Domusnova fasteignasala Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur 5271717 - domusnova.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Óskar Már Alfreðsson
Magnús Guðlaugsson
Björgvin Þór Rúnarsson
Árni Helgason

Arnarsmári 10, 201 Kópavogur 61.400.000 kr.

93,5 m², fjölbýlishús, 4 herbergi

*** EIGNIN ER SELD, MEÐ FYRIR FYRIRVARA ***

Domusnova fasteignasala og Aðalsteinn Bjarna lgf. kynna í sölu fallega fjögurra herbergja íbúð á 3. hæð við Arnarsmára 10, 201 Kópavogi. Um er að ræða íbúð sem er alls 89,5 m2 að stærð auk 4 m2 geymslu inn af sameign í kjallara. Íbúðin hefur verið endurnýjuð að miklu leiti nýlega með innréttingum á baði og í eldhúsi og nýju gólfefni ásamt því að vera nýlega máluð. Veggur í alrými var einnig tekinn niður sem opnar eldhús betur í alrými ásamt því að gera íbúðina rúmbetri og bjartari. Virkilega góð staðsetning ofarlega í Smárahverfi með góðu útsýni. Stutt er í alla helstu þjónustu, eins og matvöruverslun, skóla, leikskóla ásamt íþróttastarfi og líkamsrækt svo eitthvað sé nefnt. Smáralindin er í stuttu færi ásamt Kópavogsdalnum og stutt er í almenningssamgöngur. Tilvalin eign fyrir unga fjölskyldu.

***   SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN   ***


Nánari lýsing og skipting eignar:
Anddyri:
Komið er inn í gang sem tengir allar vistarverur íbúðar og liggur inn í alrými. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi I: Ágætt barnaherbergi. Gluggi í norður með opnanlegu fagi og parket á gólfi. (eigandi mun skipta um eða láta fylgja harðparket eins og er á íbúðinni.)
Svefnherbergi II: Ágætt barnaherbergi. Gluggi í norður með opnanlegu fagi og harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðu skápaplássi. Gluggi í norður með opnanlegu fagi og harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Með flísum hátt og lágt. Nýleg innrétting, vaskur, spegill og ljós. Baðkar með sturtublöndunartækjum og hengi. 
Þvottaherbergi: Með vegghillum og borðplötu fyrir ofan þar sem gert er ráð fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi.
Eldhús: Nýlega endurnýjað með innréttingu, vaski, helluborði og blöndunartækjum. Fleiri rafmagnstenglum bætt við fyrir ofan borðplötu. Ofn í vinnuhæð.
Borðstofa: Hluti af alrými er notaður sem borðstofa, við glugga hjá svölum. Hægt er að haga skipulagi auðveldlega á annan hátt.
Stofa: Hluti af alrými er notað sem setustofa og sjónvarpsrými. Hægt er að haga skipulagi auðveldlega á annan hátt og eru öll tengi einnig fyrir sjónvarp og net í veggnum í miðju alrýmis.
Svalir: Ágætar svalir sem snúa í suður. Mjög gott útsýni.
Geymsla: Nett geymsla (4 m2) með vegghillum inn af sameignargangi í kjallara.
Sameign: Stigagangur, hjólageymsla, sorpgeymsla, bílastæði og lóð.

ATH - Seljandi mun klára að leggja harðparket á svefnherbergi og klára að leggja gólflista fyrir afhendingu eignar.

Um framkvæmdir seljenda í íbúð undanfarin ár:
 • Eldhús og gólfefni í alrými endurnýjað vorið 2020 - nýr vaskur, blöndunartæki og span helluborð. Fleiri innstungum bætt við fyrir ofan eldhúsinnréttingu. 
 • Gólfefni í svefnherbergjum haust 2021. 
 • Gólfefni er harðparket. - Aukapakkningar af parketi fylgja (4 stk.)
 • Baðinnrétting ásamt vaski og blöndunartækjum á baði - bæði við vask og sturtu; endurnýjað haustið 2021. 
 • Stormjárn í öllum gluggum íbúðar endurnýjað haustið 2020. 
 • Skipt um hurðahúna í íbúð sumarið 2020. 
 • Veggur í miðri íbúð tekinn niður vorið 2020 sem opnar íbúð og gerir hana rúmbetri og skemmtilegri. 
 • Tengt fyrir ljósleiðara og ljósneti á tveimur stöðum í stofunni þannig að það er hægt að hafa sjónvarpið tengt á tveimur veggjum. 
 • Nýtt dyrasímakerfi sett upp sumarið 2021. Dyrasími með myndavél. 
 • Öll íbúðin var máluð vorið 2020 og eru einnig gluggakarmar flestir nýmálaðir. 
*** VILTU VITA HVAÐ ÞÍN FASTEIGN KOSTAR Í DAG? *** KÍKTU Á FRITTFASTEIGNAVERDMAT.IS

Nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason löggiltur fasteignasali / s.773 3532 / adalsteinn@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
 • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
 • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 • Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 • Sýna alla lýsingu
  Reikna lán
  • Brunabótamat36.700.000 kr.
  • Fasteignamat46.950.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð12. jan. 2022
  • Flettingar4938
  • Skoðendur3936
  • 93,5 m²
  • Byggt 1994
  • 4 herbergi
  • 1 baðherbergi
  • 3 svefnherbergi
  • Sameiginl. inngangur
  • Útsýni
  • Þvottahús

  Lánareiknir: 61.400.000 kr. ásett verð
  Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
  Lántaka: 49.120.000 kr.
  Fyrsta eign:
  Útborgun: 12.280.000 kr.
  Lánstími: 40 ár


  Senda fyrirspurn vegna Arnarsmári, 201 Kópavogur

  Verð:61.400.000 kr. Stærð: 89.5 m² Tegund:Fjölbýli Herbergi: 4
  Captcha

  * Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

  Domusnova fasteignasala

  Sími: 5271717
  eignir@domusnova.is
  domusnova.is

  Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
  Víðir Arnar Kristjánsson
  Haukur Halldórsson
  Óskar Már Alfreðsson
  Magnús Guðlaugsson
  Björgvin Þór Rúnarsson
  Árni Helgason

  Eignin var skráð 12 janúar 2022
  Síðast breytt 19 janúar 2022

  Senda á vin eignina Arnarsmári, 201 Kópavogur

  Verð:0 kr. Stærð: 89.5 m² Tegund:Fjölbýli Herbergi: 4
  Captcha

  * Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

  Domusnova fasteignasala

  Sími: 5271717
  eignir@domusnova.is
  http://domusnova.is

  Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
  Víðir Arnar Kristjánsson
  Haukur Halldórsson
  Óskar Már Alfreðsson
  Magnús Guðlaugsson
  Björgvin Þór Rúnarsson
  Árni Helgason

  Eignin var skráð 12 janúar 2022
  Síðast breytt 19 janúar 2022

  Senda ábendingu á Fasteignir.is

  Captcha

  Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

  Fasteignir.is

  Available in the App Store