eignarinnar. Húsið og íbúðin hefur mikið verið endurnýjað á liðnum árum. Húsið var sprunguviðgert og málað 2017/2018, þakjárn endurnýjað og flestir gluggar og gler í íbúðinni. Þá var stigahús málað og teppi endurnýjað 2018/2019 að sögn seljenda. Hið innra er nýtt eldhús með tækjum frá 2019 og öll gólfefni (nema á baði) voru endurnýjuð 2019.

Nánari lýsing: Komið er á parketlagða forstofu/hol með aukinni lofthæð. Barnaherbergið er beint innaf holinu, parketlagt og með glugga til vesturs (út á svalirnar). Hluti herbergisins er undir súð. Stofan er samliggjandi við holið, mjög björt með glugga bæði til suðurs og norðurs og aukinni lofthæð. Útgangur á glæsilegar sólríkar 17,4 fm. hellulagðar suðursvalir úr stofu. Eldhúsið er parketlagt, með fallegri nýrri sprautulakkaðri innréttingu, keramik Samsung spam-helluborði og bakarofni með stáláferð. Lögn er fyrir uppþvottavél í eldhúsi og lýsing undir efri skápum. Góður borðkrókur er fyrir framan eldhúsið, samliggjandi við stofuna. Gluggi til norðurs úr eldhúsi. Hjónaherbergið er rúmgott með parketi á gólfi og aukinni lofthæð. Miklir opnir klæðaskápar í hjónaherbergi og gluggi til suðurs (út á svalirnar). Baðherbergið er með máluðum flísum á gólfi og veggjum, baðkari með sturtutækjum, innréttingu og glugga til norðurs. Nýtt wc. og vaskur á baði. Allt parket er nýlegt harðparket.

Í kjallara/jarðhæð er rúmgóð sérgeymsla með hillum og litlum glugga til norðurs. Þar er einnig rúmgóð reiðhjóla- og barnavagnageymsla með bakútgangi á lóð og sameiginlegt þvottahús með þvottasnúrum og bakútgangið á lóð (hver með sína vél).

- Aukin lofthæð í stærstum hluta íbúðar.
- Sjávarútsýni til norðurs, Akrafjall, Esjan o.fl.
- Glæsilegar 17,4 fm. sólríkar svalir til suðurs.
- Nýtt eldhús.
- Allt parket er nýtt harðparket.
- Endurnýjað þakjárn.
- Gler og gluggar endurnýjað að mestu.
- Snyrtileg sameign, nýlegt teppi og málning á stigahúsi.

Afar áhugaverð eign í gamla vesturbæ og í göngufæri við miðbæinn. Stutt í gönguleiðir á Granda, Eiðisgranda, Seltjarnarnesi og víðar.
Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktosson hrl og lgf. bjorn@midborg.is, eða í síma 894-7070.Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat24.550.000 kr.
 • Fasteignamat41.100.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð28. jan. 2021
 • Flettingar5759
 • Skoðendur4992
 • 74,3 m²
 • Byggt 1987
 • 3 herbergi
 • 2 svefnherbergi
 • Sameiginl. inngangur
 • Suðursvalir
 • Útsýni
 • Garður

Lánareiknir: 49.700.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 39.760.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 9.940.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Vesturgata, 101 Reykjavík

Verð:49.700.000 kr. Stærð: 74.3 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Miðborg fasteignasala

Sími: 5334800
midborg@midborg.is
www.midborg.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Björn Þorri Viktorsson
Elín Víðarsdóttir

Eignin var skráð 28 janúar 2021
Síðast breytt 11 febrúar 2021

Senda á vin eignina Vesturgata, 101 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 74.3 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Miðborg fasteignasala

Sími: 5334800
midborg@midborg.is
http://www.midborg.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Björn Þorri Viktorsson
Elín Víðarsdóttir

Eignin var skráð 28 janúar 2021
Síðast breytt 11 febrúar 2021

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store