Eignatorg fasteignasala Skipholt 50b, 105 Reykjavík 5103500 - www.eignatorg.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björgvin Guðjónsson

Stóra-Hildisey 2, 861 Hvolsvöllur 440.000.000 kr.

0 m², lóð, 0 herbergi

Eignatorg kynnir: Stóra-Hildisey 2, Rangárþingi eystra. Um er að ræða einstaklega snyrtilegt og afar vel uppbyggt kúabú í fullum rekstri. Mjög góð aðstaða er til staðar til áframhaldandi uppbyggingar og stækkunar búsins. Jörðin selst með 540.202 lítra framleiðslurétti í mjólk, vélum og áhöfn.

Skv. skráningu Þjóðskrár eru eftirfarandi byggingar á jörðinni:
Íbúðarhús byggt 1970 en uppgert og stækkað um 1990, samtals 249 fm.
Lausagöngufjós með áburðarkjallara tekið í notkun á árunum 2007 - 2008, samtals 1.143,6 fm.
Hlaða byggð 1982, samtals 420 fm.
Véla / verkfærageymsla byggð 1955, samtals 145,6 fm
Önnur útihús byggð á árunum 1966 - 1986, samtals 191,8 fm.
Jörðin er 180 hektarar og eru 100 hektarar ræktaðir og þar af 80 hektarar í túni.
Greiðslumark jarðarinnar er 540.202 lítrar.

Nánari lýsing:
Íbúðarhús er byggt úr timbri á steyptum kjallara og hefur fengið gott viðhald. Húsið skiptist þannig:
Aðal inngangur er inn á miðhæð hússins sem skiptist í forstofu, herbergi, eldhús, sjónvarpshol, stofu, sólstofu, baðherbergi og hjónaherbergi. Sólpallur með háum skjólveggjum og heitum potti er við húsið.
Í risi eru þrjú svefnherbergi og snyrting.
Sérinngangur er í kjallarann þar sem er forstofa, herbergi, þvottahús og geymslur. Hæglega mætti útbúa séríbúð í kjallaranum.

Fjósið er stálgrindarhús á steyptum kjallara með 72 legubásum ásamt uppeldisaðstöðu, flórsköfukerfi, 2X4 mjaltabás, stækkanlegur, og fóðurkerfi sem er heilfóðurvagn á braut. Vagnin er forritanlegur til að blanda mismunandi fóðri eftir fóðurþörf tiltekinna hópa sem auðvelt er að skipta upp í hólf í fjósinu. Heyjað er í stæður og öll aðstaða með því besta til fóðurmeðferðar.
Aðgengilegt er að koma fyrir 120 legubásum fyrir mjólkurkýr í fjósinu.
Fjóshlaða er steypt og er innréttuð til fóðurblöndunar og sem burðar- og sjúkrastíur.

Önnur hús eru einföld að gerð.

Tún eru í mjög góðri rækt og eru malarbornir vegir lagðir meðfram túnum til að lágmarka umferð á ræktuðu landi.

Gripa-, véla- og tækjalistar liggja fyrir á skrifstofu Eignatorgs.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson búfræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat355.080.000 kr.
  • Fasteignamat99.130.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð11. ágú. 2021
  • Flettingar8734
  • Skoðendur7247
  • 0 m²
  • 0 herbergi
  • Sérinngangur

Lánareiknir: 440.000.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 352.000.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 88.000.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Stóra-Hildisey, 861 Hvolsvöllur

Verð:440.000.000 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Eignatorg fasteignasala

Sími: 5103500
eignatorg@eignatorg.is
www.eignatorg.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Björgvin Guðjónsson

Eignin var skráð 11 ágúst 2021
Síðast breytt 18 janúar 2022

Senda á vin eignina Stóra-Hildisey, 861 Hvolsvöllur

Verð:0 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Eignatorg fasteignasala

Sími: 5103500
eignatorg@eignatorg.is
http://www.eignatorg.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Björgvin Guðjónsson

Eignin var skráð 11 ágúst 2021
Síðast breytt 18 janúar 2022

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store