
















Dalsbraut 32, 207, 260 Reykjanesbær 31.400.000 kr.
64,5 m², fjölbýlishús, 3 herbergi
Stuðlaberg fasteignasala kynnir tveggja herbergja íbúð á annari hæð. Íbúðin er merkt 0207 og er skráð 64,5 fm. Eignin skilast fullfrágengin að innan sem utan. Húsin er staðsteypt, einangrað að utan og klætt með báruáli og lerki klæðningu. Gluggar og útihurðir eru úr ál og tré.
Sjá sölusíðu byggingaraðila hér
Myndir að innan eru úr sýningaríbúð við Aspardal 1 á þriggja herbergja íbúð.
Dalsbraut 32-36 eru 2ja hæða hús, hvert með 15 íbúðum, sbr. teikningar arkitekta. Stærð íbúða er frá 55,2 fm upp í 74,7 fm. Í hverri byggingunni eru kaldir stigagangar með inngöngum beint inn í íbúðirnar. Stórar svalir fylgja íbúðum á 2. hæð sem heimilt er að loka með svalalokun í sama stíl og handriðið að fengnu samþykki byggingafulltrúa. Séreignargarður fylgir flestum íbúðum á 1. hæð sem heimilt er að stúka af með girðingu í samræmi við teikningu arkitekta. Geymslur á jarðhæð fylgja öllum íbúðum nema næst minnstu íbúðagerðinni. Geymsla á þeim íbúðum verður uppfyllt með geymsluskáp innan íbúðar. Góð hljóðeinangrun er á milli íbúða en plötur milli íbúða eru 22 cm og veggir 20 cm sem gefur aukna hljóðeinangrun. Vínil parket til að draga úr hljóðum frá gólfefni. Húsin standa á stórri lóð, með fjölda bílastæða og hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla.
Að innan eru allar íbúðir fullfrágengnar með sérsmíðuðum innréttingum, fullmálaðar og með hágæða vínylparketi frá Tarkett, 5 mmm með áföstum hljóðdúk ásamt hvítum gólflistum. Eldhúsinnréttingar eru gráar að lit með kvarts borðplötum og vönduðum eldhústækjum frá Blanco. Baðinnréttingar eru einnig með kvarts steini og blöndunartækjum frá Grohe. Á gólfum inni á baði eru 60x60 Rako Betonic flísar frá Álfaborg. Innihurðar eru staðlaðar yfirfelldar hvítar að lit.
Um er að ræða vel skipulagðar íbúðir í litlum fjölbýlishúsum. Stutt er í alla þjónustu að Fitjum. Stapaskóli, einn glæsilegasti leik- og grunnskóli landsins er í þessu blómlega hverfi, steinsnar frá íbúðunum. Falleg náttúra er allt um kring og stutt er í ýmiss konar útivistarmöguleika.
Dalshverfið er sá hluti Njarðvíkur sem liggur næst höfuðborgarsvæðinu. fyrirhuguð er mikil uppbygging á svæðinu og ber þar hæst að nefna nýja bygging Stapaskóla sem er heildstæður skóli, sem felur í sér leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, frístundaskóla og félagsmiðstöð.
Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinna.
Byggingaraðili
Miðbæjareignir ehf. er húsbyggjandi og ábyrgðaraðli verksins en öll framkvæmd er í höndum Asista verktaka ehf. sem starfar á húsbyggingamarkaði.
Allar nánari upplýsingar gefa eftirfarandi löggiltir fasteignasalar:
Nánari upplýsingar veita starfsmenn Stuðlabergs í síma 420-4000 eða á tölvupósti studlaberg@studlaberg.is

- Brunabótamat28.000.000 kr.
- Fasteignamat28.500.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð22. mar. 2021
- Flettingar326
- Skoðendur273
- 64,5 m²
- Byggt 2021
- 3 herbergi
- 1 baðherbergi
- 2 svefnherbergi
- Sérinngangur
- Svalir
- Garður














