
































Bólstaðarhlíð 50, 105 Reykjavík 47.500.000 kr.
92,3 m², fjölbýlishús, 4 herbergi
ÍBÚÐIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA SEM GILDIR TIL 8. MARS 2021.
NÝTT Á SÖLUSKRÁ! Björt og rúmgóð 3-4 herbergja íbúð á 3. hæð við Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík - 2 svefnherbergi - möguleiki á 3ja svefnherberginu. Eign á sérlega góðum stað í Hlíðahverfi í fjölbýlishúsi sem fengið hefur gott viðhald. Stutt í verslun, þjónustu, skóla og helstu samgöngur.
Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, Sími: 588-4477, Snorri Snorrason, löggiltur fasteignasali og Rakel Árnadóttir, löggiltur fasteignasali- kynna; vel skipulagða íbúð á 3. hæð í góðu fjöleignahúsi sem er botnlangamegin í Bólstaðarhlíð. Íbúðin er skráð 92.3 fm að stærð en þar af er 5,7 fm sérgeymsla í kjallara ásamt sameign.
SKIPULAG OG LÝSING:
Komið er inn í alrými með ljósum flísum á gólfi.
Eldhús er með hvítri innréttingu, glugga og ljósum flísum á gólfi og borðkrók.
Stofa og borðstofa eru í einu rými. Stofur eru rúmgóðar og bjartar með stórum gluggum og útsýni út í stóran sameiginlegan garð. Dyr út á vestur-svalir frá stofu. Möguleiki er á að gera 3ja svefnherbergið í hluta borðstofu.
Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi og hvítri vaskinnréttingu. Baðkar með sturtu. Opnanlegur gluggi í baðherbergi.
Hjónaherbergi með fataskápum. Ljós dúkur á gólfi
Svefnherbergi 2 er rúmgott með harðparketi.
Gólfefni: Á öllum rýmum nema svefnherbergjum eru ljósar keramikflísar.
Í sameign í kjallara eru tvö sameigninleg þvottahús, þurrkherbergi, hjólageymsla með útidyrum og hitakompa.
Garður er sameigninlegur og er mjög stór, bæði fyrir framan og aftan hús.
Íbúðinni fylgir bílskúrsréttur.
ANNAÐ:
Í íbúðinni voru allri gluggar og gler endurnýjaðir nýlega nema annar glugginn í stofu. Skipt var um gler í honum.
Húsið hefur fengið gott viðhald. Nýlegir gluggar og gler í allri blokkinni. Skipt var um þak og pappi endurnýjaður fyrir nokkrum árum. Hús málað nýlega og skipt um handrið á svölum. Stigagangur var nýlega málaður og teppalagður. Rafmagnstafla er nýleg. Einnig voru voru skolplagnir myndaðar fyrir 10 árum.
Vel skipulögð íbúð 3ja-4 ra herb á 3. hæðí góðu fjöleignarhúsi á góðum stað í Hlíðunum (botnlangamegin í Bólstaðarhlíð). Stórar vestursvalir, rúmgóð og vel við haldin sameign. Stór garður framan og aftan við hús. Bílskúrsréttur !
Nánari upplýsingar veita; Snorri Snorrason lgfs, sími: 895 2115, snorri@valholl.is og Rakel Árnadóttir lgfs. sími 895 8497, rakel@valholl.is
VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015 til 2019, EN AÐEINS 2 % FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

- Brunabótamat30.000.000 kr.
- Fasteignamat41.100.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð18. feb. 2021
- Flettingar1192
- Skoðendur998
- 92,3 m²
- Byggt 1967
- 4 herbergi
- 1 baðherbergi
- 2 svefnherbergi
- Sameiginl. inngangur
- Vestursvalir
- Garður
- Þvottahús





























